Draupnir - 01.05.1908, Page 43
DRAUPNIR.
879
»Hvað ætlarðu svo, faðir?« spurði Ari,
»að taka þér fyrir hendur, til að hugga gamla
manninn?«
»Það er eg búinn að hugsa mér, sonur,
en það kemur ekki í framkvæmd fyr en á
þinginu. En sjáið nú til að alt verði sem
fyrst tilbúið, er til fararinnar þarf. Eg ætla
mér nú ekki að fara sveitir, heldur fjallveg-
inn«.
Þeir fóru af stað með frítt föruneyli út
Skagafjörðinn, sem leiðir lágu, yfir þingið og
VatUsdalinn og lögðu árla morguns upp á
heiðina.
Alstaðar brosti náttúrufegurðin við aug-
um þeirra, nema ef vera skyldi á sjálfri heið-
inni, sena var þá eins og nú, brjóstug, þó að
fé uni sér þar allvel að sumrinu. Jöklarnir
vorn og einkar-tignarlegir, er deyjandi sólar-
geislarnir máluðu kollana á þeim með alls-
konar töfralitum. Svo riðu þeir um fram
Surtshellir, er kvölda tók, en bislcup hafði
þá roíið liópinn, en reið einsamall eftir Vopna-
lág í ótal króka, og svo fram á menn sína,
er fram á veginn kom og þeir voru farnir
að nálgast Kalmanstungu. Þar ætluðu þeir
að reisa tjöld sin og ríða á Þingvöll daginn
eftir.