Eintak - 01.04.1969, Blaðsíða 23
7+16
Kýrnar litu upp frá draumum sínum þegar fjósdyrunum var
hrundið upp. Gjöfin sem þær höfðu fengið kvöldið áður var
uppetin og bóndinn bætti við þær nokkrum tuggum. Kýrnar
stóðu á fætur og maðurinn settist undir eina þeirra og
hóf mjaltir. Hann togaði í spena kýrinnar og það glumdi
í fötunni þegar fyrstu bogarnir námu botn hennar. Jón Jóns-
son geyspaði svo munnur hans upplaukst á gátt. Kýrin hóf
að hægja sér með nokkrum tilfæringum. Dálítil sletta af
ylvolgu efni hæfði inn í opinn munn bóndans. Hann hætti að
geispa og byrjaði að spýta ákaflega, hrækja og skyrpa.
Sfðan smjattaði hann varfærnislega til að ganga úr skugga um
hvort áburðarbragðið væri enni í munni sér. Kýrin horfði
forvitnilega á þessar aðfarir húsbónda síns og dæsti. Næsta
kýr fór að dæmi stallsystur sinnar, en Jón Jónsson hafði nú
gætur á umhverfi sínu og kæfði hvern geispann á fætur öðrum.
Kúnni þótt maðurinn syfjulegur og sló halanum beint í auga
hans af þeirri nákvæmni sem kúm einum tekst að beita. Jón
Jónsson spratt á fætur, krossbölvandi. Eitt andartak virtist
hann ætla að greiða kúnni vel úti látið högg með krepptum
hnefa, en svo stillti hann sig og lét sér nægja að bölva
dálítið í viðbót. Síðan settist haxm á ný undir kúna og
Gunna hafði hellt upp á könnuna
þegar bóndi hennar kom inn að
loknum mjöltum. Hún stóð við eld-
húsbekkiim, íklædd áberandi rós-
óttum morgunslopp, sem stakk illi-
lega f stúf við illa greitt hár-
ið og ófrítt andlitið, sem birtist
bóndanum er hún sneri sér að honum.
- Bærilega hafa þær klappað þér
núna, blessaðar.
- Ojá, helvízkar, sagði bóndi og
snaraði sér inn á baðherbergið
að skola framan úr sér.
- Helvízkar, endurtók hann og
spýtti f klósettskálina til
frekari áherzlu.
- Það vantar handklæði hérna,
kallaði hann fram, Kerlingin vissi
ekki betur en hún hefði látið
handklæði á snagann við hliðina
á handlauginni í gær, en kom samt
kjagandi inn á baðherbergið,
sloppurinn var opinn að framan
nema hvað mittislindi hélt honum
saman á belgnum. Það glitti
í hlussuleg brjóstin og sver lærin komu fram undan sloppnum
á víxl þegar hún gekk. Jón Jónsson horfði áhugalaust á illa
hulinn kropp konu sinnar, þó án hryllings. Honum kom ósjálfrátt
í hug samanburður á henni og kúnum, sem hann kom frá að
mjólka. Frúin var nú skömminni til skárri meðferðar, hún
sló þó ekki til hans halanum né gerði svo slettist framan
í hann. Hins vegar gáfu kýrnar öllu betri arð þegar þær
tóku þá ekki upp á þeim ósið að halda ekki, og Jóni Jónssyni
varð aftur hugsað til konu sinnar, sem nú hafði fundið hand-
hélt áfram að mjólka.