Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 42

Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 42
„Þetta verður hörkukeppni og ég býst fastlega við að mjótt verði á mununum. Ég hef mínar hugmynd- ir um hver þeirra komi til með að standa uppi sem sigurvegari, en gef ekkert upp um það að sinni,“ segir Gemma Magnússon, skipu- leggjandi keppninnar um sterkustu konu Íslands sem fram fer í Vetrar- höll Smáralindarinnar klukkan 14 í dag. Alls keppa tuttugu konur um titilinn. Allur ágóði af keppn- inni rennur til Bleiku slaufunnar, átaksverkefnis Krabbameinsfé- lagsins sem miðar að því að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Gemma er þrefaldur sigurveg- ari í keppninni um sterkustu konu Bretlands og varð önnur í keppn- inni um sterkustu konu heims árið 2005. Hún er gift Benedikt Magnússyni, fyrrum sterkasta manni Íslands, og saman reka þau kraftlyftingastöðina Super-Gym í Drangahrauni í Hafnarfirði. „Þegar við byrjuðum með stöð- ina tók ég eftir því að ekki ein- asta voru konurnar sem komu til að æfa hjá okkur í frábæru formi heldur voru þær margar hverjar fílsterkar. Það er mikill kraftur í þessum konum. Þess vegna fannst mér hreinlega nauðsynlegt að koma svona keppni aftur á kopp- inn. Hjalti Úrsus stóð fyrir nokkr- um slíkum keppnum fyrir nokkr- um árum, en þær voru smáar í sniðum og þátttakendur voru oft- ast í kringum þrír eða fjórir. Það verður stærri umgjörð í kringum keppnina í ár,“ segir Gemma. Gemma er ekki meðal kepp- enda í dag vegna þess að hún er breskur ríkisborgari, uppalin í bænum Thirsk í Norður-Jórvík- urskíri í norðurhluta Englands. Hún hefur haft áhuga á krafta- íþróttum frá unga aldri. „Ég ólst upp við að fylgjast með mönnum eins og Jóni Páli Sigmarssyni og Magnúsi Ver Magnússyni sýna listir sínar í kraftakeppnum í sjón- varpinu og síðan hef ég verið mik- ill aðdáandi Íslands. Mig grun- ar að sumir Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því hversu mikl- ar hetjur þessir menn voru víða um heim.“ Slagorð Super-Gym er „Höldum Íslandi sterku“. Að sögn Gemmu felast mikilvæg skilaboð í slagorð- inu. „Þegar land á í svona miklum erfiðleikum er mjög mikilvægt að styrkurinn innra með Íslending- um smiti út frá sér,“ segir Gemma Magnússon. kjartan@frettabladid.is Íslenskar konur í frá- bæru formi og fílsterkar Tuttugu konur keppa í dag um titilinn sterkasta kona Íslands. Skipuleggjandinn, Gemma Magnússon, spáir hörkukeppni þar sem mjótt verði á munum. Allur ágóði af keppninni rennur til Bleiku slaufunnar. Meðal annars verður keppt í uxagöngu, dekkjaveltu, bændagöngu og réttstöðulyftu í Smáralindinni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gemma Magnússon, skipuleggjandi keppninnar, er þrefaldur sigurvegari í keppninni um sterkustu konu Bretlands. Æskuhetjur hennar voru meðal annars þeir Jón Páll Sigmarsson og Magnús Ver Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LAUGARDALSLAUG verður opin þrisvar á dag dagana 16. til 24. október. Frá 6.30 til 7.30, frá 11.30 til 13.30 og frá 20.30 til 22.30. Þetta er gert vegna Evrópumeistaramóts fatl- aðra í sundi sem fram fer í lauginni. Lilja Kristjánsdóttir og Ingunn Jónsdóttir opna ljósmyndasýn- ingu í dag. Ef breytan fólk er tekin út, hvað gerir þá hús að heimili og hvenær hættir hús að vera heimili? Að þessum spurningum spyrja lista- mennirnir Lilja Kristjánsdóttir og Ingunn Jónsdóttir á ljósmyndasýn- ingunni Hús: Heimili sem verður opnuð í Gallerí Fold við Rauðarár- stíg í dag. Þetta er önnur sýning þeirra Lilju og Ingunnar, sem unnu áður saman að sýningunni Egglost sum- arið 2008 og þá ásamt Þórdísi Þor- leifsdóttur. Þess skal getið að Lilja Kristj- ánsdóttir er í ljósmyndanámi við Fotografskolen í Viborg í Dan- mörku. Ingunn Jónsdóttir er vöru- hönnuður og útskrifaðist frá Lista- háskóla Íslands 2006. Sýningin verður opnuð klukkan 15 og stendur til 1. nóvember. Hvenær hættir hús að vera heimili? Hvað gerist þegar breytan fólk er tekin út? Að þessu spyrja Lilja Kristjánsdóttir og Ingunn Jónsdóttur á ljósmyndasýningu sinni. MYND/LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.