Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 20
 17. október 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Sóley Tómasdóttir skrifar um mansal Mál litháísku konunnar sem hvarf um skeið í vik- unni hefur loksins vakið fólk til umhugsunar um eðli og umfang mansals hér á landi. Málið er til marks um alvarleika þess vandamáls sem mansal er og mikilvægi þess að hér sé vand- aður og vel skilgreindur viðbún- aður til staðar. Fórnarlömb mansals hafa enga ástæðu til að treysta fólki. Einstaklingar og hið opinbera hafa brugðist þeim og allar bjargir virðast vera bannaðar. Þetta er þekkt meðal sérfræð- inga í málaflokknum eins og er vandlega lýst í greinargerð með aðgerðaráætlun ríkisstjórnar- innar gegn mansali. Í áætluninni er vandanum lýst, hann viðurkenndur og kveðið á um 25 aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Meðal annars þarf að gera ráð fyrir fórnarlömbum mansals í lögum og veita þarf sérstakan umþóttunartíma á meðan hið opinbera ávinnur sér traust þeirra til að geta veitt nauðsynlega aðstoð. Sérstakt neyðarteymi þarf að vera til staðar, fræða þarf starfsfólk lögreglu, heilbrigð- iskerfis og félagsþjónustu um mansal og grípa þarf til aðgerða sem sporna gegn eftirspurn eftir klámi og vændi. Enn heyrast efasemdaradd- ir þegar mansal á Íslandi ber á góma. Að hér hafi engir dómar fallið, mansal hafi því ekki verið sannað og við megum ekki hrapa að ályktunum. Sérfræðing- ur norsku lög- reglunnar í mansalsmál- um sagði hér á landi síð- astliðinn vetur að nóg væri að spyrja tveggja spurninga: 1. Er eftirspurn eftir vændi á landinu? 2. Eru vísbendingar um að alþjóðleg glæpastarfsemi teygi anga sína til landsins? Ef svarið er já má ætla að mansal þrífist hér á landi. Sér- fræðingar eru einnig sammála um að samfélagið verði aðeins vart við örlítið brot þeirra mála sem í gangi eru eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum. Það er ekki hægt að skilja milli kláms, vændis og man- sals. Því er mikilvægast af öllu að eftirspurnin verði upp- rætt. Ástæðan fyrir mansali er jú viðskiptavinirnir. Ef engir væru kaupendurnir væri man- sal ekki þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi heims. Ég brýni því íslensk stjórn- völd til að taka á hinum stóra sínum og innleiða aðgerðaráætl- unina með öllu. Um leið brýni ég kaupendur kláms og vænd- is til að láta af þeirri iðju sinni. Líf og hagur kvenna og barna er í húfi. Höfundur er borgarfulltrúi. SÓLEY TÓMASDÓTTIR Upprætum mansal UMRÆÐAN Gústaf Adolf skrifar um stór- iðju Við sem störfum í íslenska orkugeiranum búum í tví- skiptri veröld þegar kemur að umræðum um umhverfismál. Á erlendri grundu snýst umhverf- isumræðan gjarnan um loftslags- mál jarðar og mikilvægi þess að draga – hnattrænt – úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við olíu og kol. Ræddar eru leiðir til að auka hlut endurnýjanlegra orku- gjafa á borð við vatnsafl, vind- orku og jarðvarma. Íslendingar eru venjulega í mjög sérstakri stöðu á slíkum fundum, okkar staða er algjörlega einstök, við erum „græna“ fólkið á svæðinu og rúmlega það. Hér er hlutur end- urnýjanlegra orkugjafa um 80% á meðan t.d. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að ná 20% hlutfalli árið 2020. Hér eru rafmagn og hiti græn orka. Flest Evrópulönd hafa raunar þegar virkjað miklum mun hærra hlut- fall af sínu vatnsafli en við höfum gert. Dæmi eru Noregur, Sviss og Austurríki, þar sem náttúru- fegurð er mikil líkt og hérlendis. Færri ríki hafa hins vegar mik- inn aðgang að jarðvarma líkt og við, en hann er þó mikið nýttur t.d. í Toscana- héraði á Ítalíu. Hér á Íslandi snýst umhverf- isumræðan iðu- lega líka um nýtingu end- urnýjanlegra orkugjafa, en á þveröfug- um forsendum. Sum okkar sem starfa í orkugeiranum sóttu t.d. umhverfisþing á dögunum. Þar voru flutt ýmis fróðleg erindi, ráðuneytið kynnti vandaða skýrslu og margt jákvætt um þingið að segja. En á þinginu fundu marg- ir hjá sér þörf fyrir að gera grín að íslenskum orkufyrirtækjum og jafnvel ausa yfir þau skömmum. Hópur fólks hló og klappaði þegar orkufyrirtækin fengu það óþveg- ið eða hótfyndni var beint í þeirra garð. Græna fólkið á erlend- um umhverfisfundum er í hlut- verki viðurkenndra skotmarka á umhverfisfundum hérlendis. Og umræðan skilar engu. Formaður loftslagsnefnd- ar Sameinuðu þjóðanna ávarp- aði stóran fund hér á dögunum. Hann hrósaði Íslendingum fyrir forystu í baráttunni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir ættu miklar endurnýjanleg- ar orkuauðlindir og skildu mik- ilvægi þess að nota þær. Mörg- um leið eins og þau væru á fundi erlendis. Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. „Græna“ fólkið og skotmörkin Græna fólkið á erlendum um- hverfisfundum er í hlutverki viðurkenndra skotmarka á umhverfisfundum hérlendis. GÚSTAF ADOLF SKÚLASON B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Kanarí Frá kr. 99.900 Frá kr. 99.900 Aðeins örfáar íbúðir í boði! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanarí- eyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð þar sem þú bókar flugsæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir (stökktu tilboð með „öllu inniföldu” jafnframt í boði). Einnig bjóðum við frábær sértilboð á Parquemar og á hinu vinsæla Jardin del Atlantico íbúðahóteli með „öllu inniföldu“ á hreint ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á hreint ótrúlegum kjörum. Ath. verð getur hækkað án fyrirvara! 25. okt. 24. nóv. Tryggðu þér sæti strax! Frá kr. 149.900 – með „öllu inniföldu“ ÓTRÚLEG SÉRTILBOÐ! NÝTT! Jardin A tlantico með „ö llu innifö ldu“ Ný jólaferð! 14 nætur frá kr. 119.500 Tryggðu þér sæti strax! Athygli borgarbúa er vakin á reglulegum viðtalstímum sviðsstjóra fagsviða Reykjavíkurborgar auk þjónustustjóra, mannréttindastjóra og framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðva Velferðarsviðs. Vinsamlega pantið viðtal í síma 4 11 11 11 eða sendið tölvupóst á netfangið upplysingar@reykjavik.is Viðtalstímar stjórnenda ÍS L E N S K A S IA .I S H B S 4 46 17 1 0. 09 Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.