Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 19

Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 19
Mér finnst að það verði að leggja meiri áherzlu á bóklegt nám, og að bók um einhverja listamenn, stefnur, tfmabil eða annað því um líkt verði með hvers mánaðar verkefni. Það gæti hjálpað kennurum við að dæma í málum nemenda, og nemendum að skilja sín eigin sjónarmið. Bók eins og "íslenzka þjóðfélagið" námsbók handa skólum og almenningi eftir Pál Sigþór Pálsson eða "Félagsfræði handa gagnfræðaskólum og unglingum" teldi ég nauðsynlega og ætti að vera áreynslulaust að koma henni fyrir, með listasögu eða íslenzkutfmum. Agætur skólastjóri okkar, sagði nýlega í tilefni af komu Sigurðar Nordals gests mánaðarins; að það væri tæpast að maður vissi hvað það væri að vera íslendingur, fyrr en maður hefði lesið bók hans, fSLENZK MENNING, það eru eflaust orð að sönnu. Það getur engan sakað að vita betur um sögu íslands og stjórnarfar, Mér finnst að listasaga ætti að vera kennd tvisvar í viku, með bókum um eitthvað náskylt eða fjarskylt efni. Sömuleiðis þarf að leggja meiri áherzlu á RÉTTRITUN með íslenzkunni, Fyrirbæri eins og skrift á laugardögum í F. II finnst mér tímaeyðsla og hégómi, fyrir þá sem ekki ætla f auglýsingateiknun, það ætti að kenna hana þegar í F.I eða á síðasta sérnámsári, Einnig perspektif( ?) t, d. eftir hádegi á fyrsta mánuði í F.I. Þegar modelteikning er á kvöldin verður að koma í veg fyrir að aðrir en viðkomandi bekkur eins og til að mynda aðrar deildir, námskeið eða utanaðkomandi í leyfi eða leyfisleysi taki ótsýni eða pláss ? - því það er algjört helvíti þegar þrjátíu - fjörutíu manns skríkjandi og þvaðrandi eða hvað annað, eru saman komin í vistaveru þar sem í hæsta lagi fimmtán manns ættu að vera, ÞETTA VERÐUR SKILYRÐISLAUST AÐ LAGA. Það á að kenna olíulitun f F. II á síðasta mánuði með vatnslituninni, - meðferð olíulita er aldrei of vel lærð. Sigurður Eyþórsson.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.