Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 6
18
M J Ö L NIK
En skilur þjóðin hlutverk sitt, að varða um
þann arf, sem oss er í hendur fenginn, þann arf,
sem feður vorir og mæður hafa barizt fyrir að
efla og bæta, land vort, mál vort og menningu?
Ef þjóðin skilur það hlutverk, verður stjórn hins
íslenzka lýðveldis ekki fengin í hendur stétta-
flokkunum, sem helfjötrað hafa þjóðina á skulda-
klafa erlendra lánardrottna. Ef þjóðin skilur það
hlutverk sitt, verður heldur ekki marxistiskum
áróðursmönnum leyft að halda áfram þeirri þjóð-
skemmdarstarfsemi, sem þeir hafa þegar hafið,
og að níða niður allar þær „fornu dyggðir“, sem
þjóðin hefur hingað til elskað og virt.
Hreysti og hamingja fylgdu Islendingum hin-
um fornu. Hreystin varð ættgeng og fylgir þjóð-
inni enn í dag. Þess vegna höfum vér getað af-
borið allar þær hörmungar, sem yfir oss hafa
dunið á liðnum öldum. En hamingja feðra vorra
yfirgaf þjóðina, þegar hún glataði frelsi sínu.
Hamingjan er hverful. Ef vér erum sjálfum oss
sundurþykkir, ef vér missum sjónar á hlutverki
voru sem þjóð, eins og Islendingar á 13. öld, þá
snýr hamingjan baki við oss, og þá bíður vor að-
eins gleymska og glötun.
Ef vér hins vegar leggjum allt í sölurnar fyrir
þá hugsjón vora, að verða frjáls og fullvalda
menningarþjóð, sem virðir þjóðerni sitt og fornar
erfðavenjur, jafnframt því sem hún tileinkar sér
það bezta úr alþjóðamenningu nútímans, ef hver
einasti þegn þjóðfélagsins gætir þess jafnan, að
setja alþjóðarheill framar einkahag, þá brosir
hamingjan við oss, og þá mun hér skjótt verða
„gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast
á guðsríkisbraut".
Islandi allt!
Ólafur Einarsson.
Islendingar
viljum vér allir vera!
Styrmir" Víglundarson:
Menningarbarátta
þjóðernissinna.
Þjóðernisstefnan er meira en aðeins stjórnmála-
stefna, sem hefir sínar ákveðnu kenningar um,
hvernig þjóðinni verði bjargað úr því öngþveiti
atvinnu- og fjármála, sem stéttaflokkarnir hafa
leitt hana í með falsi og fagurgala.
Þjóðernisstefnan er nýr hugsunarháttur, ný
lífsskoðun, sem vill umskapa þjóðlífið, jafnt á
sviði athafnalífsins sem menningarmálanna, í anda
þjóðlegrar samheldni og gagnkvæms skilnings
allra einstaklinga þjóðfélagsins.
Þegar við þjóðernissinnar tölum um þjóðina, er
það ekki í huga okkar aðeins orð eða fallegt hug-
tak, sem að öðru leyti stendur ekki í neinu líf-
rænu sambandi við fólkið í landinu. Þjóðin er
heldur ekki í okkar augum hinir villuráfandi leið-
togar hennar, nokkrir efnaðir broddborgarar og
mýgrútur virkileikasnauðra skriffinna á stjórnar-
skrifstofum í Reykjavík. Það eru reyndar þess-
konar menn, sem ráða málefnum þjóðarinnar —
enn þá —, en þeir eru hvergi nærri þjóðin sjálf,
gersneyddir, eins og þeir eru, öllu sambandi við
hið vinnandi fólk og vita skilningslausir á líf þess
og kjör, hugsunarhátt þess og þarfir.
Þjóðin, — það eru mennirnir, sem draga fisk-
inn úr sjónum, og fólkið, sem ræktar jörðina, það
er hinn mikli fjöldi, sem fæst við að skapa þau
verðmæti, er öll þjóðfélagsheildin byggir tilveru
sína á.
Það er þetta fólk, sem byggir brýrnar, leggur
vegina og reisir skólana. Það er þetta fólk, sem
byggt hefir útvarpsstöðina, sjúkrahúsin og Þjóð-
leikhúsið. Það er þetta fólk, sem skapað hefir
verzlunarflotann, hafnarvirkin og símakerfið. Það
er líka þetta fólk, sem launar bitlingahjörð stjórn-
arinnar með á aðra milljón króna á ári.
Tákn þjóðarinnar er sjómaðurinn á bátnum og
bóndinn við orfið, því að þetta eru þær stoðir,
sem hið íslenzka þjóðfélag stendur á. Og á þess-
um stoðum viljum við þjóðernissinnar byggja hið
samvirka þjóðríki framtíðarinnar.
Þessar stoðir viljum við tryggja og treysta, hvað
mest við megum. Þjóðarbúskapnum verður undir