Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 4

Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 4
16 MJÖLNIR sumu leyti gat illa samræmzt hinum norræna anda. Þessi tvíhyggja, þessi barátta milli hins forna og nýja, skapaði ólgu í huga þjóðarinnar eins og alstaðar á öllum tímum, þar sem gamalt og nýtt berjast um völdin, þar sem ný lífsskoðun er að skapast. Slík ólga verður ævinlega að fá framrás á ein- hvern hátt. I flestum löndum Evrópu fékk hún framrás í hinum grimmu styrjöldum, sem háðar voru til þess að ryðja krossinum braut norður eftir álfunni. Hér á landi varð kristnitakan á allt annan og ólíkan hátt. Sú ólga, sem skapaðist, meðan kristn- in var smám saman að festa rætur, settist að í huga þjóðarinnar og gróf þar um sig, þar til hún brauzt út í hinum ægilega hildarleik Sturlunga- aldarinnar, Ragnarökkri hins íslenzka þjóðveldis. Nú verða kaflaskipti í sögu íslands. Sú saga, sem nú hefst, er saga um drepsóttir, eldgos og ísalög, hallæri, hungur og hjátrú, saga um ánauð og kúgun útlends valds og vesaldóm og vanmátt fslendinga, til þess að hrinda af sér oki hinna er- lendu harðstjóra. Sú menning, sem nú hefst, er ekki lengur kyn- borin norræn menning, en hún ber þó nokkur fög- um blóm, þar sem eru sálmar og sum kvæði sr. Hallgríms Péturssonar. Á 18. öld koma svo þeir fram: Skúli Magnús- son og Eggert Ólafsson sem „hrópandans rödd í eyðimörkinni11, sem boðberar nýrri og betri tíma. Þeir blása nýju lífi í hinar hálf-kulnuðu glæður, sem eftir voru af íslenzkri víkingslund og sjálf- stæðiskennd. Um 1830 hefjast svo enn á ný kaflaskipti í sögu þjóðarinnar. Nú er það Baldvin Einarsson og síðar þeir Fjölnismenn, sem lyfta kyndlinum og byrja að lýsa þjóðinni veg heim úr útlegðinni, hinni andlegu útlegð. Vörðurnar, sem þeir fylgja, vörðurnar, sem þeir lýsa upp með kyndlum sín- um, svo að þjóðin geti séð, hvert stefna skal, eru fegurstu afrek forfeðranna, heiðþróunin, sem dr. Guðmundur Finnbogason nefnir svo. Þar sem vörð- urnar eru brotnar, hlaða þeir upp í skörðin og byggja nýjar. Þeir benda á ættjarðarást Gunnars, drenglyndi Kolskeggs, lögspeki Olfljóts, og segja: Islendingar! Slíkir voru órir forfeður. Látum af- rek þeirra vera oss hvatningu til starfs og stríðs, látum takmarkið vera: Frjáls þjóð í frjálsu landi. Þær frelsishreyfingar, sem hófust suður og aust- ur í álfunni með rómantísku stefnunni, gáfu þess- um boðskap byr undir báða vængi. Og nú kemur Jón Sigurðsson, foringinn, fram á vígvöllinn sem sendur af guðunum, einmitt „þegar Fróni reið allra mest á“. Það þarf ekki að rekja hina gifturíku baráttu hans hér, hún er öllum of kunn. Hann leiddi þjóð sína öruggt og ákveðið upp á örðugasta hjallann og honum auðn- aðist, eins og Móses forðum, að sjá inn í fyrir- heitna landið. Þakklæti þjóðarinnar til foringjans kemur vel fram í þessum orðum, sem greypt voru á silfur- skjöld við útför hans: „Óskabarn Islands, sómi »þess, sverð þess og skjöldur“. Með stjórnarskránni 1874, sem fékkst-fyrir at- beina Jóns Sigurðssonar, var í rauninni sjálfs- stjórnarréttur Islendinga viðurkenndur og því Jslegið föstu, að ekki væri lengur um annað bar- ‘izt en það, h v e n æ r sjálfsforræðið yrði veitt. En 44 ár liðu, sem kunnugt er, áður en þeirri baráttu lauk. Margir góðir Islendingar brugðu sverði í þeirri baráttu, en glæsilegastur þeirra allra er þó, án efa, Hannes Hafstein, skáldið og eldhuginn, sem söng kraft og þor í þjóðina. Á slíkum degi sem þessum, degi, sem helgað- ur er minningunni um það, er sjálfstæði íslands' var endurheimt 1. desember 1918, látum vér oss ekki nægja að kalla fram í hugann minningar horfinna daga, heldur köllum vér þar einnig fram mynd landsins eins og það er nú og virðum fyrir oss fegurð þess og framtíðarhorfur, reynum að skilja og sjá, hvern sess Islendingar geti skipað meðal menningarþjóða heimsins. Ættjarðarást vor Islendinga er víðfræg. Saga Gunnars, þótt hún sé kunnust, er ekkert eins- dæmi. Öllum er oss landið kært, allir finnum vér til þess, að hér viljum vér helzt eiga heima, heyja vora lífsbaráttu, sigra eða tapa, eftir því sem mál- efni standa til. Hvers vegna er nú ættjarðarást vor Islendinga svo sterk, hvers vegna elskum vér landið svo heitt? Er það eingöngu vegna þess, að það er land feðra vorra, að hér hafa þeir starfað og strítt,

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.