Draupnir - 01.05.1908, Page 146
982
DRAUPNIR.
sjálfsagt ekki eftir þeim öllum, en um þessa
veit eg: Ólaf prest Hjaltason, fornvin vorn,
Lárus Múla hirðstjóra og Gísla prest Jónsson,
og svo marga fleiri, er minna kveður að.
Það er vert að minnast þess nú, þegar eg er
búinn að fastráða við mig, að láta skríða til
skarar á milli okkar Daða Guðmundssonar.
Hann er settur mér til höfuðs, svo annar-
hvor okkar verður að yfirstiga hinn«.
Svo vék hann sér að Ara syni sinum
með þessa spurningu:
»Er ekki Marteinn í góðu skapi síðan
hann kom að sunnan, og mun hann nú vera
jafn ófáanlegur til að takast prestskap á
hendur í vorum sið, og hann var síðast.
Annaðhvort í Múla eða Laufási?«
»All-óviljugur mun hann enn þá vera til
þess«.
»Jæja þá«, anzaði biskup. »Svo liöfum
vér nú um annað að hugsa, því eg ætla hráð-
lega, eða um Mikjálsmessu-leytið, að lieim-
sækja Daða með 90 menn«.
»Níutíu menn!« tók Ari forviða upp eftir
honum. »Það er enginn mannaíli á móti
þcim íjanda, — alls enginn!«
»Vér getum aukið lið vort á Suðurlandi«,
sagði biskup, »af því að svo margir hafa
þar snúist til vorrar trúar, og eg hefi sent
Borgfirðingum boð um fyrirætlun mína«.