Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 18

Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 18
TIL þElRRA SEM LÁTA SIG MÁLEFNI SKÖLANS EINHVERJU VARÐA: Mér finnst aö inntökuskilyrði til náms viö Myndlista- og handíðaskólann ættu að vera strangari. Þegar ég sótti um nám hér veturinn '67 lagði ég fram teikningar og önnur handverk samkvæmt því sem farið var fram á þá. I pistli eða handbók um skólann er sagt: hæfileikar eru þó fyrir mestu. Ég hefði gaman að vita nánari skilgrein- ingu á orðinu hæfileikar, eða hvort hæfileikar koma þessum skóla nokkuð við. Eg er málkunnugur mörgum úr misjöfnum deildum og margt misjafnt heyrir maður og veit, í F. I t. d. veit ég ekki til eins einasta nemanda sem gaf upplýsingar um menntun, áhuga né sýndi eina einustu teikningu. I ár voru í F. I rúmlega þrjátíu nemendur og mér er sagt að aldrei í sögu skólans hafi jafn margir nemendur verið f sama bekk. Það vita það allir, kennarar skólastjóri og nemendur að þessi offjölgun stendur í vegi fyrir því að skólinn geti þrifist á eðlilegum grundvelli. Margir nemendanna eru unglingar vart af gelgjuskeiði sem mörgum hverjum finnst það engu máli skipta hvort þeir eru þarna til langframa eða eingöngu til skemmtunar yfir veturinn. Ég skil þá hlið málsins að skólinn sé fátækur og að margt smátt gerir eitt stórt - hvað skólagjaldi viðkemur -. En þar sem yfirskrift þessa skóla er listaskóli (markmið andlegur kúltur), en ekki Samband sparsamra smásála og áhugasamra iðnverkamanna findist mér að .gera þyrfti róttæka breytingu á þessu máli, og öðrum málum hvað rekstur skólans viðkemur án þess að deilt sé á sálir eða æru neinnra áhrifamanna í skólastjórn, ef svo má að orði kveða.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.