Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 5

Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 5
einstaklingur klæöist eftir eigin smekk og hentugleikum en ekki eftir samanburöi við hina aðallega. Menn eru hér misspakir, svo sem í öðrum skðlum. Hér er fólk með frjótt hugmynda- flug, en mismikið og misbundið; þannig er það allsstaðar. Eins og í öðrum hópum, þar sem fólk umgengst mikið, myndast hér sérstakir siðir og sérstök gamansemi, sem kann að koma þeim, er fyrir utan standa, skringilega fyrir sjónir. En að okkar umgengnishættir séu betri eða verri en annara dettur mér ekki í hug að halda fram. Okkur þykir vænt um skólann okkar; hann er okkur ef til meira en margur annar skóli sínum nemendum; við erum hér oftast allan daginn og stundum langt fram á kvöld. Við viljum hlut hans sem mestan og auðvitað er margt, sem bæta mætti. Við gerum kröfu til þess að okkar skóli sé tekinn alvarlega og að eftir honum sé munað þegar rætt er um fram- haldsskóla. Við erum fámenn í samanburði við þá fjölmenn- ustu, en við vinnum okkar störf og tökum þau alvarlega ekki síður en þar er gert. H. K. Öll mín fyrri æfi var einna líkust draumi. Milli skers og báru bar bát minn undan straumi. Fegurð mín er fyrir bí, fjörið hætt að brenna, Ég gef dauða og djöful í daður allra kvenna. Ljós mitt úti löngum kól á lífsins hafísjaka. Taka vildi ég tímans hjól og trekkja það til baka„ Fengi ég því hjóli hnekkt, hugsaðu þér bara, eflaust mundi ýmislegt öðruvísi fara. hallM.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.