Fréttablaðið - 17.10.2009, Side 59
9 MENNING
sem tengdist flóðavörnunum við
Thames-fljót.
Segja má að þetta nám hafi end-
anlega sannfært Guðrúnu um þjóð-
félagslegt hlutverk þrívíddarlist-
ar og nauðsyn þess að beintengja
opinber þrívíddarverk ævinlega
við nánasta umhverfi sitt, form-
rænt, hugmyndalega og sögu-
lega. Hún er því ekki mikið fyrir
að framleiða lítil þrívíddarverk til
heimilisbrúks. Það gefur auga leið
að sjálf laðast hún fyrst og fremst
að verkum þeirra listamanna sem
mest hafa látið að sér kveða á
vettvangi svokallaðra „site-spec-
ific“ þrívíddarverka: umhverfis-
tengdum verkum Íslandsvinar-
ins Richards Serra, makalausu
„húsi“ Rachel Whiteread, stærri
verkum Anish Kapoor og loks að
þeim verkum Anthony Caro sem
bera mestan keim af arkitektúr.
Sjálfsagt mætti leiða að því líkur
að nýlegt verk Guðrúnar, Skylight
(þakgluggi/himinskin), samstæða
átta hárra pýramída á hvolfi, sem
yfirskyggja hvern áhorfanda sem
freistar inngöngu í verkið, sé
öðrum þræði eins konar hylling
til Richards Serra, sem einmitt
er þekktur fyrir að setja saman
háreistar, níðþungar og þar með
mátulega „hættulegar“ stálplötur.
Japönsk áhrif
Of langt mál væri að telja upp þau
verkefni sem Guðrún hefur tek-
ist á hendur síðan hún lauk námi
árið 1995, jafnt í tengslum við sam-
keppnir sem stærri sýningar. Af
lýsingum og ljósmyndum að dæma
er það þó tvennt sem einkennir öll
þessi verkefni; eru þá væntan-
lega eins konar höfundareinkenni
hennar. Annars vegar er klárlega
næmi hennar fyrir sérkennum og
sögu þess umhverfis sem henni er
uppálagt að vinna fyrir og hæfi-
leiki hennar til að finna þessum
sérkennum og sögu myndrænt
mótvægi við hæfi. Í svokallaðri
„Cleveland Lakes Bird Hide Comp-
etition“ í Vestur-Englandi gerði
Guðrún tillögu að þrívíddarverki
í formi tveggja hæða byggingar,
þar sem efniviðurinn var steinn,
timbur og pressaður leir úr hér-
aðinu. Hluti af þessari tillögu var
svokallaður „serpentine-veggur“,
ævagamalt enskt fyrirbæri, en
breski listamaðurinn Andy Golds-
worthy hefur einnig notað hann í
að minnsta kosti einu verka sinna.
En lausnir Guðrúnar eru ekki
alltaf eftir bókinni, því í mörgum
tilfellum lætur hún hið kunnuglega
og framandlega slá neista hvort
af öðru, „endurspegla fjarlæga
sögu“, svo notuð séu orð hennar
sjálfrar. Í grasagarði Háskólans
í Leicester brá hún á það ráð að
reisa eins konar „óvirkt“ japanskt
tehús, en þá hafði hún orðið fyrir
mikilli hugljómun í Japansferð-
um með manni sínum árin 2003 og
2005. Japansáhrifin nýtti hún sér
til enn frekari landvinninga; þau
urðu kveikjan að sýningu að öðru
„óvirku“ tehúsi í Galleríi Sæv-
ars Karls árið 2005 og japönsku
tegarðshliði – Amigasamon – í
Abbey House Gardens í Malmes-
bury árið 2007. Loks má geta um
nýlegt (2008) þrívíddarverk Guð-
rúnar úr tré fyrir japanskan garð
í Bretlandi, gert í japönskum stíl
með hangandi „Obi“-lindum.
Raunar má segja að Guðrún hafi
verið komin til Japans í huganum
áður en hún kom þangað í eigin per-
sónu, ef svo má segja, því áðurnefnt
verðlaunaverk hennar Changes frá
1998, gert fyrir Greenham Comm-
on-svæðið, er í eðli sínu risavaxið
tilbrigði um japanskan origami-
pappírsskúlptúr af herþotu. Þessi
Japansáhrif tengjast öðru höfund-
areinkenni Guðrúnar, sem vonandi
skín í gegnum allt sem hér hefur
verið sagt um hana, nefnilega við-
varandi áhuga hennar á hreinum og
klárum formum og hlutföllum, öllu
því sem stuðlar að góðu innbyrð-
is skipulagi, léttleika, jafnvægi
og samspili, jafnt utan verks sem
innan. Eins og margir vita er þetta
einmitt einkenni á japanskri þrí-
víddarmótun, eins og hún birtist til
dæmis í verkum nútíma arkitekta
þar í landi. Þessu fylgir sparneytni
í efnisnotkun, en það er einnig við-
horf sem stendur Guðrúnu nærri.
Guðrún hefur verið búsett á
Íslandi frá 2003 og verður fróðlegt
að fylgjast með því hvort henni
tekst að afla hugmyndum sínum
um umhverfistengd þrívíddarverk
stuðnings í íslensku myndlistarum-
hverfi. Alltént hefur hún sambönd
sín í Bretland upp á að hlaupa, en
þar hefur hún áfram aðgang að
vinnuaðstöðu og verkefnum.
HVERFI
Skilight, átta háir píramídar á hvolfi.
Virker fr
a dag 1
Fjerner
træthed
Giver ny
energi
Kender du fornemmelsen af at være
træt på de forkerte tidspunkter? Så skal
du prøve Ènaxin, der hver dag hjælper tusindvis af mennesker
til at slippe af med trætheden og få ny energi.
Ènaxin er et helt specielt naturpræparat, hvor virkningen kommer
fra flere urter på en gang. Det giver en mere kraftfuld effekt, som du
mærker allerede fra dag 1 - en rigtig god grund til at prøve Ènaxin.
Ènaxin fås hos Matas, på apoteket,
i helsekostforretninger og på
www.mezina.dk.
TR
ÆT I UTIDE?
ER
TU
SÍÞ
REYTT(UR)?
Þekkir þú tilfinninguna að vera þreytt(ur) á óheppilegum augnablikum?
ÉNAXIN hjálpar þúsundum manna hvern dag að losna við
þreytu, leiða og orkuleysi.
ÉNAXIN er náttúrulegt efni unnið úr öflugum og heilnæmum jurtakjörnum
sem gefur þér orku og kraft strax. Mjög áhrifarík mixtúra eða töflur
sem virka frá fyrsta degi – prófaðu ÉNAXIN strax í dag.
Þú færð ÉNAXIN í heilsubúðum,
apótekum og heilsuhillunum
í Fjarðarkaup og Hagkaup.
ORKA BEINT FRÁ NÁTTÚRUNNI
Virkar fr
á fyrsta
degi
Losar þ
ig við þr
ytu
ÉNAXIN er ein vinsælasta heilsuvaran á Norðurlöndunum og nú fáanleg á Íslandi.
SELLÓFON Í ÚTFLUTNINGI Einleikur Bjarkar Jakobs-
dóttur um húsmóðurina sem vefur sig sellófaninu heima
til að ná af sér aukakílóunum er enn á ferð um heiminn:
í síðustu viku var hann frumsýndur á Maxim-leikhúsinu í
Stokkhólmi, þar á undan setti Ágústa Skúladóttir hann upp í
Úkraínu. Verkið hefur nú verið sett upp þrisvar í Svíþjóð og
þrisvar á Finnlandi. Tvær aðrar frumsýningar verða á verkinu
í vetur en síðar tilkynnt hvar þær verða.
Sellófon í Danmörku
fyrir fimm árum.
Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir!
Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009.
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna
dagblað landsins með glæsilegt
forskot á samkeppnisaðila sinn
eins og síðasta könnun Capacent
Gallup ótvírætt sýnir.
Við erum auðvitað rífandi stolt af
þessum góða árangri og bendum
auglýsendum á að notfæra sér
forskot okkar þegar þeir velja
auglýsingamiðill.
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
72%
35%
Hjálpaðu
umhverfinu
með
Blaðberanum
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...