Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 35
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] október 2009 E irún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir mynda þessa skemmtilegu grúppu sem hefur á und- anförnum árum fengist við margs kyns myndlist, frá fötum í stórar innsetningar. Þessa sýningu kenna þær við svarta svaninn, sem eins og frændi hans hvíti hrafninn, er undantekningin og hefur á síðustu misserum fengið nýja hagfræðilega merkingu: það sem vænta má þótt það sé brot á öllum reglum litarafts á svana- stofninum. Að því talið var lengi vel, ekki var mönnum kunnugt um að á hinum helmingi jarðar- innar var svartur svanastofn til og þaðan breiddist hann út um heiminn. Í Tasmaníu þykja svartir svanir ekkert sérstaklega merki- legir en það er einmitt þaðan sem sá svarti er upprunninn, en á norðurhveli jarðar er hann afar sjaldséður og stundum jafnvel óvelkominn. Svartur svanur er myndlík- ing sem búin hefur verið til fyrir atburði sem gerast óvænt, koma líkt og þruma úr heiðskíru lofti. Viðburðir þessir valda gjarnan miklum usla en eftir á að hyggja hefði kannski mátt sjá þá fyrir: „Allt er þetta spurning um það hversu læsir menn eru á umhverfi sitt, líkt og þegar heimilisköttur- inn sleikir sig og rekur annan afturfótinn út í loftið, svokall- að gestaspjót. Þá er von á gesti,“ segja þær gjörningasystur. Á sýningu Gjörningaklúbbsins eru ný þrívíð verk og ein teikni- mynd, sem sýnd hafa verið á suður- og norðurhveli jarðar á síð- asta ári en ekki ratað til Reykja- víkur fyrr en nú. Hluti verkanna var búinn til í Montreal síðasta vetur þar sem Gjörningaklúbbur- inn var með vinnustofu og heim- ili í sex mánuði í boði The Canada Council for the Arts. Verk þessi eiga öll rætur sínar að rekja til gjörninga þótt hér séu engir lifandi líkamar á ferðinni … nema áhorfendur. Einnig verður kvikmyndasýning í Regnbogan- um undir lok mánaðarins sem hluti af myndlistarhátíðinni Sequ- ences. Þar verða sýndar myndir eftir ILC, Curver og myndin An Exquisite Corpse in Nikisialka eftir sextán íslenska og pólska listamenn. Svartur svanur eftir þær Gjörningaklúbbssystur. MYND FRÉTTABLAÐIÐ GVA SVARTIR SVANIR HVÍTIR HRAFNAR Gjörningaklúbburinn opnar sýningu í dag í Kling & Bang á Hverfi sgötu 42. The Icelandic Love Corporat- ion, eins og þær stöllur kalla sig upp á enskuna, sýna þar skúlptúra. Þá verða þær með á Sequences-hátíð- inni sem hefst í næstu viku og sýna þar kvikmynd sem þær hafa gert. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Myndlist sem umhverfi Aðalsteinn Ingólfsson skrifar um skúlptúra Guðrúnar Nielsen. SÍÐA 8 Allt sem er gott er hættulegt Viðtal við Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra. SÍÐA 6 NORRÆN MENNING Í HAUST! Í ljósaskiptunum 9.–15. nóvember UPPLESTRARHÁTÍÐ Á BÓKASÖFNUM www.bibliotek.org Norðurlöndin í bíó – Þema: Umburðarlyndi STUTTMYNDIR FYRIR SKÓLA www.nordenibio.org STUTTMYNDASAMKEPPNI UM LOFTSLAGSMÁL Glæsileg verðlaun í boði! www.reclimate.net Samband Norrænu félaganna (FNF) með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar, Kulturrådet, Norsk kulturråd, Norsk Filminstitutt, Det Danske Filminstitut og Svenska Filminstitutet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.