Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 2
2 17. október 2009 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Ég hef aldrei kynnst öðru eins ástandi,“ segir Dagrún Ársælsdóttir, leikskóla- stjóri í leikskólanum Vinagerði í Reykjavík. Svínaflensan hefur herjað á börn og starfsmenn í leikskólan- um svo um munar. Í honum eru 62 börn og í gær mættu 18 börn. Þá voru fimm starfsmenn af fimmt- án veikir. „Það eru tvær flensur í gangi,“ segir Dagrún enn fremur. „Það er haustflensan og svínaflensan. Þetta er rosalega smitandi. Maður hefur ekki kynnst því á þrjátíu ára ferli að þetta gangi svona jafnt yfir skólann. Stundum hefur megnið af yngstu börnunum veikst en nú er þetta allur leikskólinn. Á elstu deildinni er 31 barn en í dag eru fjögur þeirra mætt.“ Dagrún segir svínaflensu hafa verið staðfesta bæði í hópi barna og starfsmanna. Brýnt sé að for- eldrar fari ekki of snemma af stað með börnin eftir veikindin. Þá sé hætta á að þau fái lungnabólgu. „Veikindin hafa varað í um það bil viku, svo ég vona nú að börnin fari að skila sér,“ segir Dagrún. „Það er hundleiðinlegt að vera í barnlausum leikskóla.“ Ólöf Ingimundardóttir, aðstoð- arskólastjóri í Fellaskóla, segir ástandið í skólanum nokkuð gott. Örfáir nemendur hafi greinst með svínaflensu en þar sé enginn far- aldur enn sem komið sé. Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hamraskóla, segir að fella hafi þurft niður kennslu í efri bekkjum skólans vegna veikinda kennara. „Við látum litlu börnin að sjálf- sögðu ganga fyrir,“ segir hún. Á heimasíðu skólans segir að mikil veikindi séu meðal nemenda og starfsmanna hans um þessar mundir. Nokkuð hafi borið á því að foreldrar hafi ekki náð sam- bandi við skrifstofu skólans til að tilkynna forföll, vegna álags á sím- kerfið. Útlit sé fyrir að halda þurfi áfram að fella niður kennslu í efri bekkjunum um sinn. Í tilkynningu sem menntamála- ráðuneytið sendi frá sér í gær segir að nemendur í framhalds- skólum þurfi tímabundið ekki að skila veikindavottorðum. Sótt- varnalæknir höfuðborgarsvæðis- ins beinir þeim tilmælum til Sam- taka atvinnulífsins að vegna álags á heilsugæslustöðvar séu atvinnu- rekendur beðnir um að leita ann- arra leiða til að staðfesta veikindi. jss@frettabladid.is VINAGERÐI Fimm starfsmenn af fimmtán voru veikir í leikskólanum Vinagerði í gær. Hef aldrei kynnst öðru eins ástandi Svínaflensan kemur misjafnlega hart niður í leikskólum og grunnskólum í borginni. Í leikskólanum Vinagerði í Reykjavík vantaði 44 börn. Í Hamraskóla hefur orðið að fella niður kennslu í eldri bekkjum vegna veikinda starfsmanna. LÖGREGLUMÁL Grunur lögreglunn- ar á Suðurnesjum um að litháíska konan sem kom til landsins um síð- ustu helgi sé fórnarlamb mansals hefur styrkst, að sögn Öldu Hrann- ar Jóhannsdóttur, staðgengils lög- reglustjórans á Suðurnesjum. Þrír karlmenn sem handteknir voru í tengslum við komu konunnar hingað til lands skulu sæta áfram- haldandi gæsluvarðhaldi til næsta miðvikudags, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í gær. Lögreglan ræddi við konuna í gær. Í ljós hefur komið að hún heit- ir öðru nafni en hún gaf upp við komuna hingað til lands. Jafnframt að hún var með fölsuð skilríki. Hún telur sig hafa komið hingað til að vinna við eitthvað sem landar hennar hafi verið búnir að útvega henni. Þeir hafi ætlað að taka á móti henni í flugstöðinni. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins virðist konan ekki hafa hug- mynd um hvað hún átti að starfa við hér á landi. Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því að upplýsa hver konan er auk mansalsþáttar- ins. Sjálf kveðst hún vera frá Lithá- en. Henni hefur verið komið fyrir í góðu og öruggu húsnæði að sögn Gunnars Schram, yfirlögreglu- þjóns á Suðurnesjum. Lögregla telur fullvíst að fjórði maðurinn sem talinn er tengjast málinu, Vitalius Gejer, hafi farið af landi brott í síðustu viku. - jss RANGT NAFN Konan heitir ekki því nafni sem var á skilríkjum hennar. Þau eru fölsuð. Þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald: Grunur lögreglu um mansal styrkist Sjúklingum með svínaflensu fjölgar á hverjum degi á Landspít- alanum. Alls 25 einstaklingar lágu inni í gær, þar af fjórir á gjörgæslu. Í fyrradag voru sjúklingarnir 21. SJÚKLINGUM Á SPÍTALA FJÖLGAR Arna, verða ekki eintómir hnakkar þarna? „Ég veit ekki hvort þeir myndu ríða feitum hesti þaðan, því það verður ekki boðið upp á skinku.“ Hrossablót verður haldið í Hótel Varma- hlíð í kvöld. Arna Björg Bjarnadóttir er forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins. STJÓRNMÁL Framsóknarmenn telja, eins og málum er háttað, rétt að stjórnvöld óski með formlegum hætti eftir þúsund milljarða króna lánalínu frá Noregi. Af þeirri fjárhæð kunni að vera þörf fyrir að draga um þriðjung, það er fá rúmlega 300 milljarða að láni. Segja þeir margt vinnast með slíkri fyrirgreiðslu í stað efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Til dæmis losni Ísland úr þeirri pattstöðu sem ríki gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, Bretum og Hollendingum og vaxtabyrðin verði mun lægri. Framsóknarmenn kalla áætlun sína í þessum efnum Plan B og hafa þegar kynnt hana ýmsum norskum stjórnmálamönnum, líkt og frægt er orðið. Hafa þeir nú óskað eftir fundi með Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra til að fara yfir málið með henni. „Við ætlum að kynna þetta fyrir forsætisráðherra og leiðrétta ýmsan misskilning sem er í gangi,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsókn- ar. „Það var aldrei ætlun okkar að ræða þetta við alla aðra en forsætisráðherra og nú viljum við koma á betra talsambandi.“ - bþs Framsóknarmenn vilja bætt samskipti við forsætisráðherra og útskýra Plan B: Vilja þúsund milljarða lánalínu HLÝTT Á ÞINGRÆÐU Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á Akra- nesi tókst í gær að bera kennsl á lík sem fannst á Langasandi í fyrradag. Hinn látni var 25 ára gamall höfuborgarbúi. Ekki er grunur um að andlát mannsins hafi borið að með sak- næmum hætti, að sögn Viðars Stefánssonar hjá lögreglunni á Akranesi. Enn er þó óvíst hvort um sjálfsvíg eða slys var að ræða. Dánarorsök er einnig óljós. - sh Hinn látni 25 ára borgarbúi: Búið að bera kennsl á líkið LÖGREGLUMÁL Banaslys varð á Haukadalsheiði í gær, þegar erlendur ferðamaður kastað- ist af fjórhjóli og lést af sárum sínum. Ferðamaðurinn, karl- maður á sextugsaldri, var far- þegi á hjólinu. Ökumaður þess meiddist lítillega og var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsið á Sel- fossi. Um tuttugu manna hópur erlendra ferðamanna var í fjór- hjólaferð á heiðinni þegar slysið varð. Tekin var skýrsla af þeim og þeim boðin áfallahjálp. Ekki er unnt að greina frá nafni eða þjóðerni hins látna að svo stöddu. - sh Banaslys á Haukadalsheiði: Kastaðist af fjórhjóli og lést VIÐSKIPTI Bank of America, umsvifamesti viðskiptabanki Bandaríkjanna, tapaði einum milljarði dala, jafnvirði 124 millj- arða króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um tæplega 1,2 milljarða dala. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem bankinn skilar tapi þrátt fyrir 32 prósenta tekjuaukningu. Afkoman er talsvert undir vænt- ingum. Bloomberg-fréttaveitan segir bankann eiga erfitt með að fóta sig eftir yfirtöku á tveimur fjármála- fyrirtækjum sem stóðu höllum fæti í fjármálahruninu fyrir rúmu ári. - jab Erfitt að fóta sig eftir hrunið: Stærsti bank- inn skilar tapi BEÐIÐ VIÐ ÚTIBÚ Stærsti banki Banda- ríkjanna skilaði mun verra uppgjöri en menn bjuggust við. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Gestir Rauða kross- hússins tóku fagnandi á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann kynnti sér starfsem- ina í Borgartúni 25 í Reykjavík um miðjan dag í gær. Forsetinn fór á milli starfs- stöðva, ræddi við starfsfólk og gesti sem nýta sér þjónustu Rauða krossins. Meðal annars gerði hann stans hjá prjónahópi og hjá aðstandendum hláturjóganám- skeiðs. Rauða kross-húsið býður upp á ókeypis námskeið og stuðning, en þar er þjónustumiðstöð þar sem einstaklingar og fjölskyldur geta leitað eftir stuðningi til að takast á við breyttar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Að sögn starfs- fólks sækja um 50 manns Rauða kross-húsið á degi hverjum. - óká Í RAUÐAKROSSHÚSINU „Ertu að skoða Facebook?“ spurði Ólafur Ragnar Gríms- son forseti Íslands gest Rauðakrosshússins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Forsetinn í Rauða kross-húsi: Tóku vel á móti Ólafi Ragnari LÖGREGLUMÁL Þrír menn, tveir full- orðnir og ungur piltur, voru fluttir á slysadeild um kvöldmatarleytið í gær eftir að bíll þeirra fór út af veginum á Reykjanesbraut, vestan við álver Alcan. Mjög hvasst var á veginum þegar slysið varð. Klippa þurfti mennina úr bíln- um, en varðstjóri lögreglu taldi að meiðsl þeirra hefðu ekki verið mjög alvarleg. - sh Bílslys á Reykjanesbraut: Þrír fluttir á spítala eftir slys FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.