Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 61
Hvað gerist ef sólin rís á mann- lausa jörð einn daginn og mann- kynið í heild sinni er horfið en alls staðar má sjá ummerki um það? Um það fjallar bókin Mannlaus veröld eftir bandaríska rithöfundinn Alan Weisman. Í bókinni bregður Weis- man ljósi á þá staðreynd að maður- inn er ekki herra náttúrunnar held- ur hluti, þó að hann hafi beygt hana undir sig að einhverju leyti. Mannlaus veröld er þörf áminn- ing, kannski óþarflega þörf. Mann- kindin hefur þá tilhneigingu að líta á sig sem drottnara jarðarinnar. Weisman fer yfir þróun manns- ins, frá því að ein tegund mannapa færði sig úr öryggi skógarins og út á slétturnar, fór síðan að rækta jurt- ir, halda húsdýr, kveikja eld, smíða verkfæri og á endanum skýjakljúfa og mengandi verksmiðjur. Weisman tekst vel til í að setja manninn í rétt samhengi. Text- inn er lipur og rennur áfram, nán- ast óaðfinnanlega þýddur af Ísak Harðarsyni. Framvinda bókarinn- ar er nánast eins og í spennusögu og höfundi tekst að flétta mann inn í sögu sem ætti þó flestum að vera kunn. Hann kann þá list að búa til stemmningu; lesandinn fylgir honum inn í myrkviði forsögulegra skóga, niður í lestargöng og upp á risastórar brýr. Weisman dregur mikinn fróðleik saman og persónu- gerir hvern kafla með því að kynna til sögunnar nýja rödd; skógfræð- inga, sérfræðinga og heimamenn á hverjum stað. Örstuttar per- sónulýsingar höfundar um radd- hljóm og háralit viðmælanda geta verið þreytandi, en bókin verður þó margradda fyrir vikið. Stærsti kostur bókarinnar er kannski um leið stærsti gall- inn. Með því að sýna fram á að ummerki um manninn hverfi á skömmum tíma - nokkur hundruð árum - tekst höfundi að taka mann- inn af stalli sínum og draga hann niður á jörðina, ef svo má segja. Um leið ýtir hann hins vegar undir þá hugmynd að gjörðir mannsins skipti kannski ekki svo miklu máli eftir allt, jörðin hristi og þurrki óværuna af sér og haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Weisman gerir hins vegar vel í að vekja fólk til umhugsunar um vandamálin sem steðja að jörð- inni. Hvort allir skrifa undir eitt- barn-á-fjölskyldu-lausnina sem hann stingur upp á skal ósagt látið. Bókin höfðar til ábyrgðar mannsins og ekki veitir af. Hún er því þörf lesning öllum sem byggja þessa jörð. Kolbeinn Óttarsson Proppé Niðurstaða: Þörf lesning öllum Þörf áminning Umræður um Evrópusambandið fara einatt fram á sérstöku tungu- máli þar sem gengur á með hugtök- um og skammstöfunum sem fæstir vita líklega hvað þýða nema þeir hafi lagt sig eftir því að stúdera uppbyggingu sambandsins ofan í grunninn. Fréttir um rammaá- ætlanir, framkvæmdastjórn og leiðtogaráð, Lissabon-sáttmála, kol og stál, Rómarsáttmála, EES fara áreiðanlega fyrir ofan garð og neðan hjá flestu fólki. Oft heyrist kallað eftir því að fræða þurfi almenning um Evr- ópusambandið svo hann geti tekið upplýsta afstöðu til spurningarinn- ar um aðild. Bókin bætir úr þessu og er upplýsingarit fyrir almenn- ing, þannig að fólk viti hvaðan á það stendur veðrið þegar ESB ber á góma. bókin nær þessum tilgangi sínum með sóma, sem er auðvitað hið þarfasta verk. Nú standa yfir aðildarviðræður milli Íslands og ESB. Það á að gera samning sem almenningur þarf að kjósa um og þess vegna er brýnt að koma málinu upp úr skotgröfum þar sem sannfærðir fylgjendur og andstæðingur hafast við. Eiríkur Bergmann, sem er einn þekktasti Evrópusinni landsins, er hins vegar ekki í neinum skot- gröfum í þessari bók heldur í hlut- verki alþýðufræðarans og tekur sig ágætlega út sem slíkur. Stíll bókarinnar er yfirleitt knappur og skýr og er það nokkurs virði að hér er sýnt fram á að hægt er að fjalla um málefni tengd ESB á manna- mál og á þann hátt að það nýtist flestum þeim sem geta lesið sér til gagns á annað borð. Eiríkur Bergmann fer í gegn- um grundvallaratriði sem tengjast sögu Evrópusambandsins, mark- miðum þess og formlegri upp- byggingu fyrr og nú; og líka þeim verkefnum sem aðildarþjóðirnar sameinast um að fela sambandinu að sinna. Tveir kaflar eru sérstak- lega helgaðir samskiptum Íslands og Evrópusambandsins, samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið og hvaða niðurstöðu Íslendingar geta búist við úr aðildarviðræðum. Pétur Gunnarsson Niðurstaða: Hið þarfasta verk. Yfirþjóðlegur fróðleikur Bókmenntir ★★★★ Frá Evróvisjón til evru Eiríkur Bergmann Bókmenntir ★★★ Mannlaus veröld Alan Weisman Reykjavíkurborg og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir keppni um hönnun minjagrips fyrir Reykjavík honnunarmidstod.is Keppnin er öllum opin og felst í því að hanna nýjan og einkennandi minjagrip fyrir Reykjavík. Verðlaunatillagan skal endurspegla vörumerki Reykjavíkurborgar, Reykjavík - Pure Energy. Vörumerkið vísar til þeirrar hreinu orku sem sem Reykjavík býr yfir í fleiri en einni merkingu: í náttúrunni, vatninu, menningunni og sköpunarkraftinum. Minjagripurinn verður einkennisgripur Reykjavíkur, seldur víða í borginni. Verðlaunahafi hlýtur 600.000 kr. verðlaun. Dómnefnd Áslaug Friðriksdóttir, formaður Menningar og ferðamálaráðs Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu Guðrún Erla Geirsdóttir, Menningar og ferðamálaráð Kristján Örn Kjartansson, arkitekt FAÍ Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuður Hörður Lárusson, grafískur hönnuður FÍT Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Keppnin hefst 14. október. Tillögum skal skila fyrir kl. 17.00, föstudaginn 15. febrúar 2010. Úrslit samkeppninnar verða kynnt á HönnunarMars 2010 en sýning á völdum innsendingum fer fram á sama tíma. KVIKMYNDATÓNLIST JOHN WILLIAMS John Williams hefur samið tónlist við fl eiri ódauðlegar bíómyndir en nokkur annar fyrr eða síðar og hefur hann verið tilnefndur til alls 45 Óskarsverðlauna. Tónlist hans er oft samin fyrir stóra og glæsilega sinfóníuhljómsveit þar sem spennan nýtur sín til fulls. Þetta eru tónleikar sem engir áhugamenn um kvikmyndir og góða tónlist mega láta fram hjá sér fara! Tryggðu þér miða í síma 545 2500 eða á www.sinfonia.is Fim. 22.10. - Uppselt Fös. 23.10. - Aukatónleikar „Megi mátturinn vera með þér“ Obi-Wan Kenobi, Star Wars Fös. 23.10.09 » 19:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.