Draupnir - 01.05.1908, Page 150
986
DRAOTNIR.
sveina, og sömuleiðis var Marteinn biskup
boðinn, sem þá daldi í Múla í gæzlu Sigurð-
ar próíasts, með þvi að örstutt er í milii
þeirra bæja, en Jón biskup hafði meðgjörð
með þá jörð.
Veizla brúðhjónanna, Þorgríms Oddsson-
ar í Haga og Þórunnar, fóf prj7ðilega fram
og skemtu menn sér þar hið bezta, og er
henni var lokið, sneru mcnn aftur iieiinleið-
is. Þórunn á Grund bitti þar fornvin sinn,
Þorstein Guðmundsson. Sigurður prófastur
var ekki jafn-andvígur ráðahag þeirra og
faðir hans og bræður, og reið hann þess
vegna stundum á fund lians er hann kom
að vestan, sem hann gerði þráfaldlega. Hann
fagnaði Þórunni Iiið hezta og reið á leið með
henni. Þau riðu fremst i flokki á stað, bæði
á úrvals-gripum, og áttu þess vegna ekkerl
bágl með að þeysa fram úr samferðafólkinu
og það gerðu þau.
»Við skulum nú lofa hestunum að blása«,
sagði Þórunn, »og lofa svo samferðafólkinu
fram bjá okkur, og fá okkur þá jafngóðan
sprett til að ná því«.
»Eins og þér þóknast, ástin min«, sagði
Þorsteinn.
»Nei«, tók hún sig þá á. »Við skulum
lieldur ríða heim að Einai’sstöðuin og biða
þar«, og það gerðu þau.