Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 17.10.2009, Blaðsíða 68
 17. október 2009 LAUGARDAGUR Nefndu þrjá staði sem þú getur heimsótt aftur og aftur. Kristján Þórður: París. Aðal- dalur í Suður-Þingeyjarsýslu. Skaftafell. Tinna: Hallormsstaður, Vest- firðir og París. Ertu orðin/orðinn það sem þú ætlaðir að verða þegar þú yrðir stór? Kristján Þórður: Já. Það má segja það. Tinna: Nei, ég ætlaði að verða búðarkona eða snyrtikona eins og ég kallaði það. Kannski á ég það enn eftir. Hvað veit maður? En hvert er draumastarfið í dag? Kristján Þórður: Að stunda rit- störf. Tinna: Að vinna við leiklist, í öllum mögulegum myndum. Hvað veist þú, sem við hin vitum ekki? Kristján Þórður: Ýmislegt. Til dæmis hvað áhorfendur hlæja mikið á leiksýningunni „Fyrir framan annað fólk“. Reyndar vita þeir sem eru búnir að sjá sýning- una það líka. Tinna: Hvernig Hamarinn endar. Andi birtist og veitir þér þrjár óskir. Hvað biður þú um? Kristján Þórður: 1) Að hann komi líka til fólks sem mér þykir vænt um, jafn greiðvikinn. 2) Að ég megi hvísla að honum einum helstu óskinni minni. 3) Að hann komi aftur og heimsæki mig eftir ár, jafn bóngóður. Tinna: Alheimsfrið að sjálf- sögðu og réttlæti. Síðasta óskin er leyndarmál. Hver er mest framandi staður- inn sem þú hefur komið til? Kristján Þórður: Jamaíka. Tinna: Hong Kong. Hvert er þitt uppáhaldsleik- verk? Kristján Þórður: Listaverkið eftir Yasmina Reza. Tinna: Þessa dagana „Fyrir framan annað fólk“ í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Kristján Þórður: Eiga góða stund með mínum nánustu. Tinna: Get ekki gert upp á milli þess að vinna við leiklist, ferð- ast með manninum mínum og njóta samvista með vinum og fjöl- skyldu. En það leiðinlegasta? Kristján Þórður: Lesa fréttir um hörmungar. Tinna: Að efast. Hver er leiðin út úr kreppunni? Kristján Þórður: Hugvit, dugn- aður, þolgæði, nægjusemi og lífs- gleði. Tinna: Að læra af mistökum fortíðarinnar. Eftirlætislykt? Kristján Þórður: Ilmurinn af birkitrjám eftir rigningu. Tinna: Lykt af arineldi. Hver er fyndnasti ættingi þinn? Kristján Þórður: Litla dóttir mín, Thea Snæfríður. Tinna: Kristján Þórður. Ekki spurning. Hvað gerist að loknu þessu jarðlífi? Kristján Þórður: Hið óþekkta tekur við. Tinna: Ja, ef ég vissi það … París í uppáhaldi Kristján Þórður og Tinna Hrafnsbörn eru ekki bara systkini heldur líka samstarfsfélagar og perluvinir. Tinna leikur eitt af aðalhlutverkunum í leik- riti Kristjáns Þórðar, „Fyrir framan annað fólk“, sem sýnt er í Hafnarfjarðar- leikhúsinu og hefur fengið glimrandi viðtökur. Hólmfríður Helga Sigurðar- dóttir tók systkinin í þriðju gráðu yfirheyrslu. ÞÉTT FJÖLSKYLDUBÖND Tinna leikur annað tveggja hlutverka leikverksins „Fyrir framan annað fólk“ eftir bróður sinn, Kristján Þórð, á móti manni sínum, Sveini Geirssyni. Verkinu leikstýrir svo eiginkona Kristjáns Þórðar, Melkorka Tekla Ólafsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞR IÐ JA G R Á Ð A N NAFN OG GÆLUNAFN: Tinna Hrafnsdóttir, stundum kölluð Tinns. LÍFSFERILLINN Í HNOTSKURN: Það er ekki áfangastaðurinn heldur ferðalagið sem skiptir máli. NAFN OG GÆLUNAFN: Kristján Þórður Hrafnsson, kallaður KÞH. LÍFSFERILLINN Í HNOTSKURN: Varð gagntekinn af heimi skáldskaparins sem barn og hef verið það síðan. Hetjuganga fjölskyldunnar Komdu í miðbæjargöngu á morgun og kynnstu hetjunum upp á nýtt. Lagt verður af stað frá styttunni af Jóni forseta við Austurvöll kl. 14 á sunnudag. Allir velkomnir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.