Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 13
Svona gengur þaÖ. Það er allt í lagi að mynda spennu í einni
deild, en það má ekki skemma starfsvilja nemenda með því,
þeir geta hreinlega gefizt upp. (En það er ef til vill það sem þeir
vilja.) Kennarar segja, "Ja, svona er það þegar þú ert kominn
út f starfið þú verður að hugsa um verkefnin, ámeðan þú borðar,
sefur, ert í strætisvagni, sinna nauðsynjum þínumáW. C. og ert
að sinna hinum verkefnunum." Gott og vel, ef til vill er þetta
rétta kennsluaðferðin, en ég er á öðru máli.
Eitt er gleðilegt í sambandi við auglýsingadeildina, og það er
að einhver tími skuli vera gefinn fyrir frjálsa teikningu, það
var allt of seint sem farið var að hugsa til þess. Það þarf
að vera inni á starfsskránni frá því skólinn hefst á haustin
og fram á vor.
Nú er hafin starfsemi í ljósmyndastofunni og eru nemendur á
4. ári í auglýsingadeildinni starfandi þar, hafa verið ljósmynd-
aðar uppstillingar, ýmsar tilraunir gerðar o.fl.
Þetta er stórt stökk fram á við, því ljósmyndun er náskyld
auglýsingunum og nauðsynlegt fyrir verðandi auglýsingateiknara
að kunna einhver skil á ljósmyndun.
Kennslan er ekki komin f fastar horfur enn þá, en vonandi
hefst hún af fullum krafti næsta haust.
Mjög skemmtilegt verkefni hefur verið í vetur, en það eru
ýmsar kannanir sem nemendur framkvæmdu á ýmsum sviðum t. d.
hvaða áhrif bókakápur hefðu á fólk, hvort blaðaauglýsingar
næðu sínu takmarki, og hvernig auglýsingum fólk tæki helzt eftir,
umbúðakönnun, hvaða litir hefðu mest áhrif á fólk, á hinum
og þessum umbúðum, hvort nokkuð væri tekið eftir firmamerkj-
um o.fl. Komu margar skemmtilegar og fræðandi niðurstöður úr
þessum könnunum. Að síðustu vona ég að gerð verði endurskoðun
á deildinni. helzt fyrir n æsta haust, og kennslan verði vel skipu-
lögð, tíminn verði hæfilegur fyrir hvert verkefni, kennarar sjá-
ist oftar í stofunni, ef ske kynni að nemandi væri x vandræðum
með eitthvert verkefni, og einnig að kennarar litu oftar í sinn
eigin barm, og skelltu ekki allri skuld á nemendur ef eitthvað
fer miður.
Páll H. Guðmundsson.