Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 17. október 2009 3 Frá stofnun Læknafélags Íslands eru nú liðin 100 ár. Þessara tíma- móta ætlar stjórn Læknafélagsins að minnast í dag, 17. október, á Hilt- on Nordica hótelinu frá klukkan tíu til klukkan fjögur. Þar hyggjast læknar setja upp eins konar stöðv- ar þar sem almenningur getur komið við og leitað fræðslu um ýmislegt varðandi heilsufar. „Og svo getur fólk komið, rabbað og leitað sér upplýsinga sjálfu sér til gagns og ánægju,“ segir Högni Óskarsson, geðlæknir og fyrr- verandi formaður Læknafélags Reykjavíkur. Högni bendir á að saga læknis- fræðinnar sé talin ná langt aftur fyrir elstu rituðu heimildir enda megi slá því föstu að maðurinn hafi reynt að bæta heilsu sína frá því að saga hans hófst. Í þessari óralöngu sögu hafi þó líklega aldrei orðið jafn stórstígar breytingar til batn- aðar og á síðustu 100 árum. Margs sé því að minnast þegar litið sé yfir farinn veg. Það sé þó ánægjulegt að í gegnum þessar breytingar hafi meðlimir Læknafélagsins ávallt beitt sér á svipaðan hátt. Fræðsla almenningi til gagns og handa hafi ávallt verið í fyrirrúmi sem og þátt- taka læknisins í tengslum við sam- félagsleg mál og forvarnarstarf. Vandamálin sem nú steðji að séu þó önnur en í byrjun síðustu aldar. „Þá var brýnast að fræða fólk um gildi ungbarnaeftirlits og hreinlæt- is en nú eru það annars konar lífs- stíls vandamál sem þarf að fræða fólk um,“ segir Högni og tiltekur nauðsyn þess að sporna við offitu barna, draga úr sjúkdómum tengd- um streitu og miðla upplýsingum um forvarnir gegn krabbameini. Dagskráin hefst með málþingi um sögu holdsveiki hér á landi og í Noregi. Einnig verður haldinn fyrirlestur um ýmsa frumkvöðla á sviði læknavísindanna, meðal annars Jónas Sveinsson lækni á Hvammstanga. Að loknu málþingi og fyrirlestri tekur við viðamikil fræðslu- og samræðudagskrá undir yfirskrift- inni Heilsa – ábyrgð okkar allra, þar sem fjöldi lækna frá sjúkra- húsunum, heilsugæslustöðvun- um og læknamiðstöðvunum verð- ur til staðar til að ræða við gesti um ýmis mál er varða barnaheilsu, unglingaheilsu, kvennaheilsu, karlaheilsu og streitu. Þar verður til dæmis Bangsaspítalinn, þang- að geta börn komið með dúkkur í læknisskoðun, og nokkrar lands- liðskonur í fótbolta koma og gefa eiginhandaráritanir. karen@frettabladid.is Læknar vilja fræða almenning um helgina Haldið er upp á 100 ára afmæli Læknafélags Reykjavíkur nú um helgina. Læknar bjóða fólki að koma á afmælishátíðina og leita ráða en yfirskrift hátíðarinnar er Heilsa – ábyrgð okkar allra. Högni Óskarsson læknir segir það ávallt hafa verið í fyrirrúmi í 100 ára sögu Læknafélags Reykjavíkur að miðla upplýsingum til almennings svo hann geti sjálfur reynt að bæta heilsu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi hófst í innilauginni í Laug- ardal á fimmtudag og stendur til 25. október. Á mótinu mun Ísland tefla fram þrettán sundmönnum, fjórum konum og níu körlum. Fimm sund- menn koma úr flokki þroskaheftra en níu úr flokki hreyfihamlaðra eða blindra. Um er að ræða stærsta verkefni Íþróttasambands fatlaðra frá upp- hafi og jafnframt stærsta alþjóð- lega sundmót sem haldið hefur verið á Íslandi. Þetta er auk þess í fyrsta sinn síðan 2001 sem Evr- ópumeistaramót á vegum Alþjóða- ólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) fer fram og í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem þroskaheftir íþróttamenn fá keppnisleyfi á vegum IPC. Búist er við 415 sundmönnum og um 250 aðstoðarmönnum á mótið að ótöldum erlendum gestum á borð við fjölmiðla, forsvarsmenn íþróttahreyfinga fatlaðra í Evrópu og fjölskyldumeðlimi keppenda. „Mótið er því mjög gjaldeyrisskap- andi,“ segir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Íþróttasam- bands fatlaðra. Hann bendir á að Íþróttasamband fatlaðra hafi verið fremst á meðal jafningja í réttlæt- isbaráttu þroskaheftra íþrótta- manna og að mikill áfangasigur hafi verið unninn með framkvæmd EM á Íslandi þar sem þroskaheftir munu taka þátt. Á meðal sundmanna íslenska hópsins eru þau Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir en bæði kepptu þau fyrir Íslands hönd á Ólympíumóti fatlaðra í Peking á síðasta ári. Þá voru þau útnefnd íþróttamaður og íþróttakona árs- ins 2008 hjá Íþróttasambandi fatl- aðra. - ve Stærsta verkefni Íþróttafé- lags fatlaðra frá upphafi Íslendingar munu tefla fram þrettán sundmönnum á mótinu. MYND/ÍF Sálrænn stuðningur Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Sálrænn stuðningur þriðjudaginn 27. október kl. 17-21 í Hamraborg 11, 2 hæð. Þátttökugjald er 5000 krónur. Leiðbeinandi er Margrét Blöndal. Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16 Skráning er til 13. okt. Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. i r Innifalið er þátttökuskírteini og námskeiðsgögn. Frekari upplýsingar fást í síma 554 6626 með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. Skráning er til 22. október. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðið og félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fá 10% afslátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.