Draupnir - 01.05.1908, Page 147
DKAUPNIK
983
Helga Sigurðardótlir heyrði á mál þeirra
dróg úr förinni og sagði á meðal annars,
að biskup mundi enga hamingju sækja þang-
að vestur að því sinni. Biskup lét sem hann
heyrði það ekki og fór sínu fram, Eftir
ýinsar ráðsályktanir varð það úr, að þeir
l'eðgar lögðu af stað í för þessa. Biskup vildi
fá Hvammsdómi sínum fullnægt, og Ari vildi
leiða til lykta þrætuna um Sauðafellið. Og
svo fóru þeir af stað.
»Sé eg rétt, lnisfreyja, ertu að gráta?«
sagði Þorsteinn prestur Gunnason við Helgu
Sigurðardóttur, tveim sólarhringum eftir hurt-
för þeirra feðga.
»Jú, Þorsteinn, þú sér rétt. Mér falla
nú illa draumar mínir. Og láttu mig sjá,
að þú sendir einlivern Irúan mann á eftir
þeim, vel ríðandi, sein verði skjótur hingað
aftur, ef þeir þurfa á meira liði að halda,
því að Jón biskup hefir aldrei búið sigjafn-
óvarúðarlega út í nokkra ferð«.
»Þá fer hverjum ai'tur er honum
er fullfarið fram«, mælti prestur, en gerði
það sem hún bað liann um.
Þeir biskup riðu vestur í Dali eins og
til stóð, og heim að Sauðafelli. En það er
inælt, að biskup liali ætlað sér að fára fram
bjá þeirri jörð Daða og heim á einhverja
63*