Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 60

Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 60
MENNING 10 G allerí Fold opnar í dag gáttir sínar og forvitn- ir geta þar séð nokkur af verkum íslensku myndlistarkonunnar Nínu Sæmundsson. Tilkynning þess efnis að þar yrði uppi frum- mynd af hinni frægu styttu Nínu, Hafmeyjunni, vakti viðbrögð leiðarahöfunda Moggans. Gamall borgarstjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokksins setti verkið niður í öðrum Tjarnarhólmanum fyrir nærfellt sextíu árum við mikinn kurr margra borgarbúa og lista- manna. Svo sterkur var andróð- ur gegn verkinu að á endanum var stungið undir það dínamíti og það sprengt í tætlur í látun- um á gamlárskvöld. Sögusagn- ir voru reyndar um það í bænum að nálægt því hefðu komið aðilar tengdir Mogganum. Löngu seinna var það flutt hingað og sett niður í Smáralind. Lífsferill Nínu hefur lengi verið gáta: hún stökk fram ung að aldri og varð þjóðfræg hér á landi fyrir verk sín. Nína (1892- 1965) hóf undirbúningsnám fyrir dönsku Akademíuna í Teknisk skole haustið 1915 fyrir tilstuðlan Holger Wederkinch. Hún stundaði síðan nám við Akademíuna í fjög- ur ár og tók þátt í sýningu í Char- lottenborg 1918. Hún var fígúrat- ífur listamaður á þeim tíma þegar mannslíkaminn var að afmyndast í skynjun listamanna sem lifðu stríðið fyrra. Nína fór til Bandaríkjanna 1926 til að sýna í Art Center í New York og sneri ekki aftur heim fyrr en 1955, þá 63 ára gömul. Þrátt fyrir að Nína hafi búið lengst af í Bandaríkjunum ásamt sambýl- iskonu sinni hélt hún þó alltaf í íslenskan ríkisborgararétt sinn. Hún vann að list sinni vestur í Hollywood og seldi verk sín þar víða á þeim stað sem „hefur fram- ar öðrum borgum veraldar gert tilslökun við kröfulítinn með- alsmekk að stóriðju“ eins og Björn Th. Björnsson orð- aði það í kafla sínum um Nínu í Íslenskri myndlist. Meðal þekktustu verka Nínu má nefna verk- ið Móðurást sem sett var upp í Mæðragarðinum 1928. Móður- ást var fyrsta styttan á opinber- um vettvangi sem var sjálfstætt listaverk en ekki minnisvarði. Þá er verkið Afrekshugur sem stend- ur yfir inngangi Waldorf Astoria- hótelsins í New York einnig þekkt. Það var sett upp eftir að Nína vann samkeppni um gerð merkis fyrir hótelið. Umdeild VERK NÍNU SÝND Nína Sæmundsson að vinnu við Hafmeyjuna sína. Höggmynd Nínu, Dauði Kleópötru, vakti mikla athygli 1925. Nína Sæmundsson myndlistarmaður starf- aði lengst af ævi sinni á vesturströnd Bandaríkj- anna. Framlag hennar til íslenskrar myndlistar var lengi umdeilt, en nú verður hún metin að verðleikum. Í Gallerí Fold verður opnuð í dag sýning á verkum hennar. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Ævisaga Nínu er brot af því undri sem þjóðlíf okkar og örlög margra einstakl- inga hafa verið á þessari öld . Hnútar sem virtust óleysanlegir, röknuðu tíðum eins og af sjálfum sér, draumar fátæks barns í hlaðvarpanum heima rættust oft … Björn Th. Björnsson. Bókmenntir ★★ Fölsk nóta Ragnar Jónasson Forvitnileg flétta en vantar dýpt Ari Þór Arason er ungur háskólanemi sem missti for- eldra sína áratug fyrr. Faðir hans og alnafni hvarf spor- laust en móðir hans lést í bílslysi. Dag einn fær Ari Þór kreditkortareikning frá Bretlandi. Í ljós kemur að reikningurinn er í raun ætlaður föður hans. Á þessa leið er söguþráður spennusögunnar Falskrar nótu, fyrstu bókar Ragnars Jónassonar. Þetta er prýðilega hugmynd að fléttu og Ragnar vinnur ágætlega með hana; atburðarásin er sæmilega þétt og endahnútur- inn er snyrtilega bundinn. Akkilesarhæll bókarinnar er hins vegar stíllinn og fábrotin persónusköpun. Textinn er á köflum stirður og persónurnar flatar. Aðalpersónan er heldur bragðdauf. Eins er með aukapersónur, engin þeirra er gædd eigindum sem gera hana eftirtektarverða eða minnisstæðar. Betri persónusköpun og meiri togstreita hefði ljáð bókinni meiri dýpt. Þetta hlýtur að einhverju leyti að skrifast á útgefandann; hann hefði að ósekju mátt vera harðari við höfundinn . Þetta er jú hans fyrsta bók. Fölsk nóta er auðlesin bók og ágæt dægrardvöl sem slík. hann látið rækilega að sér kveða. Bergsteinn Sigurðsson Niðurstaða: Ágæt dægradvöl en skilur ekki mikið eftir sig.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.