Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 20
17. október 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Sóley Tómasdóttir skrifar um
mansal
Mál litháísku konunnar sem hvarf um skeið í vik-
unni hefur loksins vakið fólk til
umhugsunar um eðli og umfang
mansals hér á landi. Málið er
til marks um alvarleika þess
vandamáls sem mansal er og
mikilvægi þess að hér sé vand-
aður og vel skilgreindur viðbún-
aður til staðar.
Fórnarlömb mansals hafa
enga ástæðu til að treysta fólki.
Einstaklingar og hið opinbera
hafa brugðist þeim og allar
bjargir virðast vera bannaðar.
Þetta er þekkt meðal sérfræð-
inga í málaflokknum eins og er
vandlega lýst í greinargerð með
aðgerðaráætlun ríkisstjórnar-
innar gegn mansali.
Í áætluninni er vandanum
lýst, hann viðurkenndur og
kveðið á um 25 aðgerðir af hálfu
stjórnvalda. Meðal annars þarf
að gera ráð fyrir fórnarlömbum
mansals í lögum og veita þarf
sérstakan umþóttunartíma á
meðan hið opinbera ávinnur
sér traust þeirra til að geta veitt
nauðsynlega aðstoð.
Sérstakt neyðarteymi þarf
að vera til staðar, fræða þarf
starfsfólk lögreglu, heilbrigð-
iskerfis og félagsþjónustu um
mansal og grípa þarf til aðgerða
sem sporna gegn eftirspurn
eftir klámi og vændi.
Enn heyrast efasemdaradd-
ir þegar mansal á Íslandi ber á
góma. Að hér hafi engir dómar
fallið, mansal
hafi því ekki
verið sannað
og við megum
ekki hrapa að
ályktunum.
Sérfræðing-
ur norsku lög-
reglunnar í
mansalsmál-
um sagði hér
á landi síð-
astliðinn vetur að nóg væri að
spyrja tveggja spurninga:
1. Er eftirspurn eftir vændi á
landinu?
2. Eru vísbendingar um að
alþjóðleg glæpastarfsemi teygi
anga sína til landsins?
Ef svarið er já má ætla að
mansal þrífist hér á landi. Sér-
fræðingar eru einnig sammála
um að samfélagið verði aðeins
vart við örlítið brot þeirra mála
sem í gangi eru eins og í öðrum
kynferðisafbrotamálum.
Það er ekki hægt að skilja
milli kláms, vændis og man-
sals. Því er mikilvægast af
öllu að eftirspurnin verði upp-
rætt. Ástæðan fyrir mansali er
jú viðskiptavinirnir. Ef engir
væru kaupendurnir væri man-
sal ekki þriðja umfangsmesta
glæpastarfsemi heims.
Ég brýni því íslensk stjórn-
völd til að taka á hinum stóra
sínum og innleiða aðgerðaráætl-
unina með öllu. Um leið brýni
ég kaupendur kláms og vænd-
is til að láta af þeirri iðju sinni.
Líf og hagur kvenna og barna
er í húfi.
Höfundur er borgarfulltrúi.
SÓLEY
TÓMASDÓTTIR
Upprætum mansal
UMRÆÐAN
Gústaf Adolf skrifar um stór-
iðju
Við sem störfum í íslenska orkugeiranum búum í tví-
skiptri veröld þegar kemur að
umræðum um umhverfismál. Á
erlendri grundu snýst umhverf-
isumræðan gjarnan um loftslags-
mál jarðar og mikilvægi þess að
draga – hnattrænt – úr notkun
jarðefnaeldsneytis á borð við olíu
og kol. Ræddar eru leiðir til að
auka hlut endurnýjanlegra orku-
gjafa á borð við vatnsafl, vind-
orku og jarðvarma. Íslendingar
eru venjulega í mjög sérstakri
stöðu á slíkum fundum, okkar
staða er algjörlega einstök, við
erum „græna“ fólkið á svæðinu og
rúmlega það. Hér er hlutur end-
urnýjanlegra orkugjafa um 80%
á meðan t.d. Evrópusambandið
hefur sett sér markmið um að ná
20% hlutfalli árið 2020. Hér eru
rafmagn og hiti græn orka. Flest
Evrópulönd hafa raunar þegar
virkjað miklum mun hærra hlut-
fall af sínu vatnsafli en við höfum
gert. Dæmi eru Noregur, Sviss
og Austurríki, þar sem náttúru-
fegurð er mikil líkt og hérlendis.
Færri ríki hafa hins vegar mik-
inn aðgang að jarðvarma líkt og
við, en hann er þó mikið nýttur
t.d. í Toscana-
héraði á Ítalíu.
Hér á Íslandi
snýst umhverf-
isumræðan iðu-
lega líka um
nýtingu end-
urnýjanlegra
orkugjafa, en
á þveröfug-
um forsendum.
Sum okkar sem
starfa í orkugeiranum sóttu t.d.
umhverfisþing á dögunum. Þar
voru flutt ýmis fróðleg erindi,
ráðuneytið kynnti vandaða skýrslu
og margt jákvætt um þingið að
segja. En á þinginu fundu marg-
ir hjá sér þörf fyrir að gera grín
að íslenskum orkufyrirtækjum og
jafnvel ausa yfir þau skömmum.
Hópur fólks hló og klappaði þegar
orkufyrirtækin fengu það óþveg-
ið eða hótfyndni var beint í þeirra
garð. Græna fólkið á erlend-
um umhverfisfundum er í hlut-
verki viðurkenndra skotmarka á
umhverfisfundum hérlendis. Og
umræðan skilar engu.
Formaður loftslagsnefnd-
ar Sameinuðu þjóðanna ávarp-
aði stóran fund hér á dögunum.
Hann hrósaði Íslendingum fyrir
forystu í baráttunni fyrir minni
losun gróðurhúsalofttegunda.
Þeir ættu miklar endurnýjanleg-
ar orkuauðlindir og skildu mik-
ilvægi þess að nota þær. Mörg-
um leið eins og þau væru á fundi
erlendis.
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samorku, samtaka
orku- og veitufyrirtækja.
„Græna“ fólkið og
skotmörkin
Græna fólkið á erlendum um-
hverfisfundum er í hlutverki
viðurkenndra skotmarka á
umhverfisfundum hérlendis.
GÚSTAF ADOLF
SKÚLASON
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
. Kanarí
Frá kr. 99.900
Frá kr. 99.900
Aðeins örfáar íbúðir
í boði!
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanarí-
eyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru
tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð
þar sem þú bókar flugsæti og gistingu og
fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar
þú gistir (stökktu tilboð með „öllu inniföldu”
jafnframt í boði). Einnig bjóðum við frábær
sértilboð á Parquemar og á hinu vinsæla
Jardin del Atlantico íbúðahóteli með „öllu
inniföldu“ á hreint ótrúlegum kjörum. Gríptu
tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla
áfangastað á hreint ótrúlegum kjörum.
Ath. verð getur hækkað án fyrirvara!
25. okt.
24. nóv.
Tryggðu þér sæti strax!
Frá kr. 149.900
– með „öllu inniföldu“
ÓTRÚLEG SÉRTILBOÐ!
NÝTT!
Jardin A
tlantico
með „ö
llu innifö
ldu“
Ný jólaferð!
14 nætur frá kr. 119.500
Tryggðu þér sæti strax!
Athygli borgarbúa er vakin á reglulegum viðtalstímum sviðsstjóra fagsviða
Reykjavíkurborgar auk þjónustustjóra, mannréttindastjóra og
framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðva Velferðarsviðs.
Vinsamlega pantið viðtal í síma
4 11 11 11
eða sendið tölvupóst á netfangið
upplysingar@reykjavik.is
Viðtalstímar stjórnenda
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
H
B
S
4
46
17
1
0.
09
Auglýsingasími
– Mest lesið