Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 58
MENNING 8 þroska myndlistarleg viðhorf henn- ar til muna og veita henni innsýn í veröld „opinberrar myndlistar“ í Bretlandi, ef svo má að orði komast. Eins og áður er nefnt eiga Bretar sér langa hefð fyrir notkun þrívíðra listaverka á almannafæri og hafa fjölmargir aðilar, opinberir og óop- inberir, milligöngu um „myndvæð- ingu“ skemmtigarða, ríkisrekinna stofnana sem og stórra einkarek- inna fyrirtækja. Chelsea-listaskól- inn lagði mikla áherslu á sam- vinnu frjálsrar myndlistardeildar og þeirrar deildar sem hafði með höndum allrahanda umhverfismót- un, veggmyndahönnun jafnt sem mótun opins rýmis á almannafæri, hafði síðan milligöngu um þátttöku efnilegra nemenda í samkeppnum um listaverk á almannafæri. Það var eins og við manninn mælt; við lok náms í Chelsea-skólanum, 1992, hafði Guðrún dregist á að taka þátt í hvorki fleiri né færri en fimm samsýningum og samkeppnum. Á sama tíma varð Guðrúnu vel ágengt með útskriftarverkefni sítt fyrir Chelsea-skólann, því verk hennar Wheel of Progress, hring- laga strúktúr á láréttu tannhjóli, 16,80 metra löngu, fékkst sett upp við Hönnunarsafnið í Lundúnum í tengslum við norræna hönnunar- sýningu sem þar var haldin árið 1992. „Það er áberandi,“ segir Guð- rún þegar hún lítur til baka, „hve oft ég nota hringformið sem ég var alltaf að teikna þegar ég var hjá Fjarhitun í gamla daga.“ Verkið við Hönnunarsafnið þótti afar vel heppnað og í takt við þá starfsemi sem fór fram í safninu og fór svo að þegar sýningunni lauk bauð stjórn safnsins Guðrúnu að setja verkið upp til frambúðar, svo fremi sem fjársterkir aðilar fengjust til að kosta bronssteypu þess. Ekki tókst að afla þess fjár og því varð ekkert úr varanlegri uppsetningu Fram- farahjólsins við Hönnunarsafnið. Eins og áður er nefnt hélt Guðrún áfram námi í skúlptúr-og umhverf- isfræðum í arkítektúrdeild Háskól- ans í Austur-Lundúnum, en þetta er eins árs nám, ætlað nemendum úr lista-og hönnunargeiranum. Þar reynir enn á hæfileika listamanna til að laga viðhorf sín að þörfum arkitekta og annarra sérfræðinga á sviði umhverfis-og landslagshönn- unar. Þarna var nemendum meðal annars uppálagt að vinna skúlpt- úrverkefni í tengslum við ýmis mannvirki og menningarlands- lag í austurhluta Lundúnaborgar. Eitt af verkefnum Guðrúnar var að búa til drög að þrívíddarverki Segja má að Guðrún Nielsen myndlistar- maður hafi verið fjarri heimahögum í tvöföldum skilningi; hún hefur verið við nám og störf í Bretlandi í fjór- tán ár og í ofanálag hefur hún kosið að rækta það afbrigði þrívíddarlistar sem verið hefur nokkuð svo útund- an í íslenskri myndlist hin síðari ár, nefnilega form- hyggju með mínímalísku eða konstrúktífísku ívafi; ekki er úr vegi að nefna verk þeirra Hallsteins Sigurðsson- ar og Sigrúnar Ólafsdóttur, nú í Þýskalandi, í þessu samhengi. Á hinn bóginn hefur Guðrún ávaxtað sitt listræna pund prýði- lega í bresku skúlptúrumhverfi, enda er fyrir hendi þar í landi löng og sterk hefð fyrir módernískri þrívíddarlist af ýmsu tagi, allt frá fígúratífum bronsskúlptúr upp í staðbundnar innsetningar úr var- anlegum efnum, og hefur þessi hefð hvergi látið undan síga fyrir nýrri afbrigðum þrívíddartjáningar, eins og gerðist hér heima. Í tímans rás hefði vissulega verið full ástæða til að staldra við og gera viðvart um ýmsa upphefð sem Guðrún hefur hlotið í Bretlandi. Þar má nefna samkeppnirnar sem hún hefur ýmist unnið eða hlotið marghátt- aðar viðurkenningar fyrir, verk hennar á opinberum vettvangi eða í eigu opinberra aðila í Bretlandi – tæplega 340 metra langt verðlauna- verk eftir hana frá 1998 mun rísa við Greenham Common innan tíðar – og ekki síst frama hennar innan samtaka breskra myndhöggvara (Royal Society of British Sculpt- ors), sem buðu henni fulla aðild (e. fellowship) árið 2001. Þess má geta að aðeins litlum hluta þeirra mynd- höggvara Í Bretlandi sem sækja um inngöngu er boðið að ganga í samtökin. Tvennt er það sem án efa hefur sett varanlegt mark á viðhorf Guð- rúnar til þrívíddarlistar, nærri tíu ára starfsferill hennar sem tækniteiknari hjá Fjarhitun – hún hóf ekki myndlistarnám fyrr en hún var komin á fertugsaldur – og kennarar hennar við skúlptúr- deild Myndlista- og handíðaskól- ans á árunum 1985-89, Ungverjinn Imre Kocis og Pétur Bjarnason, sá síðarnefndi nýkominn úr námi í bronssteypu í Belgíu. Báðir voru – og eru – þeir miklir verkmenn, gæddir ríkulegri efniskennd. Báðir voru aukinheldur hallir undir mód- ernísk gildi í þrívíddarlist fremur en þá tilraunastarfsemi sem þá átti sér stað í svokallaðri „Deild í mótun“ annars staðar innan veggja Myndlista-og handíðaskólans. List- rænt innræti Guðrúnar kemur glöggt fram í lokaverkefni henn- ar við skólann, hrein og tær til- brigði úr gifsi við þrjú frumform rúmfræðinnar, hring, þríhyrning og keilu. „Ég hafði þá um nokkurt skeið lagt sérstaka áherslu á jafn- vægi og hreyfingu forma af þessu tagi,“ segir Guðrún í viðtali. Myndvæðing almannarýmis Framhaldsnám Guðrúnar í Lund- únum, fyrst við Chelsea College of Art and Design 1990-92 og sér- staklega meistaranám hennar við byggingarlistardeild East Lond- on-háskólans 1994-95, varð til að UMHVERFI Í VERKI, VERK Í UM Það er gömul saga og ný að listamenn þurfa ekki að vera ýkja lengi að heiman til að fenni yfi r það rykti sem þeir hafa skapað sér, nema þá að útivist þeirra reynist ein samfelld frægðarför. Guð- rún Nielsen myndlistarkona og ferill hennar er tilefni þessara hugleiðinga. MYNDLIST AÐALSTEINN INGÓLFSSON Skylight eftir Guðrúnu Nielsen á sínum stað. í gegnum allt skín viðvar- andi áhugi á hreinum og klárum formum og hlutföllum, öllu sem stuðlar að góðu inn- byrðis skipu- lagi, léttleika, jafnvægi og samspili, jafnt utan verks sem innan. Raddir frá Kúbu Smásagnasafn með fjórtán sögum eftir konur frá Kúbu. Erla Erlendsdóttir tók saman og þýddi Saga viðskipta- ráðuneytisins 1939-1994 Hugrún Ösp Reynisdóttir H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N Auðginnt er barn í bernsku sinni Afnám fyrningar alvarlegra kynferðisbrota gegn börnum Svala Ísfeld Ólafsdóttir Vegur minn til þín Ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen Svartbók kommúnismans Glæpir – ofsóknir – kúgun Hannes Hólmsteinn Gissurarson þýddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.