Draupnir - 01.05.1908, Page 64
«00
DRAUPNIH
til dauða«, mælti hann fyrir munni sér er
hann gekk út.
Um sumarið frétti Gissur biskup, að Guð-
rún hafði fætt þríbura, sem öll hlutu skírn,
en dóu svo. Er þá mælt, að honum hafi
orðið þetta að orði:
iiÞað var hlaup og hofmanshlaup,
og skal eg þó taka Guðrúnu1) mina aft-
ur í sátt«. En það áform hans strandaði,
ekki af því, að það væri honum ekki fult al-
vörumál, og ekki heldur vegna fortala Odds
hróður hennar, er var hræddur um að það
vekti hneyxli, því Gissur biskup Einarsson
var ekki orðsjúkur maður, -— og Gísli prest-
ur Jónsson, vinur Odds, sem seinna varð
biskup í Skálholti, giftist um þessar mundir
í miklu stærri meinum, — heklur kom það
lil af því, að Guðrún sjálf var ófáanleg til að
ganga að eiga Gissur; en hún lifði eftir þetta
i örvilnunarfullu ástandi.
Eftir þessar hrakfarir hamaðist Gissur
biskup í því, að innleiða lúthersku trúarbrögð-
in, halda yfirreiðar og gera ýmsar ráðstafan-
ir i samráði með konungsvaldinu. Pélur Ein-
arsson er stundum annaðist hirðstjórastöi'íin,
tók þá Helgafellsklaustur, en rak Halldór á-
1) Gunnu niína segja sumir.