Draupnir - 01.05.1908, Page 72
908
DRAUPNIR.
meira en hann megnar að framkvæma eða
veita, og skýtur sér svo undan loforðunum
á ýmsan hátt«.
»Það er mér líka vel kunnugt um, faðir,
en nú skal liann þó ekki sleppa«.
Er þeir feðgar voru að tala um þetta,
bættust fleiri inn í hópinn. Það var síra
Björn á Melstað, Helga móðir hans og Þór-
unn, er liann hafði liitt fyrst. Ormur Sturlu-
son var ‘í förinni, en var ekki genginn inn,
né þeir, sem með honum voru. Jón biskup
rauf liópinn til þess að fagna gestum þeim,
er úli voru, og fylgja þeim til stofu, en er
liann kom út, lieyrði hann að Orriiur A’ar að
tala við kirkjuprestinn og einhyerja fleiri, er
lijá honum voru. Og hann lieyrði einhvern
segja með undrun:
»Ef þetta satt? — Hann var þó tiltölu-
lega ungur maður«.
»Já, það er dagsatt«, mælti Ormur.
»Hann fékk veikina, er hann var að láta rifa
niður krossinn í Kaldaðarnesi«.
»Um hvern ernð þið að tala?« spurði
biskup er liann bar þar að.
»Um Gissur biskup Einarsson, herra«,
mælti Ormur, vék sér við og heilsaði bisk-
upi liæversklega. »Hann er dauður, og mér
datt ekki annað í hug, en að þið hefðuð
heyrt það«.