Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 21
svolítil fyrir verðandi teiknikennara. Hvað er það að vera
svokallaður teiknikennari, hvað er : kennsla, uppeldi, agi,
geta, vilji, dugnaður, hugmyndir, það að ala börnin upp í
sínum anda til að vænta megi árangurs. Kröfur um aðstöðu
teiknikennara teiknistofu, hillur, veggpláss, vask, trönur,
bretti, liti, og fleira, efni og frið.
Núna standa yfir ýmsar breytingar á skólakerfinu. Við verðum
að standa saman í kröfum okkar, stefna að því, að útbúnaður
teiknistofunnar verði sem beztur. Ekki lengur þessa dejrfð,
þetta fæst ekki nema því sé haldið til streitu og fylgt fast
eftir. Smátt og smátt ætti að þokast f áttina. Peningaleysi
skólanna er að vísu mikið, en pappfrskaup eru sums staðar
látin sitja á hakanum, hvað þá annað, sem nauðsynlegt er til
að hægt sé að kenna þetta fag innan skólans. Ég er hrædd um
að margir skólastjórar hafi lítið hugsað út í það, hvers teikn-
ingin krefst. Þþ ekki væri nema það að helmingur bekkjarins
sæti í tímanum f einu. Vegna fjárskorts er ekki hægt að hafa
tvo teiknikennara. Börnin yrðu því aðeins hálfan veturinn í
teikningu, þó má fullyrða að árangur hvers barns yrði ekki
minni en annars og í allflestum tilfellum mun meiri.
Það að koma inn f bekk, sem telur 34 nemendur, og finnast
maður hafi þar ekkert að gera því þetta sé starf fóstru, er
andstyggð. Aftur á móti getur verið mjög ánægjulegt að kenna
ef hópurinn er ekki stærri en það, að hægt sé fyrir einn að
ráða vel við hann og sinna honum eins vel og þau raunverulega
eiga rétt á. Til þess er teiknikennslan, að árangur náist
og börnin verði einhvers vísari. Væru þau helmingi færri í
bekk, það er að segja 17 í fjölmennustu bekkjum, (og er það
þó hámark, til að hægt sé að tala við hvern og einn) þá yrði
áhugi þeirra meiri á viðfangsefninu, plássið meira, friðurinn
meiri. Þá væri lfka hægt að fræða þau um hluti, sem þýðingar-
laust væri að nefna í 34 manna bekk. Þau hljóta að fá meiri
menntun. Það er stórt atriði að börnunum leiðist ekki í tím-
unum, Ef maður á að vinna verk, sem manni leiðist heil ósköp
og hefur auk þess nauman skilning á, þá er ekki hægt að búast
við fyrsta flokks árangri. Þegar börnin vilja ekki frí, þegar
þeim er gefið það, þá finna þau sig að einhverju leyti í teikn-
ingunni. Af þeim mætti búast við árangri.
Eitt af mörgu, sem þarf að ræða er, er ekki kominn tími til
að veita þeim tilsögn með fleiri efni en pappír og liti? Af
hverju ekki leir, gips, dúkskurð og helzt allar tegundir svart-
listar, málma, útskurð og fleira. Þá er komið að orðinu teikni-
kennari, því nafni þarf að breyta í samræmi við það, sem kennt
er, Þið, sem eruð að verða teiknikennarar, hugsið um það að
við verðum að brjótast áfram.
Katrín Briem.