Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Síða 10

Iðnneminn - 01.09.1949, Síða 10
Sá hlekkur mun reynast traustur fimm ára afmæli samtakanna er höfuðkrafan, sem í árdögum var borin fram um endurbætta iðnnámslöggjöf, að verða að veruleika. Nú um þesar mundir eru hin nýju lög um iðnfræðslu, sem samin voru og flutt á Al- þingi fyrir frumkvæði Emils Jónssonar iðnaðarmálaráðherra að koma til framkvæmda. Með samþykkt þesara laga hefur Iðnnemasambandið hlotið verð- skuldaða viðurkenningu sem málsvari iðnaðaræskunnar. Því að í veigamiklum atriðum eru lögin mótuð samkvæmt kröf- um iðnnemanna sjálfra, sem þeir hafa komið á framfæri í gegnum samtök sín. Ég hygg, að iðnaðaræskan hefði vart getað kosið samtökum sínum betri gjöf á þessum merku tíma- mótum. Iðnnemasamband íslands er enn ungt að árum, en það er ríkt af reynslu, sem mun verða því dýrmæt í áframhaldandi starfi sínu fyrir þá æsku, sem leggur á braut iðnnámsins. Með starfsemi sinni um fimm ára skeið hefur I.N.S.Í- staðfest, að það er orðið ráðandi afl, sem ekki verður fram hjá gengið. Sú staðreynd mun í senn verða þeim, er brautina ruddu, til ó- blandinnar ánægju, og hinum, sem á eftir koma, hvöt til áfram haldandi starfs fyrir bættum kjörum iðnaðaræskunnar og stóraukinni iðnfræðslu í land- inu. Það eru þau sjónarmið, sem ríkjandi voru hjá 20 fulltrúum iðnnemasamtakanna á fundi í Góðtemplarahúsinu i septemb- Allt frá því að fyrstu samtök verkalýðsins urðu til og fram til þessa dags, hafa meðlimir þeirra orðið að berjast harðvítugri bar- áttu fyrir rétti sínum, þeim rétti, að fá að lifa mannsæm- andi lífi til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins. Fá að vinna og njóta þeirra verðmæta, er þeir skópu með eigin starfsorku. Skref fyrir skref hafa þeir Magnús J. Jóhannsson ermánuði 1944, og það er von mín að eftir þessum kjörorðum auðnist iðnnemasamtökunum að starfa um ókomin ár. Þá þarf engu að kvíða um framtíð íslenzkrar iðnaðaræsku. Óskar Hallgrímsson. orðið að sækja fram í blindhríð þeirra gjörningaveðra, sem mögnuð hafa verið hverju sinni af mönnum, er hafa andstæðra hagsmuna að gæta, mönnum, sem græða á því að kaupa starfsorku hins vinnandi fólks lágu verði. Oft hefir leiðin sózt þung- lega. Margir hafa blindast í hríðinni. Sumir tryllzt af undr- um þeim, er þeir mættu á leið sinni, aðrir steinrunnið eða þá snúið til baka vegna þess, að þá skorti vilja og vit til að horfast í augu við raunveruleikann og staðreyndirnar. Þá skorti djörf- ung og dug, þrek og þor til að ryðja í burtu þeim hindrunum, sem á vegi þeirra urðu. Örfáir hafa látið böðla verka- lýðsins smokka snörunni um háls hagsmuna sinna, án þess að mögla. Já, jafnvel kysst á hendur böðulsins að afloknu verki- Slíkir menn hafa aldrei séð morgungeisla vorsólarinnar vekja blómin í framtíðarlandi verkalýðsins. Hjá þeim ríkir eilíf skammdegisnótt ótta og þý- lyndis. En þrátt fyrir þá fáu, er hafa og munu týnast úr baráttu- sveitum verkalýðsins, heldur hann áfram för sinni markvisst og öruggt unz markinu er náð. Verkalýður heimsins sækir alls staðar að sama marki, og hann 4 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.