Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 7

Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 7
sjo Engin sýning þar hefur verið stórlistaviðburður nema sýning Alþýðusambandsins. Listamannaskálinn sálugi var eins og stór hjartagóð mella, sem tók öllu opnum örmum, sem hægt var að hengja á vegg ásamt bókamörkuðum, tombólum, dansleikjum og stjórnmála- fundum. Vonandi verður nýji listamannaskálinn á Klambratúni ekki fylltur gömlum niðursuðudósum og grjónapökkum fyrir tombólubrask. £»á sjaldan að sýningar eru í Asmundarsal eru þær oftast góðar og útiskulptursýningar við hann hafa verið athyglisverðar, þótt mikið rusl flyti innan um. Kjallari Casa Nova er hálfgerður leikvangur frístundamálara og misheppnaðra snillinga. Aftur á móti hafa allar sýningar sem Listafélag Menntaskólans hefur efnt til þar verið stórviðburður í menningarmálum þjóðarinnar. Fyrir nokkrum dögum lét Listafélag Menntaskólans í Hamrahlíð til sín heyra með rekaviðarsýningu þ.e.a. s. eyðilögðum rekavið. En fall er fararheill og vonandi gera þeir betur næst. A síðasta ári voru gerðar tvær tilraunir til að koma hér upp sölugallerfum en báðar mistókust vegna skilningsleysis almennings. Listafélagið SÍJM opnaði nýjan sal við Vatnsstíg á þessu ári. Vonandi sýna menn þessari viðleitni ungra manna áhuga svo hún kafni ekki í fæðingu. Verstur af öllum sýningarsölum borgarinnar er Bogasalur Þjóðminjasafnsins. Hann er hálfgert sæluhús fyrir fúskara og frfstundamálara innan um Þjóð- minjasafn landsins og Listasafn. Vafalftið telja margir sem þangað koma, þó sérstaklega útlendingar, að hann sé einhverskonar útibú frá Listasafninu en ég held að Listasafnið megi varla við því að fá verra orð á sig en þáð hefur, sérstaklega þó þegar það á það ekki skilið. Eflaust mætti bæta myndlistarsmekk þjóðarinnar eitthvað og minnka bilið milii listamanna og almennings. Eg held að skipulögð myndlistarfræðsla í skólum yrði happadrýgst. Teiknikennsla í barna- skólum og gagnfræðaskólum er áreiðanlega ekki til að auka skilning nemenda á myndlist, þó hún sé nauðsynleg út af fyrir sig, heldur veitir hún þeim útrás tilfinninga. Skólar gera lítið sem ekkert til að auka skilning á myndlist. Til þess að ná barnaskólaprófi þarf að kunna marga metra af íslenzkum ljóðum utanbókar ( ekki veit ég. hversu mikill greiði það er við ljóðlist ), en nöfn eins og Jón Stefánsson, Kjarval og Gunnlaugur Scheving minnist ég ekki til að hafa séð í skólabók. 1 mannkynssögu ölafs Hanssonar, sem kennd

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.