Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 26
26 17. október 2009 LAUGARDAGUR 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0 Ka rlk yn Kv en ky n H öf uð bo rg La nd sb yg gð A llt la n d ið Steingrímur J. Sigfússon Vinstri Græn Ka rlk yn Kv en ky n H öf uð bo rg La nd sb yg gð A llt la n d ið Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingin Ka rlk yn Kv en ky n H öf uð bo rg La nd sb yg gð A llt la n d ið Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn Ka rlk yn Kv en ky n H öf uð bo rg La nd sb yg gð A llt la n d ið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarflokkurinn Ka rlk yn Kv en ky n H öf uð bo rg La nd sb yg gð A llt la n d ið Ögmundur Jónasson Vinstri græn SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS Hvaða íslenska stjórnmálamanni treystir þú best? Samkvæmt könnun Fréttablaðsins 15. október Allir 1. Steingrímur J. Sigfússon 29,5% 2. Jóhanna Sigurðardóttir 26,2 % 3. Bjarni Benediktsson 11,5% 4. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 9,8 % 5. Ögmundur Jónasson 4,9 % 6. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2,7% 7. Davíð Oddsson 2,5% 8. Illugi Gunnarsson 2,2% 9. Pétur Blöndal 1,9% 10. Katrín Jakobsdóttir 1,1% Karlar 1. Steingrímur J. Sigfússon 32,8% 2. Jóhanna Sigurðardóttir 18,3% 3. Bjarni Benediktsson 13,9% 4. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 11,7% 5. Ögmundur Jónasson 3,9% 6. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 3,3% 7. Illugi Gunnarsson 2,8% 8. Davíð Oddsson 2,2% 9. Pétur Blöndal 2,2% 10. Árni Páll Árnason 1,7% Konur 1. Jóhanna Sigurðardóttir 33,9% 2. Steingrímur J. Sigfússon 26,3% 3. Bjarni Benediktsson 9,1% 4. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 8,1% 5. Ögmundur Jónasson 5,9% 6. Davíð Oddsson 2,7% 7. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2,2% 8. Illugi Gunnarsson 1,6% 9. Pétur Blöndal 1,1% 10. Katrín Jakobsdóttir 1,1% Tíu vinsælustu stjórnmálamennirnir Spurt var: „Hvaða íslenska stjórnmálamanni treystir þú best?“ Alls 366 manns tóku afstöðu til spurningarinnar sem eru tæp 46 prósent aðspurðra. Niðurstöðurn- ar gefa þannig ákveðna vísbend- ingu um hvaða stjórnmálamönn- um íslenskir kjósendur treysta. S teingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá íslenski stjórnmálamaður sem flestir treysta. 32,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins treysta honum best allra. Forsætisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, fylgir fast á hæla hans með stuðning 26,2 prósenta. Mun fleiri treysta því Steingrími en ætla að kjósa Vinstri græna sem njóta stuðnings 19 prósenta kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ríflega 30 prósent sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna sem er heldur hærra hlutfall en þeir sem treysta Jóhönnu best. „Það kemur ekkert á óvart að Steingrím- ur skuli vera toppmaður, hann hefur verið mikið í framlínu ríkisstjórnarinnar og í meiri mæli en Jóhanna því Icesave hefur mætt mikið á honum. Hann hefur þar komið fram sem hinn ábyrgi og trausti maður,“ segir Valgerður Jóhannesdóttir, verkefna- stjóri í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Undir þetta tekur Svanborg Sigmars- dóttir stjórnmálafræðingur: „Steingrímur hefur verið meira í fjölmiðlum en Jóhanna og komið meira fram sem leiðtogi, hann er með Icesave og niðurskurðinn á fjárlögun- um á sinni könnu, sem eru erfið mál en hann hefur virkað mjög traustur í þeim. Annars verður að segja að leiðtogar stjórnarflokk- anna megi vel við una að fá tæp 30 prósent hvor miðað við þau erfiðu mál sem þeir eru að fást við.“ Í þriðja sæti er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en nokk- uð bil langt bil er á milli hans og Jóhönnu, einungis 11,5 prósent aðspurðra sögðust treysta honum best. Sjálfstæðisflokkurinn hlyti hins vegar tæplega 35 prósenta fylgi ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Svanborg segir lítinn stuðning við Bjarna hljóta að benda til þess að hann hafi ekki sterka stöðu innan síns eigin flokks. „Þetta þýðir það að það eru margir sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir Bjarna, ekki vegna hans. Það er að minnsta kosti ekki Bjarni sem dregur fylgi til Sjálfstæðisflokksins, frekar kannski að fylgisaukning hans í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sé komin til vegna óánægju með hina flokkana.“ Valgerður er sammála þessu: „Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir hann að hann hafi svona lítið meira fylgi en formaður Framsóknarflokksins, sem er í forsvari fyrir miklu minni flokki.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, nýtur mests trausts 9,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu en sem er fimm prósentustigum minna en flokkurinn fékk í skoðanakönnuninni. Í fimmta sæti er svo Ögmundur Jónasson Flestir treysta Steingrími J. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra nýtur mests trausts stjórnmálamanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fylgir á hæla hans. Sigríður Björg Tómasdóttir rýndi í niðurstöðurnar. EKKI EFTIRSPURN EFTIR DAVÍÐ ODDSSYNI Á meðal tíu efstu sem komast á blað sem stjórnmálamenn sem mest traust er borið til er Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sem yfirgaf vettvang stjórnmálanna árið 2005 og varð seðlabankastjóri. „Ég held ekki að þetta þýði að það sé eftirspurn eftir Davíð Oddssyni í stjórnmál á nýjan leik,“ segir Svan- borg Sigmarsdóttir. „Hann kom hins vegar aftur inn í umræðuna síðasta haust í hruninu sem seðlabankastjóri og Davíð hefur verið í umræðunni undanfarið vegna ráðningar hans í ritstjórastól Morgunblaðsins.“ „Mér þykir út af fyrir sig vera forvitni- legt að í hugum einhverra sé Davíð Oddsson enn þá stjórnmálamaður,“ segir Valgerður Jóhannesdóttir. „Hann virðist alltaf eiga sína fylgismenn en maður á kannski ekki að lesa svo mikið í þessar niðurstöður, enda ekki svo margir á bak við þær þegar komið er svo neðarlega á listann. með 4,9 prósenta fylgi en hann skorar hæst þeirra sem ekki eru formenn stjórnmála- flokka. Þess má geta að sá liðsmaður Hreyf- ingarinnar sem komst hæst í könnuninni er Þór Saari en 0,8 prósent, eða þrír svarendur, sögðust treysta honum best. Spurt var: Hvaða íslenska stjórnmála- manni treystir þú best? Úr 800 manna úrtaki svöruðu 366 sem er tæplega 46 prósent svar- hlutfall. Steingrímur vinsæll þvert á flokka 84 prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa VG í könnun Fréttablaðsins segjast bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar. Sama á við um 22 prósent kjósenda Samfylk- ingarinnar og 6 prósent kjósenda Framsókn- arflokksins og 4 prósent kjósenda Sjálfstæð- isflokksins. Enginn annar stjórnmálamaður hefur svo mikið traust stuðningsmanna ann- arra flokka. Þó segjast 8 prósent kjósenda Sjálfstæð- isflokksins bera mest traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Fram- sóknarflokksins. 44 prósent kjósenda Sjálf- stæðisflokksins segjast treysta Bjarna Benediktssyni best stjórnmálamanna en 9 prósent kjósendanna segjast treysta Davíð Oddssyni best. Jóhanna Sigurðardóttir nýtur mests trausts 70 prósenta kjósenda Samfylkingar- innar samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar. Tvö prósent kjósenda VG segjast bera mest traust til Jóhönnu Sigurðardóttur. DAVÍÐ ODDSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.