Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 10

Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 10
22 MJÖLNIR Okkur þjóðernissinnum er listin hluti af lífi fólksins, þáttur í þjóðlífinu. Hún á að vaxa upp með þjóðinni og fyrir þjóðina. Tilgangur listar- innar á að vera sá, að túlka eðli og viðleitni þjóð- arinnar í hinu listræna formi og á grundvelli nor- rænnar lífsskoðunar. Listin á að vera þjóðleg. Sú ein list, sem það er, hefir möguleika á að festa rætur með þjóðinni og að hljóta viðurkenningu utan landssteinanna. Fornsögurnar íslenzku eru einhverjar skærustu perlurnar í heimsbókmenntunum einmitt fyrir það, að þær eru íslenzkar, að þær endurspegla anda íslenzku þjóðarinnar, lífsskoðun og eðli hennar. Fornsögurnar eru sígildar. Þær hafa á öllum öld- um verið andlegt fjörefni þjóðarinnar og verða það, meðan í þessu landi býr íslenzk þjóð, sem virðir og skilur sjálfa sig. Svona er og farið um seinni tíma rithöfunda og listamenn, lifandi og látna. Þeir, sem byggja verk sín á þjóðlegum grundvelli, sem sækja sér efni og þrótt í íslenzkt þjóðlíf, í eðli og háttu sinnar eigin þjóðar, byggja ekki á sandi. Þeir hljóta mesta hylli innan lands og bezta frægð utan. Þeir öðlast ódauðlegt nafn í sögu íslenzkrar menningar. Svo er um Jónas, Grím Thomsen, síra Matthías o. fl. Halda ekki Eyvindur og Halla á lofti frægð Jóhanns Sigur- jónssonar? Stendur ekki frægð Einars Jónssonar á hinu rammíslenzka eðli verka hans? Jón Leifs hefir fengið viðurkenningu á tónlistarstarfi sínu eingöngu fyrir túlkun sína á íslenzkum alþýðu- lögum og rímnastemmum. Gunnar Gunnarsson og aðrir íslenzkir rithöfundar erlendis hafa aflað sér fjár og frama með því að sækja sér viðfangsefni heim til ættlands síns. Islenzk náttúrufegurð er sá nægtabrunnur, sem listmálarar þjóðarinnar hafa ausið af sér til frægðar, frekar en nokkru öðru. Það er engin undarleg tilviljun, að Maður og kona, Skuggasveinn og Nýársnóttin eru þau leikrit, sem lang mestri hylli hafa náð með þjóð- inni. Síra Matthías hefir líka sagt, að ef leik- listin ætti að eiga sér framtíð í þessu landi, yrði þjóðin að læra að leika sitt eigið þjóðlíf. Hann þekkti og skildi sína þjóð og gat því ort fyrir hana. Auðvitað verða verk mannanna misjöfn, svo og dómarnir um þau. En það stendur sem stafur á bók, að það, sem er þjóðlegast og eðli fólksins skyldast í listmenningunni, ber af leirburðarvaðli innlendra og erlendra manna eins og gull af eir. Það er algilt lögmál, að alþjóðleg getur sú list ein orðið, sem í eðli sínu er þjóðleg. Allt hið bezta og þróttmesta í íslenzkum menn- ingararfi er skapað af alþýðunni sjálfri og af mönnum, sem lifað hafa meðal hennar, samgrón- ir henni í anda og starfi. Þjóðsögurnar, íslenzkir skartgripir, alþýðukveðskapurinn o. fl., allt er þetta þrungið af list, vegna þess að alþýðan, þjóð- in sjálf, hefir sett mark sitt á það. Eðli þjóðar- innar endurspeglast þar í listrænu formi. Islenzk tunga á alþýðu landsins tilveru sína að þakka. Islenzkan er okkur fegursta og frjósam- asta mál í heimi. ,,Ég skildi’, að á Islandi orð eru til um allt, sem er hugsað á jörðu“, segir Einar Benediktsson. „Tungan er spegill sálarinnar, og íslenzkan er krystaltær og svalandi eins og berg- vatn“, segir Guðmundur Finnbogason. Ekkert mál mælt af menningarþjóð er að jafn-miklu leyti skapað af alþýðu sinnar þjóðar og íslenzkan. Þegar afvegaleidd íslenzk embættismannastétt og danskur kaupmangaralýður hafði með nærri öllu útrýmt íslenzkunni, var það íslenzka alþýðan, bændurnir, sem bjargaði tungunni frá glötun og gerði endurreisnarmönnum 19. aldarinnar mögu- legt að hefja hana til hávega aftur. Og hefði ís- lenzka þjóðin nokkurn tíma getað háð sjálfstæðis- baráttuna, án sinnar sérstæðu tungu? Þjóðernisbaráttan er þannig þýðingarmesti þátt- urinn í endurreisnarstarfi íslenzku þjóðarinnar, ekki síður á sviði menningarinnar en atvinnumál- anna. Við viljum anda og hendur nær hvort öðru. Menningin á ekki að vera safngripur eða ytra skraut, sem þjóðin flýkar sig með á tyllidögum. Við viljum ekki, að menningarstarf þjóðarinnar sé lokað inni í nokkrum söfnum og skólum. Við viljum veita því út meðal þjóðarinnar, út til fólks- ins. Það á að vera áveita á akri þjóðlífsins. At- hafnalífið er í rauninni einn þáttur menningar- innar. Það er engin tilviljun, að útlenda orðið yfir menningu: ,,Kultur“ þýðir og ræktun. Menningar- starfið er orðið allt of fjarlægt lífsbaráttu þjóð- arinnar. Slíkt veikir hvort tveggja og gerir þjóð- ina ósamhenta. Ræktun lands og lýðs er okkur þjóðernissinnum eitt og hið sama. Það er innsti kjarni allrar menningarstarfsemi. Þegar þungamiðja menningarinnar er flutt út meðal alþýðunnar, þegar lífsbaráttan og menn- ingarstarfið eru samtvinnaðir þættir í sama strengnum, hinu íslenzka þjóðlífi, þá fyrst er feng-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.