Draupnir - 01.05.1908, Page 98
934
DBAUFNIB.
Svo slitu menn fundi þessum, er þeir
höfðu lagt niður með sér það sem þeim þótti
hyggilegast.
Síðdegis daginn eftir var alt á ferð og
flugi í Skálholti, menn drifu að hvaðanæfa,
másandi og blásandi, en samt vel hertýgjaðir;
sjálfur ráðsmaðurinn kom í hendingskasti,
með tvo hesta til reiðar löðrandi i leirleðju
og svita, utan úr Grímsnesi, þangað hafði
fregnin borizt lionum um, að Jón biskup
Arason væri rétt ókominn. Daði Guðmunds-
son hafði komið kvöldið áður með sina menn,
af tilviljun var sagt; ráðsmanni heppnaðist
að ná saman 300 mönnum vel vopnuðum,
staðar landsetum og öðrum. Hópur þessi
slóð bæði á lilaðinu og í kringum staðinn,
þá er þeir Jón biskup ætluðu að ríða heim
á hann.
Hann nam þá staðar með lið sitt, 100
menn, á hinum svo kallaða Fornastöðli, við
veginn, milli vallarins og kletta þeirra er
Þorlákssæti er kent við. I3ar lét biskup reisa
tjöld sín. Þangað komu til fundar við bisk-
up Freysteinn prestur Grímsson og Eiríkur
prestur á Gilsbakka bróðir lians, sem voru
vinir biskups miklir, og fylgdu í hjarta sinu
fornu trúarbrögðunum.
Liði Staðarmanna var skift í 3 flokka til