Draupnir - 01.05.1908, Side 113
DRAOTNIK
949
sýna, að bannfæringin væri til og að hann
metti hana eins og hún ætti skilið — hið
hæsta refsingarmeðal, sem kirkjan og þjónar
hennar hefði á valdi sinu.
Marteinn Einarsson, nú orðinn biskup af
guðs náð, kom út skömmu fyrir alþingi. Jón
prestur Bjarnason var mjög feginn komu hans,
og hafði nóg til að segja honum um aðfarir
Jóns biskups Arasonar á meðan hann var í
burtu, og það síðasta af fréttunum var um
bannfæringarathöfn biskups jrfir Daða mági
hans í Snóksdal. Sagði hann biskupi á með-
al annars, að Árni prestur Arnórsson í Hít-
ardal, frændi Daða, hefði verið gestkomandi
hjá honum, þá er bannfæringin skeði, og þá
hefði Daði fengið svo harðan hixta, að hon-
Utn lá við köfnun, en Árni helði þá af kunn-
áttu sinni látið Daða læsa sig sjálfan inni í
kirkjunni, en hefði sært anda bannsöngsins
inn í flókatrippi er var þar á túninu, svo að
það ærðist, stakk sér ofan i fen og drapst,
en Daða sakaði ekki.
Marteinn biskup brosti að þessu og sagði
Millilega:
»Undarlegt afl má fylgja þessum herjans
særingum, og Kristján kóngur er fyllilega
sannfærður um, að galdrar geti gert mönn-
Urn mikið mein, og eg er viss um, að þess-
61