Draupnir - 01.05.1908, Page 114
950
DílAUPNIE.
ar afskaplegu bannsyngingar eru á einhvern
hátt af sama toganum spunnar. Eg held að
Jón biskup sé orðinn ær, af þessum atförum
hans að dæma, þar sem hann virðir að engu
það ofurefli sem hann er að berjast á móti.
Og eg vona, að honum verði það Ijóst þegar
liann fréttir að Sigurði ábóta, í hvers umboði
liann er að vinna hcrna í stiftinu, verður ald-
rei slcpt hingað út aftur —«.
»Kemur hann aldrei aftur?« Spurði Jón
Bjarnason.
»Ekki á meðan verið er að koma nýja
siðnum hér að«, sagði Marteinn biskup.
»Já, já, þá mun líka af skiftum hans af
Suðurstiftinu lokið«, sagði prestur.
»Það skulum vér vona, prestur minn. Eg
tjáði sjálfur konungi, í hverjum vanda að
prestar og almúginn á íslandi væri staddur,
þeir er hans hoðum vildu fylgja. Og eg hef
nú meðferðis bréf konungs, sem á að Iesa
upp í lögrétlunni, þess efnis, að konungur
gerir Jón biskup Arason útlægan og rétttæk-
an, livar sem liann næst fyrir yfirgang lians
og ólilýðni við sig, svo skrifaði hann Daða
mági mínum í Snóksdal um að handlaka
Jón biskup og syni hans báða, er með lion-
um hali verið að ofsóknum hans, það bréf
verður líka sennilega lesið upp í lögréttunni,