Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 17

Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 17
M Þau taka sér sæti á auðum áhorfendabekkjum leikhússins og reyna að fylgjast með því sem fram fer. Ein brúða virðist vera að tala en þau heyra engin orðaskil. Það skiptir heldur ekki máli. Hinar brúðurnar liggja hreyfingarlausar fram á borð. Klunnaleg þung höfuð þeirra hvíla máttlaus á borðunum. Piltinum finnst að bráð- um hljóti þeir að falla undir borðin. A stól andspasnis öllum hinum situr brúða sem ekki eru festir neinir strengir í, Kannski er hún upptrekkt. Kannski hafa erlendir menn gefið þjóðinni hana þegar einhver eða eitthvað varð hundrað ára. - Eftir hvern er þetta leikrit?, spyr stúlkan. - Fullorðna fðlkið, svarar pilturinn. Skrftna brúðan er byrjuð að tala. Þau heyra ekki hvort hún talar útlenzku. Kippt í spotta. Hendur á lofti. Hendur sem skella aftur niður á borð. Kyrrð. Aðrar hendur á lofti. - Er þetta alvarlegt leikrit?, spyr stúlkan. - Já. - Hvað eru þær að gera? - Reyna að bjarga landinu. - Hvaða landi? - Okkar. - I alvöru? - Nei, líklega ekki. - Af hverju eru þær svona einkennilegar ? - Venjulegt fólk reynir aldrei að bjarga landinu. - Förum. Þung málmslegin hurð skellur að baki þeim. Þau eru aftur stödd í iðandi lífi götunnar, en þó ein, alein í tómri víðáttu án enda- marka. Piltinum finnst tíminn hafa numið staðar, en þó sér hann að það hefur hann ekki gert, því skuggafingur styttunnar bendir ekki lengur í norður. Og hann veit að þannig mun skugginn halda áfram að benda óháður vegfarendum nútíðar og framtíðar. Skugginn af styttu mannsins sem sagði: Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar. Ingiberg.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.