Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 4

Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 4
(D2 >-Q QQffDDUl- LIZ <ZZ<Q L'OJY ^RUM X/ID 5KRÝTIN Þeirri spurningu er stunduxn varpað til nemenda í þessum skóla, hvort í okkar hópi séu ekki fleiri furðulegir persónuleikar en í öðrum skólum. Það er ekki óalgengt að heyra talað um svokallaðar "listamannatýpur", þótt ef til vill sé nokkuð á reiki hvað átt sé við með því. Ég hygg þó að flestum detti í hug síð- hærðir og skeggjaðir náungar, sem virðast gera sér far um að stinga f stúf við umhverfi sitt. Margir setja lfka framúrskarandi mikinn drykkjuskap og lausung í samband við listamannsnafnið. Listamannalff - ég held að flestir hafi nokkuð ákveðna hugmynd um merkingu þess orðs. Þá merkingu verður þó að telja vafasama. Ég held að segja megi að ef menn ætla að leita uppi í okkar skóla óvenju margar persónur af fyrrgreindri gerð, þá fari þeir í geitarhús að leita ullar. Vitaskuld kennir hér ýmissa grasa og hér finnast litrfkir persónuleikar, en ég efast um að hlutfall þeirra sé hærra hér en í öðrum skólum, Við komum hingað flest til að búa okkur imdir fyrirhugað ævistarf. Sumir nema auglýsingateiknun, aðrir búa sig undir að kenna teikningu í skólum landsins og auka skilning komandi kynslóðar á mynd- list, og hér nema einnig vefnaðarkennarar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Margir ala með sér þá drauma að geta með tíð og tíma lagt fram sinn skerf til lista, en að nokkur úr okkar hópi telji sig þegar listamann ætla ég fráleitt. Komi maður í þennan skóla með þær hugmyndir, rekur hann sig fljótt á að þær eiga ekki hér heima. Verður hann þá annað hvort að láta af grillum sínum eða yfirgefa skólann og lifa áfram í sínum hugarórum, Það segir sig sjálft að þeir, sem standa sem fastast á eigin grunni, eiga lftið erindi í skóla, sem hefur það að markmiði að byggja upp undirstöðuatriði skilnings manna á myndlist. En þrátt fyrir það að "listamannatýpur" finnast hér fáar, er ekki þar með sagt að ekkert sé hér frábrugðið öðrum skól- um. Auðvitað hefur hver skóli sín sérkenni og er okkar þar alls engin undantekning. Fólk er hér frjálslegt í skoðunum og umgengni; klæðnaður til dæmis allfjölbreyttur, þar sem hver

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.