Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 36
MENNING 2 S á siður upphófst snemma á Tónlistardögum Dóm- kirkjunnar að Dómkórinn eða dómorganisti frum- flutti verk sem samið var sérstaklega fyrir tónlistardagana. Ekki verður brugðið út af þeirri venju í ár, en þessir tónlistardag- ar markast af því að þeir eru þeir síðustu undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Hann varð sjötugur 24. apríl á þessu ári og ákvað fljót- lega að hætta afskiptum af Tón- listardögum, þótt von sé til þess að Dómkirkjan og kórinn fái að njóta krafta hans áfram. Af þessu tilefni ákvað hann að semja sjálfur tónverk sem að vanda verður frumflutt laugar- daginn 24. október kl. 17 og endur- flutt í hátíðarmessu daginn eftir, á vígsludegi Dómkirkjunnar, en henni verður útvarpað á Rás 1. Á tónleikunum koma einnig fram afmælisgestirnir Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Sigurður Snorrason og fleiri. Alls verða sex tónleikar og ein messa á Tónlistardögunum í ár. Tónleikarnir eru óvenjumargir vegna þess að þegar afmæli Mart- eins spurðist út í vor komu fjöl- margir tónlistarmenn á fund hans og vildu heiðra hann með tónleika- haldi. Úr því varð tónleikaröð sem hefst í dag kl. 17 þegar fyrrver- andi nemandi Marteins og Dóm- kórsfélagi, Steingrímur Þórhalls- son, organisti í Neskirkju, kemur með kórinn sinn í heimsókn í Dóm- kirkjuna. Þar verður meðal annars frumflutt kórverk eftir Steingrím sem hann tileinkar Marteini. Á allraheilagramessu, sunnu- daginn 1. nóvember, verður minn- ing látinna í Dómkirkjunni milli kl. 16 og 18 síðdegis. Þá gefst kirkjugestum tækifæri til að líta inn í Dómkirkjuna og hlýða á kór- og orgeltónlist. Þar verða fjórir kórar auk annarra tónlistarmanna: Graduale Nobile, Kammerkór Dómkirkjunnar, Mótettukórinn, Voces masculorum, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon, Kjartan Sigurjónsson og fleiri. Viku síðar, sunnudaginn 8. nóv- ember kl. 17, verða tónleikar í Dómkirkjunni þar sem fram koma Anna Sigríður Helgadóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Guðrún Birgis- dóttir, Gunnar Kvaran, Lenka Mátéová, Martial Nardeau, Skóla- kór Kársness undir stjórn Þórunn- ar Björnsdóttur og fleiri afmæl- isgestir. Enn líður vika og þá er röðin komin að Dómkórnum sem verð- ur með tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 15. nóvember kl. 17. Þar flytur kórinn Messu í D-dúr eftir Antonin Dvorák fyrir ein- söngvara, kór og orgel og einnig mótettuna Fest- und Gedenks- prüche eftir Johannes Brahms. Flytjendur auk kórsins verða: Þóra Einarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór, Ágúst Ólafsson bassi og Guðný Einarsdóttir orgel- leikari. Stjórnandi er að sjálfsögðu Marteinn H. Friðriksson. Lokatónleikarnir verða svo í Dómkirkjunni laugardaginn 21. nóvember kl. 17. Þeir verða í umsjá Kjartans Óskarssonar, klarinettuleikara og skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, en auk hans koma þar fram Bergþór Pálsson, Sesselja Kristjánsdóttir, Steingrímur Þórhallsson og fleiri afmælisgestir. Þess má geta að ókeypis verð- ur á alla tónleikana nema tónleika Dómkórsins í Hallgrímskirkju. Bókmenntir ★★★★ Reyndu aftur – Ævisaga Magnúsar Eiríkssonar Tómas Hermannsson skráði Smámyndir þjóðskáldsins „Það er kominn tími á að loka ferðabók Magnúsar Eiríkssonar,“ segir í inngangsorðum lokakafla Reyndu aftur. Orðalagið vekur athygli því ferðasaga, viðtals- eða samtalsbók upp á gamla mátann er í raun réttari innihaldslýsing á bókinni. Hér er ekki um eiginlega ævisögu að ræða. Magnús, einn af vinsælustu dæg- urlagasmiðum þjóðarinnar, og skrásetjarinn Tómas Hermannsson keyra um landið meðan spurningar og svör flæða. Víða er drepið niður fæti, gjarnan tilvilj- anakennt og ekki hefði skaðað að kafa örlítið dýpra á köflum (og lengra, því bókin er nánast glæpsamlega fljótlesin). Undantekningin er sukkið, sem fær sinn skerf og rúmlega til. Annað er fásinna í popptengdum bókmenntum. Samt er það þessi kæruleysislegi andi sem fær bókina til að virka svo vel. Textinn er lifandi og í dynjandi takt við umfjöllunarefnið, en það er atriði sem of margar bækur um íslenska tónlistarmenn hafa flaskað á undanfarin ár. Persónuleiki Magnúsar, sem virðist vera æðru- og tilgerðar- leysið uppmálað, skín í gegn hvort sem tæpt er á ævintýrum messaguttans Magga á millilandaskipum, fjölskylduerfiðleikum eða sveppatrippi á Höfn í Hornafirði. Mörgum af bestu textum Magnúsar er svo blandað taktískt inn í söguna, handskrifuðum af höfundinum, sem er sérlega vel til fundið. Fáum tekst nefnilega betur að fanga íslenskan veruleika. Ef bókin væri popplag eftir Magga Eiríks myndi það flokkast meðal hans bestu. Sagan snertir, er einlæg og ofurgrípandi, en kaldhæðnin, grínið og glensið aldrei langt undan. Melódíumeistarinn er vel sæmdur af Reyndu aftur og aðdáendur hafa ástæðu til að gleðjast. kjartan@frettabladid.is Niðurstaða: Ein af bestu bókum um íslenska tónlistarmenn sem komið hafa út. Einlæg, áhugaverð og umfram allt þrælskemmtileg. MARTEINN KVEÐUR TÓNLISTARDAGA Marteinn H. Friðriks- son, dómorganisti og stjórnandi, lætur nú af störfum eftir farsælan feril og er stór hluti af dagskrá Tónlistardaga Dóm- kirkjunnar helgaður honum í virðingar- skyni. Tónlistardagar Dóm- kirkjunnar hafa verið fastur liður í tónlistarlífi Reykjavíkur síðan 1982 en dagarnir eru haldnir er undir kjörorðinu Soli Deo Gloria – Guði ein- um til dýrðar. Nú kveður stjórnandinn, Marteinn Hunger Friðriksson, starfsvettvang sinn á há- tíðinni sem hefst í dag. TÓNLIST PÁLL BALDVIN BALD- VINSSON FR ÉT TA BL A Ð IÐ /E Ó L dlandssýn an krimma Ný bók eftir höfund Viltu vinna milljarð? EVRÓPSKI ÚTVARPSDAGURINN Evrópski útvarpsdagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun. Fléttuþáttur, helgað- ur íslenskum og grænlensk- um draugum, verður af því tilefni fluttur á Rás 1 klukkan 17.25 og í grænlenska ríkisút- varpinu, KNR, á sama tíma. Frá árinu 2003 hafa útvarps- stöðvar víða um Evrópu tekið þátt í Evrópska útvarps- deginum. Hugmyndin að baki deginum er að leiða saman dagskrárgerðarfólk frá útvarpsstöðvum ólíkra málsvæða og menningar, gefa þeim kost á að vinna saman að verkefni. Hann er haldinn annað hvert ár og í ár er viðfangsefnið fjöltyngi. Sjö styrkir voru veittir til fram- leiðslu þátta sem spanna það hugtak, allir fluttir á tveimur eða fleiri tungumál- um Eitt af verkefnunum sem hlutu styrk í ár er fléttuþáttur eftir íslensku og grænlensku útvarpskonurnar Henriette Rasmussen, Þorgerði E. Sigurðardóttur og Elísabetu Indru Ragnarsdóttur. Þáttur- inn er helgaður draugatrú og draugasögum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.