Draupnir - 01.05.1908, Page 9
DRAUPNIR.
845
Eyjólfur mágur gaf konu sinni orlof —•. ||
henni og ykkur þóknast — til vors, og þann-
ig er hún komin i mína för, faðir minn«,
»Elcki mun ég saka þig um þann llutn-
ing, frændi, og seg nú tíðindin«.
»Þau eru nú svona og svona, faðir, en
ekki kemur mér á óvart, þó að liirðsljórnar-
ár ykkar Ögmundar Pálssonar séu nú hráð-
um talin«.
»Þá liefir Kristján Friðriksson unnið
Kaupmannahöfn«, sagði biskup.
»Já, og hann heitir uú réttu nafni Krist-
ján 3. Hann sigraði Kaupmannahöfn 29.
julí og liélt innreið sína í horgina með mik-
illi viðhöfn snenima í ágúst, — og mun við
það tækifæri, eða á fæðingarafmæli sínu 12.
ágúst, liafa liaft launmál við jrmsa af ráð-
herrum sínum — þá, sem andæfa trúar-
hrögðum vorum — um að leggja skyldi nið-
ur kathólsku biskupsembættin í ríkjum sín-
um og hneppa biskupana í varðhald, á með-
an lútherslcu-trúarbrögðunum væri komið á,
en leggja kirkju- og klaustraeignir í ríkissjóð-
inn. Það mun fyllilega standa til, er um
hægist, að afnema trú vora með öllu, — já,
og meira að segja llaug mér lil eyrna, að
kóngurinn mundi ætla sér að gera Noreg að
bjálendu Danmerkur og stjórna lionum eftir
dönskum lögum«.