Draupnir - 01.05.1908, Page 133
DKAUPNJK
969
»Takið þér þorparana í umboði kon-
ungs vors! Eg segi þá útlæga og réttilega
fangaða landráðamenn, takið þá! Ari þessi,
sem nú ætlar að gerast lögmaður, heflr ekki
goldið knuongi skatt af sýslu sinni, og — og«.
Hann ætlaði að segja margt íleira, en
rétt í því kom skattur þessi í þungum silf-
urpeningum í hendingskasti á nasirnar á
lionum og þessi orð með: Éttu hann!«
Hirðstjóra iá við óviti, en menn lians
stungu beltislinífum sinum, sem þeir liöfðu
tekið upp er kífið byrjaði, aftur i skeiðarnar.
Hirðstjórinn raknaði samt fljótt við aftur og
horfði i kring um sig. En er hann kom
auga á herflokkana að norðan, rétt fyrir
ofan lögréttuna, og liorfði jafnframt framan í
manníjöldann, sem stóð í kring, og hann sá
ánægjubros leika á vörum mikils meiri hlut-
ans, reikaði hann út úr lögréttunni og lil
tjalda sinna og menn hans á eftir honum, og
er hann úr þingsögu þessari.
Eftir þetta setlist Jón biskup sjálfur í
dómarasætið og dæmdi mál manna eftir ís-
lenzkum lögum, lögréttumenn samþyktu og
lögmaðurinn, Ari, samþykti gerningana. Um
kvöldið, er menn gengu til búða, mælti
]>iskup vísu þessa fyrir munni sér: