Fréttablaðið - 17.10.2009, Side 24

Fréttablaðið - 17.10.2009, Side 24
24 17. október 2009 LAUGARDAGUR Ég er hins vegar ekki tilbúinn til að kaupa mér frið í málinu gegn hvaða gjaldi sem er. S jálfstæðisflokkurinn kynnti efnahagstillögur sínar í vik- unni. Verði farið eftir þeim telur flokkurinn að hægt sé að bæta afkomu ríkissjóðs um 85 til 90 milljarða króna. Því sé hægt að ná fram án þess að leggja á nýja skatta eða hækka þá sem fyrir eru; Bjarni segir það enda uppskrift á enn lengri kreppu að hækka skatta ofan í niðurskurðinn. „Við teljum hættulegt að hækka skatta ofan í niðurskurðinn, það er hvergi ann- ars staðar gert. Nærtækast er að horfa til Bretlands, en þar er risastórt verkefni sem bíður stjórnvalda við að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum. Þar keppa flokkarnir um hylli kjósenda með niðurskurðartil- lögum, en hvorugur flokkanna talar um nýja skatta.“ Tekjutilfærsla Bjarni segist ekki gera ágreining við rík- isstjórnina um hve mikið þurfi að skera niður, flokkurinn hafi þó athugasemdir við hvernig það er gert. Þar sé lykilatriði að ná hámarkshagræðingu í ríkisrekstri og reyna að verja þjónustustigið. Hvað tekjuhliðina varðar skilji him- inn og haf stjórnina og Sjálfstæðisflokk- inn. En er hægt að loka fjárlagagatinu án nýrra skatta? Bjarni segir svo vera, hægt sé að sækja tekjur á annan hátt fyrir ríkissjóð. „Í fyrsta lagi er það þessi gamla saga, að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Það þarf einfaldlega að skapa ný tæki- færi, draga hingað heim nýja fjárfest- ingu og laga umhverfi fyrirtækjanna þannig að við björgum störfum og sköp- um ný. Í okkar huga er skynsamlegt að horfa til þeirra frestuðu skatttekna sem liggja í lífeyrissjóðskerfinu. Nýta þær tímabund- ið, eða eftir atvikum með kerfisbreyting- um á skattlagningu lífeyrissjóðstekna, til að brúa fjárlagahallann yfir erfiðasta tímabilið.“ Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í vor þær hugmyndir að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna. Þannig mætti færa til í tíma tekjur sem ríkið hvort eð er ætti eftir að fá. Bjarni segir sjálfstæðismenn strax hafa bent á kosti og galla þeirrar hugmyndar, en megin- atriðið hafi verið að sýna vilja og leita leiða til þess að forða atvinnulífi og heim- ilum frá nýjum sköttum og álögum. Þetta hafi verið góður valkostur sem skapaði umræðugrundvöll. Minna hefði þó farið fyrir umræðum af hálfu stjórnvalda. Ein af mögulegum leiðum sem flokkur- inn leggur nú til er að beita þessu aðeins á séreignarsparnað. „Þar á hið opinbera um það bil 100 milljarða í frestuðum skattgreiðslum. Ef menn myndu ákveða núna að vinda ofan af þeirri frestun og taka skatttekjurnar til sín strax, fengi ríkið 75 milljarða og sveitarfélögin 25. Þetta eru ekki nýjar tekjur, hér er verið að færa til í tíma hve- nær ríkið tekur til sín skattpeninga.“ Bjarni segist skynja minni mótbyr við tillögunum núna. Í millitíðinni hafi menn séð framan í þá skatta sem á að leggja á og betur áttað sig á því í hverju verkefn- ið er fólgið. „Allir myndu horfa til þess hvaða sjóði menn eiga til ráðstöfunar til vara við aðstæður eins og þessar, inni á hverju heimili, í hverju fyrirtæki og ég er viss um að aðrar þjóðir myndu einn- ig gera það. Ég er viss um að Norðmenn myndu skoða þá digru sjóði sem þeir hafa úr að spila áður en þeir myndu taka ákvörðun um nýja skatta, ef þeir þyrftu að loka fjárlagagati vegna tímabundins samdráttar í hagkerfinu.“ Endurskoða áætlun AGS Ríkisstjórnin vinnur eftir samkomu- lagi sem gert var við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn (AGS). Bjarni segir þá áætlun að nokkru leyti barns síns tíma og vill að hún sé endurskoðuð, enda hafi hún átt að vera til stöðugrar endurskoðunar. Bjarni telur til dæmis ekki þörf á þeim miklu lántökum sem gert er ráð fyrir. Hann segir þríþætta ástæðu fyrir því að koma sér upp stórum gjaldeyrisvaraforða. „Í fyrsta lagi er það til að skapa traust á áætlun stjórnvalda um efnahagslega endurreisn. Í öðru lagi er það til að við höfum fjármagn til að spila úr og standa í skilum með afborganir af erlendum lánum. Í þriðja lagi er þetta til að gera okkur kleift að aflétta gjaldeyrishöftum og styðja við krónuna. Í grunninn er þetta ekkert flókið Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í vikunni umfangsmiklar efnahagstillögur sínar. Kolbeinn Óttarsson Proppé settist niður með Bjarna Benediktssyni og kynnti sér hvernig formaðurinn telur best að koma landinu til bjargar. Bjarni segir stjórnarkreppu í landinu og flokkur hans muni ekki skera stjórnina úr Icesave-snörunni. Hann telur hægt að komast skjótt úr kreppunni. FORMAÐURINN Bjarni Benediktsson segir verkefni sitt að gera Sjálfstæðisflokkinn á ný leiðandi afl í íslenskum stjórn- málum. Hann kvartar yfir samráðsleysi stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Með okkar tillögum bendum við á aðra leið en sjóðssöfnun til að aflétta gjald- eyrishöftunum og teljum lánsþörfina að öðru leyti ofmetna. Vil viljum frekar að þrýstingnum sem er á krónunni sé aflétt með útgáfu ríkisskuldabréfa í stað þess- ara miklu lána. Þeir sem eiga kröfur á íslenskar krónur og vilja fara úr landi geti þá skipt þeim yfir í kröfur á íslenska ríkið á langtímaskuldabréfum. Auðvitað þarf að skapa hvata fyrir þá til að gera þetta og leiðin til þess er að lækka stýri- vexti myndarlega. Þar fyrir utan teljum við að fullmik- ið hafi verið lagt í þetta plan, sem er svo sem skiljanlegt. Á sínum tíma loguðu eldar um alla Evrópu og fjármálakerfi heimsins var í uppnámi. Þá hafði enginn trú á því að við Íslendingar gætum unnið okkur út úr þessu á næstunni. Í millitíðinni hefur komið í ljós að vöruskiptajöfnuður hefur verið jákvæð- ur í þrettán mánuði og búið er að leggja fram áætlanir um að ná ríkissjóði í jafn- vægi og skila afgangi innan fárra ára. Ef við gerum, til viðbótar við þetta, ráðstaf- anir til að laða að erlent fjármagn er ég ekki í vafa um að traustið á íslenska hag- kerfinu kemur hratt og örugglega.“ Ekki flókið verkefni Mikið hefur verið rætt um stöðugleika- sáttmálann og hvort hann sé í uppnámi. Bjarni segir sáttmálann mikilvægan þótt hann hafi verið neikvæður í garð hans í fyrstu. Stóri ókostur hans sé að aðilar vinnumarkaðarins hafi gefið ríkisstjórn- inni of mikið svigrúm til óljósra skatta- hækkana. „Mér leist illa á áformin um nýja skatta frá upphafi og áttaði mig ekki á því hvaða skattar þetta voru. Ég hef innt suma fulltrúa úr atvinnulífinu eftir því hvaða skattar það voru sem þeir höfðu í huga þegar sáttmálinn var gerður – vegna þess að það er gert ráð fyrir að afkomubati ríkissjóðs verði að hluta til fjármagnaður með nýjum sköttum – en fæ engin svör.“ Bjarni segir það stórkostleg afglöp rík- isstjórnarinnar ef sáttmálinn brestur og er ekki bjartsýnn á að hann haldi. Ríkis- stjórnin hafi beint kröftum sínum allt of víða. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi sett of mörg mál á dagskrá strax í vor. Ég held að í grunninn sé þetta ekkert flókið, þetta er tiltölulega einfalt verkefni; það þarf að loka fjárlagagatinu og koma efnahagslíf- inu aftur í gang. Það þýðir að það þarf að skapa sátt um hvar á að skera niður og ræða við alla hlutaðeigandi um hvernig við náum til baka tekjustraumi ríkisins. Ef mönnum tekst að gera þetta kemur allt hitt af sjálfu sér, þá losna menn við atvinnuleysið, þá eiga menn betur fyrir útgjöldum í velferðarkerfinu – bæði í heilbrigðis- og menntamálum, löggæslu- málum og hverju sem er. Ef menn klikka hins vegar á þessu grundvallaratriði verða erfiðleikarnir bara meiri og meiri með hverjum deginum sem líður. Mér finnst ríkisstjórnin hafa gert afskaplega lítið til að reyna að skapa sátt um þessi meginverkefni.“ Stjórnarkreppa Nú er ár liðið frá hruninu og Bjarni segir þann tíma vannýttan. Þau pólit- ísku átök sem einkennt hafi tímabilið hafi ekki verið til mikils gagns fyrir þjóðina. Skortur á samráði einkenni stjórnina, vel megi vera að slíkt ástand hafi verið við lýði áður, en eins og stað- an sé í dag kalli menn eftir meira sam- ráði. Sú krafa hefur heyrst að einfaldast sé að mynda þjóðstjórn, væru sjálfstæðis- menn til í það? „Ef sú staða kemur upp að kallað er eftir okkar kröftum til að taka þátt í landsstjórninni munum við að sjálfsögðu hlýða því kalli. Við erum hins vegar ekki hér á þinginu með okkar fremsta markmið að fella stjórnina; það er ekki þannig, jafnvel þótt stjórnin virðist á köflum hafa það sem sitt fremsta mark- mið að halda okkur frá völdum. Það er stjórnarkreppa í landinu og það er ekki vegna þess að stjórnarandstað- an hafi gengið svo hart fram gegn ríkis- stjórninni. Þetta eru meira eða minna allt innanmein, heimatilbúin vandræði.“ Bjarni segir sjálfstæðismenn ekki munu skera ríkisstjórnina niður úr Ice- save-snörunni. Ef stjórnin geti ekki klárað málið eigi hún bara að fara frá. Hvað það mál varði liggi það nokkuð ljóst fyrir. „Alþingi sagði í sumar: Gott og vel, við erum tilbúin til að verja sex prósent af hagvextinum á ári frá 2016 til 2024 til að leysa þetta mál. Það er okkar tilboð um lausn. Bretar og Hollendingar eru aug- ljóslega ósáttir við þetta, en ég tel þetta mjög vel boðið af okkar hálfu. Reyndar er þetta miklu meira en hægt er að ætl- ast til af okkur miðað við aðstæður, því okkur hefur verið neitað um réttinn til að fá úr þessu skorið. Sú umræða um að við verðum að losna við málið hljómar í mínum eyrum þannig að ríkisstjórnin standi sig ekki.“ En hvað gerist ef Icesave verður ekki samþykkt? „Það er ekki gott að segja. Ég held að það hafi verið gert of mikið úr því sem þá muni gerast, allt of mikið. Ég held að mögulega opnist augu manna fyrir því að við höfum frá fyrsta degi sagst ætla að virða allar okkar skuldbindingar. Hver ætlar að fara að beita okkur efna- hagslegum þvingunum við þær aðstæð- ur? Ég neita að trúa því að sú verði nið- urstaðan. Það sem er slæmt er að þetta getur tafið endurreisnarstarfið og ég tek undir með þeim sem benda á það. Ég tek líka undir með þeim sem segja að best væri að fá málið frá. Ég er hins vegar ekki tilbúinn til að kaupa mér frið í mál- inu gegn hvaða gjaldi sem er; það kemur ekki til greina. Skapa traust á ný Bjarni Benediktsson hefur verið formað- ur Sjálfstæðisflokksins í hálft ár. Hann segir að á þeim tíma hafi viðhorf gagn- vart flokknum breyst, en mikið verk sé óunnið í að skapa traust á ný. „Ég lít einfaldlega þannig á að vinnan hjá mér við að efla traust á flokknum sé rétt að byrja. Ég hef hins vegar skynj- að mjög mikla viðhorfsbreytingu gagn- vart Sjálfstæðisflokknum frá því sem var í vor. Það er svo sem ekkert nema eðlilegt að fólki fyndist flokkur sem var að tapa miklu fylgi og var að fara úr ríkisstjórn ætti að halda sig til hlés. Mér fannst erfitt að koma okkar sjónar- miðum að í umræðunni, en finnst and- rúmsloftið allt annað í dag. Það breytir því ekki að ég tel að flokkurinn eigi enn mjög mikið verk fyrir höndum með að endurheimta traustið.“ Bjarni segir það stóra verkefni flokks- forystunnar að koma því að fyrir hvað flokkurinn í raun standi, nokkurt bil sé á milli þess og viðhorfs almennings gagn- vart flokknum. ➜ GÓÐUR ÁFANGI Samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var síðastliðinn fimmtudag, fer fylgi Sjálfstæðisflokksins vaxandi. Hann mældist með 34,8 prósenta fylgi, töluvert hærra en í kosningunum þegar hann fékk 23,7 prósent atkvæða. „Þetta er í samræmi við þá tilfinningu sem ég hef haft að það sé vaxandi stuðningur við okkar málstað við þessar erfiðu aðstæður. Við höfum verið að tefla fram leið úr þessari þröngu stöðu og ég held að fólk sé að kalla eftir lausnum. Á hinn bóginn tek ég þessu með ró og af yfirvegun. Ég lít enn þannig á hlutina að ég horfi til mun lengri tíma til að styrkja stöðu flokksins. Það er mikilvægt verkefni að gera hann á ný að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum og stærsta flokknum.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.