Draupnir - 01.05.1908, Page 67
DRAUPNIB.
903
upi við konginn, af því að dæma, að liann
fékk að halda öllum fornu kirkjuvenjunum
í sínum fjórðungi í tíð Gissurar biskups, jafn-
vel þó sendimenn hans hefðu veitt nýju kirkju-
fyrirskipuninni móttöku. En hvað um það,
Jón biskup unni ekki Gissuri hiskupi í raun
og veru, af því að hann mat löðurland sitt
og trúarbrögð ineira en eigin vináttu.
1548, þetta fyrnefnda ár, mátti svo kalla
að suðurstiftið væri svona í orði kveðnu orð-
ið lútherskt. Öllum prestum var leyft að
giftast og margir þeirra notuðu sér það.
Aftur aðrir höfnuðu siðaskiftunum og hættu
við prestsskap, og fáir af hinum betri mönn-
um vildu láta syni sína læra lil prests, svo
Gissur biskup varð stundum að nota til
þess lítt lærða menn, sem svo fengu litlu
ráðið í sóknum sínum nema með því, að
biskup skærist í leikinn. Af þessu ilaul, að
hinn nýi prestalýður í Skálholtsstifti var líl-
ilsigldur, meðan liann stóð í fullum blóma
við hið gamla fyrir norðan.
Oddur Gottskálkson hafði, eftir fyrir-
mælum Gissurar biskups farið utan til að
láta prenta »Corvíní-postillu«, er hann hafði
þýtt, og fleiri bækur, sem biskup lét presta
sína lesa upp úr á stólnum.
Litlu fyrri en hér er kornið sögunni,
hafði konungur leigt valdamönnum í Kaup-
58*