Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 14

Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 14
26 M JÖLJVIR Stúdentaráðskosningarnar. Úrslit stúdentaráðskosning- anna í haust urðu þau, að þjóðemissinnar fengu 32 at- kvæði, en höfðu áður 24. Óx því atkvæðamagn þeirra um rúm 33%. Lýðræðissinnar fengu 66 atkv., en höfðu áður 64. Aukning atkvæðamagns þeirra er því 3%. Marxistam- ir fengu 80 atkv., en höfðu áður 72. Aukning því 11%. Nú eiga sæti í stúdentaráðinu: Sigurjón Sigurðsson stud. jur. fyrir þjóðemissinna, Ólafur Bjamason stud. med., Stefán V. Snævarr stud. theol., Sigurður Bjarnason stud. jur. og Sigurður Ólafsson stud. med. fyrir lýðræðissinna, og Ólafur Jóhannesson stud. jur., Ragnar Jóhannesson stud. mag., Guðmundur Eyjólfsson stud. med og Bergur Pálsson stud jur. fyrir róttæka. Þegar eftir kosningamar var reynt að koma á sam- komulagi milli þjóðemissinna og lýðræðissinna um stjóm- armyndun i stúdentaráðinu og um önnur þau mál, sem fyrir stúdentaráðið komu. Þessar tilraunir báru engan árangur. Var það að kenna pólitískri nauzku lýðræðis- sinna og þá sérstaklega Jóhanns Havsteens. Máli þessu em gerð rækileg skil i grein eftir Sigurjón Sigurðsson, sem birt er hér í blaðinu. Afleiðing þessa samstarfsleysis varð sú, að hlutkesti var látið ráða úrslitum í stjómar- og nefndarkosningum í stúdentaráðinu. Svo virðist, sem forsjónin hafi af tvennu illu heldur kosið lýðræðissinna en marxista, því að þeir fyrr nefndu unnu öll hlutkestin. Stjóm stúdentaráðsins skipa þvi nú þeir: Ólafur Bjama- son, formaður, Bergur Pálsson, ritari, og Sigurður Bjama- son, gjaldkeri. um), sem (skv. venju) sækja skemmtunina í Gamla Bíó. Þar eð ég hafði frétt, að Pétur Halldórsson væri farinn af landi og hans væri ekki von heim aftur fyrir 1. des., en ég vildi hins vegar gera allt, sem í mínu valdi stóð, til þess að opna augu lýðræðis- sinna fyrir því hneyksli, sem hér var á ferð, gerði ég það að tillögu minni á næsta fundi, að Ólafur Thors alþm. yrði aðalræðumaður. En hvað skeð- ur? Þegar úr átti að skera, hvor ætti að tala fyrir hönd stúdenta, hinn marxistiski foringi eða foringi sjálfstæðismanna, fékk foringi sjáifstæðismanna mitt eina atkvæði, en marxistinn allra hinna, nema tveggja, sem ekki þorðu að nota atkvæðisrétt sinn. Lýðræðissinnar hafa með þessum gerðum sín- um í stúdentaráði ekki einungis svikið kjósend- ur sína smánarlega, heldur einnig löðrungað meiri hluta þjóðarinnar. Þeirra eigin afglöp færa .stúdentum þá vissu, að þjóðernisstefnan er hinn eini vörður og framherji vísinda og mennta. íslandi allt! Sigurjón Sigurðsson. Ýmsar spaug-ilegar sögur eru sagðar um samnings-um- leitanir lýðræðissinna og marxista. Þegar þjóðernissinn- inn hafði stungið upp á Pétri Halldórssyni, borgarstjóra, til þess að tala af svölum alþingishússins, reyndu lýðræð- issinnar að bola honum burt fyrir Hermanni kollubana, gegn því að marxistar féllust á, að Ólafur Thors fengi að tala í Bíó. Marxistar þvertóku fyrir það, en til þess að huggna lýðræðissinnum, gerðu þeir það að tillögu sinni, að Júlíus Havsteen, sýslumaður á Húsavík, léti ljós sitt skína í Bíóinu. Þessi tillaga var borin undir Jóhann Hav- steen, sem aftók með öllu, að láta karl föður sinn „troða upp“. Varð endirinn sá, að Thor Thors skyldi hljóta heið- urinn! Þegar það svo spurðist, að Pétur Halldórsson væri að fara af landi burt og það kom jafnframt í ljós, aö lýðræðissinnum virtist hugleikið, að koma Ólafi Thors ein- hvers staðar að 1. des., stakk þjóðernissinninn í ráðinu upp á því, að Ólafur yrði þangað settur, sem mest bæri á honum, á svalir alþingishússins. En nú lá Ólafur ekki fyrir leggjarbragði Hermanns, heldur fyrir leggjarbragði lýðræðissinna, og þótti mörgum það koma úr hörðustu átt. Tveir lýðræðissinnar greiddu sem sé Hermanni atkvæði ásamt með marxistunum, en hinum tveim féllst hugur og sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Voru það þeir Sigurður Bjamason og Ólafur Bjamason, en Sigurður Ólafsson og Stefán V. Snævarr léðu Kollubana fylgi sitt, og eru nöfn þeirra birt hér þeim til verðugrar háðungar. Kemur þannig í ljós, að enda þótt lýðræðissinnar ynnu öll hlutkestin og fengju meirihluta í stjórn og öllum nefndum, héldu þeir þó þannig á málunum, að marxistamir komu samt öllu sínu fram í þvi, sem máli skipti. Sannaðist þannig á lýðræðissinnum, að gæfan var með þeim, en gáfumar skorti. Dócentsmálið. Um sama leyti og lýðræðissinnar frömdu áður greinda glópsku, framdi Haraldur Guðmundsson kennslumálaráðherra enn þá meiri stór-glópsku. Skipaði hann Sigurð Einarsson docent í samstæðilegri guðfræði við Háskólann með þeim endemum, sem alkunn em. Vildu nú ýmsir áhrifamenn meðal lýðræðissinna grípa tækifærið, til þess að reka af sér slyðruorðið og bæta fyrir afglöp fulltrúa sinna í ráðinu. Gekk Bárður Jakobsson þar bezt fram og einarðlegast, og verður seint full-þökkuð hans framganga. Beittist hann og aðrir tápmiklir lýðræðissinn- ar ásamt með þjóðemissinnum í Háskólanum fyrir öflugri demonstration gegn hinu svívirðilega athæfi ráðherrans. Var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á almennum stúdentafundi, að sækja ekki kennslustundir í þrjá daga. Marxistamir ætluðu að virða þetta að vettugi. Kom þar fram hið rétta innræti þeirra og hin marxistiska virðing fyrir valdi meirihlutans. Mættu þeir um morguninn, bóka- lausir, ritfangalausir og allslausir, uppbelgdir af hetju- skap í munninum, til þess að svala menntaþrá sinni. Var þeim góðlátlega stjakað burt, og hvarf þá, meira að segja, sá eini hetjuskapur þeirra, sem að framan getur. Þessi einarðlega framganga stúdenta leiddi til þess, að fram kom i þinginu fmmvarp þess efnis, að bætt yrði úr þeirri svívirðu, sem kennslumálaráðherra hafði sýnt Há- skólanum. Er nú sr. Bjöm Magnússon þegar tekinn að kenna megin-þorra guðfræðistúdenta þær námsgreinar, sem hann hefir áður kennt.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.