Draupnir - 01.05.1908, Page 152
988
DKAUPNIR
þaðan hefðu þeir feðgar verið dregnir, gegn-
um rauf er gerð var að kórbaki, og hefði
biskup þá verið skrýddur og haldið á helg-
uðu bandi i annari hendinni, en Maríubílæti
i liinni. Og hefði sá er dróg biskup upp,
slegið liann um leið — er hann spyntist í
móti — svo mikið högg í andlitið, að tvær
tennur hefðu lirokkið úr lionum. Við þessa
fregn var sem högl hrytu af augum Þórunar.
»En hvað er um Ara?« spurði liún.
»Hann varðist eins og hetja, að sögn þó
hann fengi stórt sár á hökuna, og hefði hann
þá sagt: »Það hefir lengi verið mark mitt
sýll«.
Þórunn glotti við og sagði: »En Björn?«
»Hann fékk skot í handlegginn, lagðist
hann þá niður, og var lagður j'fir hann þófi«.
»Og veslings barnið —!« Síðan sneri hún
sér að Þorsteini og bað hann að sjá um, að
sendimanninum væri fengnir óþreyttir hestar
og hann héldi undir eins þangað, sem hann
átti að fara, með bréf frá Helgu móðir þeirra,
til Sigurðar prófasts. Seltist hún þá niður
og ritaði bróður sinum nokkurar línur í við-
bót við það er móðir hennar hafði skrifað
honum og bað hann ekki svo injög að trúa
fréttinni, en óskaði aðliann legðiekki eina stund
undirliöfuð sér að safna talsverðu liði og freista
hvort hann mætti ekki bjarga þeim feðgum því