Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 5
MJÖLNIR
17
lifað og dáið mann fram af manni, svo að hver
einasti grænn blettur og hver einasti örfoka mel-
ur eru helgaðir minningunni um þá? Nei, það er
ekki eingöngu þess vegna, sem vér elskum Island,
heldur miklu fremur vegna landsins sjálfs, vegna
þess að vér finnum skyldleikann milli vor sjálfra
og náttúru landsins, vegna þess að vér finnum,
að íslendingseðlið fær hvergi þrifizt né þróazt til
fulls, nema hér.
Ef til vill finnum vér þetta aldrei betur en á
kyrrlátum vetrarkvöldum, þegar glitrandi hjarn-
breiðan glampar svo langt sem augað eygir. Þús-
undir stjarna blika á dökkbláum himninum, en
fölvir geislar mánans kasta töfrabirtu yfir bæ og
byggðir. Öldugárarnir á víkum og vogum skína
sem bráðið silfur í tunglsskinsbjarmanum. Norð-
urljósin móta kynjamyndir á kvöldhimininn, ým-
ist þjóta um loftið sem stormsveipir með þúsund
mílna hraða eða þau breiðast hægt yfir himin-
hvolfið sem blessandi móðurhönd.
Þetta verður í hugum vorum ímynd hreinleik-
ans og fegurðarinnar, vekur hjá oss göfugar hugs-
anir, lyftir hugum vorum til hæða, hátt upp yfir
deilur og dægurþras, fánýti og flokkadrætti, en
lætur þá nema staðar frammi fyrir tign íslands.
Þetta finnum vér líka á sólbjörtum sumarnótt-
um, þegar ískrýndir, gullroðnir tindar speglast í
ládauðum sjó og lygnum vötnum, í fjarska hjúp-
aðir blámóðu fjarlægðarinnar. Sterkur gróðurilm-
ur fyllir loftið, döggperlur glitra í grænu gras-
inu, engjaþokan eyðist, en titrandi tíbrá svífur yfir
vötnum og vogum. Það er sem hinn skapandi mátt-
ur íslenzkrar náttúru streymi fram í sólskinið og
sumardýrðina. Dynur fossins og niður árinnar
berst að eyranu sem brúðsöngur vaknandi lífs og
vorgróðurs í landinu.
Á slíkum stundum, þegar Fjallkonan breiðir
brosandi faðminn við sonum og dætrum, hver get-
ur þá annað en elskað hina íslenzku móður, ætt-
landið, byggðina, bæinn?
Aldrei finnum vér betur en þá þetta afl íslenzkr-
ar náttúru, sem gerir oss sterka, trausta og táp-
mikla, þetta afl, sem beinir hugum vorum í þá
átt, að „reisa býlin, rækta löndin, ryðja um urðir
braut“.
Stundum heyrast raddir um það, að vér íslend-
ingar séum svo fáir og smáir, fátækir og fákunn-
andi, að vonlaust sé fyrir oss að ætla að berjast
til frægðar og frama við hlið stærri og voldugri
þjóða.
En er þá gæfa og gengi þjóðanna eingöngu
komið undir stærðinni einni? Er það ekki öllu
heldur komið undir starfsþrótti þeirra, dugnaði og
framtakssemi, hvern hlut framtíðin hylur í skauti
sínu þeim til handa? Sagan svarar því að minnsta
kosti játandi.
,,Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl
um heim“, segir norski skáldjöfurinn Björnstjerne
Björnsson. Skilyrðið fyrir gæfu og gengi þjóð-
anna, jafnt og einstaklinganna, er einmitt það,
að þekkja köllun sína og rækja hana af alúð og
með óskiptum hug.
Er það nú svo, að vér Islendingar þekkjum köll-
un vora sem þjóð, að vér kunnum að meta al-
þjóðarheill framar einkahag?Hinhatrammastétta-
og bitlingapólitík síðustu ára ber því að minnsta
kosti ekki vitni, að svo sé. Það virðist, sem hér
sé hver hönd meðal stéttaflokkanna ævinlega
reiðubúin að rífa það niður, sem önnur byggir
upp, af einskærri öfund, ef ekki er öðru til að
dreifa.
Það er margt, sem oss Islendinga skortir, svo
sem aukið fjármagn og aukna verklega þekkingu,
til þess að notfæra oss auðlindir landsins. En oss
skortir fyrst og fremst styrka stjórn, stjórn, sem
hefur vit, vilja og þor til þess, að taka réttum
tökum þau vandamál, sem úrlausnar bíða.
Hér þarf að hef ja byltingu. Ekki blóðuga bylt-
ingu, heldur andlega, þjóðernislega byltingu, sem
mundi óhjákvæmilega valda gagngerðum breyt-
ingum á stjórnarfars- og atvinnuháttum vorum.
Nú um hríð hefir nokkurs konar Sturlungaöld
geisað hér í landi. Hjaðningavíg stjórnmálamann-
anna og spilling stjórnmálalífsins eru að verða
ofraun alþýðunni í landinu. Það, sem þjóðin nú
þráir, er réttlæti, frelsi og friður, hið samvirka
ríki þjóðernissinna. Með stofnun hins samvirka
ríkis nær íslenzka þjóðin fram til þess þroska,
sem henni er nauðsynlegur, til þess að skipa þann
sess, sem henni ber meðal menningarþjóða heims-
ins.
Senn líður að þeim tíma, er vér fáum rétt til
þess, að taka utanríkismál vor í eigin hendur og
stofna hið íslenzka lýðveldi. Hjarta hvers góðs
íslendings slær ört af þrá eftir þeirri stund, er
Fjallkonan forna verður aftur krýnd kórónu hins
fullkomna frelsis.