Fréttablaðið - 17.10.2009, Side 32
32 17. október 2009 LAUGARDAGUR
G
læpamaður stöðvar mann úti á
götu og krefur hann um vesk-
ið og önnur verðmæti. Hvern-
ig bregst meðalmaðurinn
við þessari árás? Með því að
afhenda verðmætin og kæra
svo glæpinn. Athæfið telst sannarlega glæp-
samlegt og ekki líklegt að þolandinn þurfi að
standa í stappi við að sannfæra yfirvöld um
að á honum hafi verið brotið. Veskið er horf-
ið, því var stolið.
Sama er ekki upp á teningnum þegar kyn-
ferðisglæpir eru annars vegar. Flestir sem
er nauðgað berjast ekki á móti glæpnum, þora
það ekki eða fá slíkt áfall við verknaðinn að
þeir lamast og geta sig ekki hrært. Fórnar-
lambið bhefur því samkvæmt skilgreiningu
laganna ekki verið nauðgað. Ákveði brotaþoli
að leggja fram kæru vegna nauðgunarinnar
er líklegra en ekki að hún verði felld niður, en
fari hún alla leið þá eru miklar líkur á því að
nauðgarinn verði sýknaður í dómssal – hann
braut ekki lögin.
Þetta er óþolandi að mati Þórdísar Elvu
Þorvaldsdóttur sem nýverið gaf út bókina Á
mannamáli sem fjallar um kynferðisbrot og
refsingar á Íslandi í víðu samhengi.
Germönsk lagahefð
„Okkar lög fylgja germanskri hefð, og sam-
kvæmt henni er gert ráð fyrir að nauðgun
fylgi annars konar ofbeldi, annars er ekki um
nauðgun að ræða. Þetta er óþolandi því rann-
sóknir hafa sýnt að aðrar tegundir ofbeldis
fylgja alls ekki öllum nauðgunum, og fæst-
ir sem fyrir þeim verða berjast á móti,“
segir Þórdís Elva.
„Öll félagsmótun
segir okkur líka að
láta í minni pokann,
mætum við ofjarl
okkar. Og rannsókn-
ir sýna það að ein-
ungis fjórðungur
þeirra sem verða
fyrir nauðgun berj-
ast á móti henni.“
Í lögum um kyn-
ferðisbrot eru þrjár
greinar er varða
nauðgun, í þeirri
fyrstu segir að „hver sem með ofbeldi eða
hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs
samræðis eða annarra kynferðismaka,“ skuli
sæta fangelsisvist. Til ofbeldis teljist svipting
sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum
sambærilegum hætti. Í annarri grein segir:
„Hver sem með annars konar ólögmætri nauð-
ung þröngvar manni til samræðis eða annarra
kynferðismaka,“ skuli sæta fangelsi allt að 6
árum í þeirri þriðju er kveðið á um að ekki
megi otfæra sér geðveiki eða andlega anna-
marka manneskju til að hafa við hana sam-
ræði.
Undir þriðju lagagreinina falla einnig brot
gegn dauðadrukknum. Þess má geta hér að til
ársins 2007 taldist það ekki vera nauðgun að
hafa samræði við dauðadrukkna manneskju,
heldur var það kallað misneyting.
Ætlast til mótspyrnu
Þórdís bendir hins vegar á það í bókinni að
lögin verndi ekki þá sem ekki teljast nægilega
ölvaðir til að þykja ófærir um að veita mót-
spyrnu. Hún bendir meðal annars á dóm sem
féll vorið 2008 máli sínu til stuðnings þar sem
ákærði var sýknaður af því að hafa nauðgað
konu. Konan hafði lagst til hvílu eftir nætur-
langt rall með hóp af fólki, sem endaði með
samsæti heima hjá henni þar sem hún, bróðir
hennar og aðkomumaður voru að lokum ein
eftir. Konan fór að sofa en skömmu síðar kom
maðurinn inn í svefnherbergið og nauðgaði
henni. Það er að segja í skilningi orðabókar-
innar um málið, en þar segir að nauðgun sé
samfarir gegn vilja viðkomandi. Íslensk lög
líta öðrum augum á málið. Konan var nefni-
lega með nokkurri meðvitund eins og það er
orðað í dómnum og þótti ölvunarástand henn-
ar og svefndrungi ekki geta skýrt hvers vegna
hún barðist ekki á móti ofbeldismanninum.
Konan sagði að hún hefði hugleitt að kalla á
bróður sinn en ekki getað það vegna hræðslu.
Hún var semsagt ekki nægilega ölvuð til þess
að lögin vernduðu hana. Ef hún hefði verið
algjörlega meðvitundarlaus hefðu lögin hugs-
anlega verndað hana en þar sem hún var það
ekki hefði hún átt að berjast á móti.
Áfallið lamar
En það er fáránleg krafa að leggja á þá sem
verða fyrir nauðgun að mati Þórdísar, hræðsl-
an lami hreinlega mjög marga brotaþola, áfall-
ið sem nauðgun er komi í veg fyrir viðbrögð.
Eins og Þórdís bendir á í bókinni er erfitt
að sakfella mann sem kærður er fyrir brot
á borð við nauðgun ef ekki tekst að sanna að
hann hafi ásett sér að fremja það. Af þeim
sökum er algengt að hinn ákærði beri fyrir
sig að hann hafi hreinlega ekki vita að kyn-
mökin væru gegn vilja brotaþolans, sérstak-
lega ef sá spyrnir ekki á móti.
Hún bendir á í þessu samhengi hvernig
málum er háttað í öðrum brotaflokkum, til
dæmis þegar um þjófnað sé að ræða. Þegar
þjófur nappi fartölvu, segjum úr bíl, þá þurfi
ekki að láta eiganda tölvunnar sanna að sam-
þykki hans hafi ekki legið fyrir stuldinum,
gengið sé út frá því að eigandinn hafi ekki vilj-
að láta stela tölvunni og um leið gengið út frá
því að þjófurinn hafi ætlað að stela henna.
„Þjófnaður er þjófnaður þó að ekki sé bar-
ist á móti honum en nauðgun er ekki nauðgun
nema barist sé á móti henni,“ bendir Þórdís
á. „Hvernig væri að við gengjum út frá því
að fólk vilji ekki láta hafa við sig ósamþykkt
kynmök? Hvernig væri að leyfi fyrir afnotum
af skrokki annarrar manneksju yrði jafn sjálf-
sagt og leyfi fyrir afnotum af örum eigum?
Eins og málum er háttað í dag er hægt að kæra
mann, sem ryðst óboðinn inn á heimili, fyrir
innbrot hvort sem húsráðandinn streittist á
móti eða lá sofandi í rúmi sínu þegar atburð-
urinn átti sér stað. Slíkt hið sama gildir ekki
um líkama fólks, ef marka má undangengna
dóma. Mönnum er frjáls að áætla samþykki til
kynmaka, jafvel þótt engin slík ósk hafi verið
gefin til kynna,“ segir hún í bók sinni.
Í dómnum áðurnefnda sagði sá ákærði að
konan hefði engan áhuga sýnt á kynlífi um
kvöldið, hún hefði heldur ekki tekið þátt í kyn-
mökunum á neinn hátt, né sýnt viðbrögð við
þeim. Þó var maðurinn sýknaður, enda ekki
talið að hann hefði brotið lögin.
Þegar ný lög kynferðisbrot voru samþykkt
árið 2007 var gerð sú tillaga að nauðgunará-
kvæðinu væri breytt, þannig að samræði án
samþykkis beggja aðila teldist vera nauðg-
un. Slík er venjan í engilsaxneskri lagahefði.
Fallið var frá því og rökstutt þannig af Ragn-
heiður Bragadóttur þáverandi prófessor við
Háskóla Íslands og núverandi hérðasdómari
sem gaf álit um málið að þannig nauðgunar-
skilgreining yrð miklu óljósari og erfiðara
yrði að sanna nauðgunina.
Að mati Þórdísar Elvu er þessi röksemd
ekki gild. „Sönnunarbyrðin yrði öðruvísi og
hugsanlega snúnari, en lögin myndu vernda
alla, sem hlýtur að vera það sem við viljum.“
Vilji til lagabreytinga
Atli Gíslason lögmaður og þingmaður Vinstri
grænna deilir þessari skoðun Þórdísar en
hann hyggst leggja fram frumvarp um breyt-
ingu á þessari lagagrein á alþingi á næstunni,
með stuðningi þingmanna úr öllum flokkum.
Hann hefur áður lagt frumvarpið fram á þingi
en það hefur ekki komist upp úr nefnd enn.
„Ég vil taka verknaðarlýsinguna út, nauðgun
er hugtak eins og hvert annað hugtak.“
Atli segir að þó að lög um kynferðisbrot hafi
lagast þá skorti enn á að þau séu nægilega góð.
Málaflokkurinn sem slíkur mæti einnig miklu
skilningsleysi. „Mjög fáar kærur, eða innan
við fimm prósent, leiða til sakfellingar. Það
þarf ekki að segja meira um ástandið.“
Atli fellst ekki á þau rök að sönnunarbyrðin
verði of flókin, hann segir afleiðingu glæps-
ins vera nægilega sönnun í sjálfu sér. „Þegar
brotaþoli er enn nötrandi mörgum mánuðum
síðar, fer í sjálfsvígshugsanir eða lokar á sig,
ef kynlíf verður ónýtt í framhaldinu, þá er það
full sönnun á nauðgun og það er öllum augljóst
sem að vilja skoða það.“
Hann segir andstöðu við þessar breyting-
ar vera til marks um skilningsleysi á mála-
flokknum, ekki sé verið að slaka á raunveru-
legum sönnunarkröfum. „Líkið eða meiðslin
eru sönnun í ofbeldisglæpum, afleiðingarnar
eru sönnun á nauðgun, svo einfalt er það.“
Atli segir lagabreytinguna sem slíka ekki
vera töfralausn í málinu en þó skref í rétta
átt.
Þórdís Elva tekur undir þau sjónarmið. Auð-
vitað sé vandi brotaþola meiri en þessi laga-
grein. Viðhorfið til nauðgana einkennist til
dæmis enn af fordómum, athyglin sé um of á
brotaþolanum, ekki ofbeldismanninum. Refs-
ingar séu einnig vægar í samanburði við það
sem tíðkast í öðrum glæpum, og refsiramm-
inn langt frá því að vera fullnýttur.
Það sé hins vegar mikilvægt að breyta lög-
unum, til þess að þau verndi alla. Slíkar breyt-
ingar hlytu einnig að hvetja fleiri til að leita
réttar síns þegar á þeim er brotið. „Mannrétt-
indanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skorað
á íslensk yfirvöld að ekki sé latið hjá líða að
refsa fyrir nauðgun og við hljótum að vilja
bregðast við því.“
Hljótum að vilja vernda alla
Lög um kynferðisbrot vernda minnihluta þeirra sem verða fyrir nauðgun og það er ótækt, segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem
skoðar umgjörð kynferðisglæpa í nýrri bók sinni, Á mannamáli. Sigríður Björg Tómasdóttir skoðaði málið.
HVERN VERNDA LÖGIN? Fá fórnarlömb nauðgana leggja fram kæru og hátt hlutfall kæra leiðir til sakfellingar. Úr þessu þarf að bæta, segir Þórdís Elva
Þorvaldsdóttir, höfundur bókarinnar Á mannamáli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Á tímabilinu 2002 til 2006 bárust ríkissak-
sóknara 155 kærur vegna nauðgana. Af þeim
voru 105 felldar niður eða tæp 70 prósent.
Ákært var í 50 málum og lauk 22 þeirra með
endanlegri sakfellingu eða um 14 prósent.
Á sama tímabili leituðu 472 einstaklingar
á Neyðarmóttökuna í Fossvogi og 67 á
Neyðarmóttökuna á Akureyri. Alls 408 mál
komu á borð til Stígamóta og 156 leituðu í
Kvennaathvarfið vegna kynferðisofbeldis.
*Heimild Á mannamáli blaðsíðu 124
SJÖTÍU PRÓSENT KÆRA
VORU FELLDAR NIÐUR*
„Langstærstur hluti þeirra sem verður fyrir
kynferðisofbeldi er skelfingu lostinn meðan á
glæpnum stendur,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir
hjá Stígamótum. „Konur eru mikill meirihluti
sem leita sér hjálpar hér og þær hafa lýst því
hvernig áfallið lamar þær, þær finna að þær
eru ofurliði bornar. Og svo skiptir iðulega ekki
máli hvort þær berjast á móti, glæpamaðurin
er búinn að ákveða að fremja glæpinn og gerir
það. Þær konur sem hafa barist á móti hafa
líka sagt frá því ofbeldi sem þær hafa þá verið
beittar og það er skelfilegt.“
Mikill minnihluti þeirra kvenna og karla sem
leita til Stígamóta leggur fram kæru vegna
nauðgunar. „Ástæða sem er mjög oft nefnd er
vantrú á kerfinu, þær treysta því ekki að það
komi nokkuð út úr kærunni. Þær treysta sér ekki
til þess að fara í gegnum ferlið sem kæra er og
segja mjög oft, þeir fá hvort eð er engan dóm
og til hvers á ég þá að leggja þetta á mig? Einn-
ig óttast sumar nauðgarana,“ segir Þórunn sem
segir starfsfólk Stígamóta styðja við þá sem leiti
sér hjálpar og virði ákvarðanir þeirra, bendi á
möguleikann til að kæra en þrýsti ekki á neinn.
Þórunn segir margt gott hafa gerst í mála-
flokki kynferðisbrota undanfarin ár en margt
megi betur fara. „Erlendar rannsóknir sýna að
4. til 5. hver stúlka lendir í kynferðisofbeldi fyrir
18 ára aldur og 9. hver strákur. Því miður bendir
ekkert til þess að ástandið sé annað hér á landi.
Ég vildi óska að þetta væri ekki svona en þetta
er staðreyndin. Draumurinn er auðvitað að
útrýma þessum glæpum, og til þess að það tak-
ist verðum við til dæmis að þora að tala um þá.
Þá þurfa kerfið og yfirvöld auðvitað að taka
þá alvarlega og taka afleiðingar kynferðisglæpa
alvarlega. Rannsóknir sýna að afleiðingar
kynferðisofbeldis eru svipaðar því og að lenda
í náttúruhamförum, hvernig ætli fólk þætti að
þær væru bara hundsaðar?
Kynferðisbrot eru samfélagsmein og ekki
einkamál þeirra sem í þeim lenda. Við berum
öll ábyrgð á því að reyna að koma í veg fyrir
þau.“
HAFA EKKI TRÚ Á KERFINU
ÞÓRDÍS ELVA
ÞORVALDSDÓTTIR