Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 8
8 17. október 2009 LAUGARDAGUR Meðallestur á dagblöðum Lesa bæði blöðin 34,8% Lesa bara Morgunblaðið 8,0% Lesa bara Fréttablaðið 57,2% Samkvæmt nýjustu lestrarkönnun lesa 144 þúsund, á aldrinum 12 til 80 ára, Fréttablaðið á hverjum degi sem er rúmlega fimmtíu þúsundum fleiri en lesa Morgunblaðið. VIÐSKIPTI Vísbendingar eru um að auglýsingamarkaðurinn hafi í heild dregist saman um þriðj- ung frá því í fyrra. Að sögn Ara Edwald, forstjóra 365, hljómar sú tala nærri lagi fyrir félag- ið, en það gefur meðal annars út Fréttablaðið og rekur Stöð 2 og Bylgjuna. „Í krónum sýnist mér sam- drátturinn verða 30 til 35 prósent en raunlækkun meiri sem nemur verðbólgu. Það hefur verið erf- itt að laga reksturinn að þessum samdrætti og erfiðast í blaðaút- gáfunni þar sem kostnaðarþróun á pappír hefur verið óhagstæð ofan á allt annað.“ Ari bendir á að heilu sviðin, á borð við fjármálageirann og bílaumboðin, hafi nánast horfið af markaðnum eins og staðan er núna. „Þessir aðilar voru meðal helstu auglýsenda og minnkandi umsvif þeirra hafa haft verulega mikið að segja.“ Að sögn Ara er engin fyrir- tækjasamsteypa með meira en átta prósent af auglýsingunum í Fréttablaðinu í dálksentrimetrum talið það sem af er árinu 2009. Ari tekur fram að þetta hlutfall sé enn lægra þegar miðað er við tekjur en ekki dálksentimetra, þar sem stærstu auglýsendurn- ir noti mest af heilum síðum og opnum, sem eru hlutfallslega ódýrari en minni auglýsingar. „Ég fullyrði að rekstur Frétta- blaðsins er ekki háður neinum einum auglýsanda eða fyrir- tækjasamsteypu. Auglýsandahóp- urinn er miklu breiðari og sterk- ari en það, enda er Fréttablaðið langsterkasti prentmiðill lands- ins og með Evróvisjón-dekkun á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi.“ Spurður um hvernig landslag- ið sé almennt í þessum efnum á dagblaðamarkaðnum segir Ari að eftir því sem hann komist næst sé stærsti auglýsandinn í Morg- unblaðinu það sem af er 2009 með svipað hlutfall af dálksentrimetr- um og sá stærsti hjá Fréttablað- inu, jafnvel heldur hærra ef eitt- hvað er. Skiptingin milli Fréttablaðs- 1 Með hvaða liði ætlar Arnar Gunnlaugsson að leika næsta sumar? 2 Hvað fær Framsóknarflokk- urinn marga þingmenn í nýrri könnun Fréttablaðsins? 3 Hver er vinsælasti karakt- erinn í eftirhermukeppninni Laddanum á Rás 2? SVÖR Á BLAÐSÍÐU 66 DÓMSMÁL Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir fjölmörg brot, ýmist saman eða hver í sínu lagi. Saman stálu þeir til dæmis hraðbanka sem innihélt 2,2 milljónir króna. Þeir brutu bankann upp síðar sama dag og skiptu þýfinu á milli sín. Mennirnir, sem eru allir af erlendum uppruna, stálu hraðbank- anum aðfaranótt sunnudagsins 1. febrúar. Hann var í anddyri versl- unarmiðstöðvar að Sunnumörk 1 í Hveragerði. Nokkru síðar reyndi einn mann- anna að brjóta upp hraðbanka Landsbankans að Dalvegi 2 í Kópavogi. Sá hinn sami er einnig ákærður fyrir fjölmörg umferðar- lagabrot. Í öllum tilvikum var um hraðakstur að ræða. Þá eru mennirnir ákærðir fyrir fleiri þjófnaðarbrot af ýmsu tagi. Þeim er gefið að sök að hafa stolið verkfærum og vettlingum úr BYKO fyrir á annað hundrað þúsund og íþróttagalla í Útilífi. Vátryggingafélag Íslands krefst þess að mennirnir greiði skaðabæt- ur að upphæð 2.313 milljónir króna. Tvær aðrar skaðabótakröfur eru gerðar á hendur þeim, að upphæð 83 þúsund og 202 þúsund. - jss LANDSBANKINN Einn mannanna reyndi að brjóta upp hraðbanka Landsbankans. Fjórir menn ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað: Stálu hraðbanka og deildu þýfinu PAKISTAN, AP Þrír sjálfsvígs- árásarmenn réðust vopnaðir sprengjum á lögreglustöð í Pesha- war í Pakistan í gær, daginn eftir að sprengjuárásir voru gerðar á fjórar lögreglustöðvar í landinu. Árásin kostaði þrettán manns lífið. Peshawar er stærsta borgin í norðvesturhluta landsins, þar sem talibanar og aðrir uppreisn- arhópar hafa látið til sín taka undanfarið. Alls hafa meira en 150 manns farist í sprengjuárás- um í Pakistan síðustu tólf daga. Pakistanski herinn gerði í gær harðar loftárásir á stöðvar tali- bana í Suður-Waziristan og segist hafa fellt þar tugi manna. - gb Fleiri sprengjuárásir í Pakistan: Árás á lögreglu- stöð í Peshawar SÆRÐUR MAÐUR BORINN BURT Árás á lögreglustöð í Peshawar kostaði þrettán manns lífið. NORDICPHOTOS/AFP Enginn auglýsandi stærri en átta prósent í Fréttablaðinu Auglýsingamarkaðurinn hefur dregist saman um þriðjung frá því í fyrra. Rekstur Fréttablaðsins er ekki háður neinum einum auglýsanda eða fyrirtækjasamsteypu, segir Ari Edwald, forstjóri 365. STJÓRNMÁL „VG tapar furðulega litlu fylgi miðað við þau vandræði sem flokkurinn hefur verið í,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, um könn- un Fréttablaðsins á fylgi flokkanna sem birt var í gær. „Steingrímur J. Sigfússon hefur komið sterkur út úr stjórnarsamstarfinu og virðist njóta virðingar utan VG. Það er ágiskun mín að flokkurinn njóti þess.“ Miðað við niðurstöður kosn- inganna í apríl tapar VG tveimur þingmönnum, Hreyfingin og Borg- arahreyfingin ná ekki kjöri, Sjálf- stæðisflokkurinn bætir við sig sex og Samfylking og Framsókn standa í stað. Gunnar Helgi segir fylgi Sam- fylkingarinnar athyglisvert í ljósi þess að flokkurinn er í forystu rík- isstjórnar í erfiðum aðgerðum. „Samfylkingarfólk hlýtur að telja þetta nokkuð viðunandi,“ segir hann. Fylgi við Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna mælist svo til ekkert. „Þetta er hrunið eins og búast mátti við,“ segir Gunnar Helgi. Sama hafi gerst hjá Frjálslynda flokknum sem hífði upp fylgið á ný með útspili í innflytjendamálum. „Ef Borgara- hreyfingin eða Hreyfingin fara í einhvern slíkan afkima getur fylg- ið kannski vaxið aftur.“ Hann segir fylgið við Sjálfstæðis- flokkinn nokkuð hátt, sem þó sé ekki óeðlilegt í ljósi þess að hann eigi í höggi við ríkisstjórn sem standi í erfiðum aðgerðum. Framsókn vinni hins vegar ekki á þrátt fyrir harða stjórnarandstöðu. - bþs Gunnar Helgi Kristinsson: Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins eðlileg VG tapar furðulitlu miðað við vandræði „Þetta er ósköp skiljanlegt og ég get vel sett mig í spor ringlaðra kjósenda því það hefur gengið mikið á hjá okkur sem fólk botnar ekkert í,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. „Við erum áhlaupsframboð,“ segir hún „og skoðanakannanir skipta okkur minna máli en flokka með 90 ára sögu.“ Margrét býst við að landið rísi á ný því Hreyfingin hafi mörg góð mál í fartesk- inu og ætli að láta til sín taka á næstunni. „Það mátti búast við þessu því umræðan hefur verið ofboðslega neikvæð eftir landsfundinn og klofninginn þegar þingmennirnir sendu kjósendum sínum fingurinn,“ segir Valgeir Skagfjörð, formaður Borgarahreyfingarinnar. Ekki standi til að hætta og gefast upp. „En við verðum kannski ekki stjórn- málaflokkur áfram heldur frekar þverpólitísk hreyfing sem styður menn til góðra verka og hefur áhrif á umræðuna.“ MARGRÉT OG VALGEIR: VIÐBÚIÐ FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM ins og Morgunblaðins á birtum dálksentimetrum á árinu er 61 prósent á móti 39 prósent, Frétta- blaðinu í vil. Ari bendir jafnframt á að ítar- legar upplýsingar um auglýsing- ar, sem birtast í dagblöðum, sé meðal annars hægt að nálgast hjá CreditInfo Fjölmiðlavaktinni, ef menn kæra sig um. HEIMILD: BLAÐAKÖNNUN CAPACENT MAÍ - JÚL 2009 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.