Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 70
42 17. október 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
Friðarbogin, fyrstu sam-
tök sam- og tvíkyn-
hneigðra í Færeyjum,
voru stofnuð fyrir slétt-
um sex árum. Yfirlýst
markmið samtakanna
er að vinna að bættum
pólitískum-, menningar-
legum og félagslegum
réttindum sam- og tví-
kynhneigðra Færeyinga.
Samtökin stóðu fyrir
fyrstu Gay Pride göng-
unni í Færeyjum sumar-
ið 2005. Þau eru einn-
ig aðili að ANSO, sam-
bandi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og
transgender nemenda meðal norrænna þjóða.
Upphaflegt nafn samtakanna var Ælabog-
in, sem er færeyska yfir
regnboga. Nafninu var
breytt eftir að hljóm-
sveit sem ber sama
nafn bað samtökin að
breyta nafni sínu.
Rasmus Rasmuss-
en, tónlistar- og út-
varpsmaður, var einn
af stofnendum samtak-
anna. Í viðtali við vef-
síðu Samtakanna ’78
í nóvember árið 2006
sagði hann samtök-
in hafa unnið gott starf
í byrjun en stöðugleika
vantaði í starfsemi samtakanna, meðal annars
vegna þess að flestir stofnmeðlima hefðu flust
til útlanda.
ÞETTA GERÐIST: 17. OKTÓBER 2003
Færeysk samtök samkynhneigðra
MERKISATBURÐIR
1091 Hvirfilbylur skellur á mið-
borg Lundúna með þeim
afleiðingum að tveir láta
lífið.
1610 Loðvík XIII. er krýndur
konungur Frakklands.
1755 Kötlugos hefst með miklu
jökulhlaupi og öskufalli
og er talið mesta ösku-
gos í Kötlu á sögulegum
tíma. Gosið stendur fram í
febrúar.
1941 Ellefu bandarískir hermenn
farast þegar þýskur kafbátur
skýtur á bandarískan tund-
urspilli vestur af Íslandi.
Þetta eru fyrstu bandarísku
hermennirnir sem farast í
seinni heimsstyrjöld.
1987 Brasilísk hjón eru tekin
föst í Hveragerði með 450
grömm af kókaíni. Þetta
var mesta magn kóka-
íns sem þá hafði fundist í
einu lagi á Íslandi.
EMINEM FÆDDIST ÞENNAN DAG
ÁRIÐ 1972.
„Ég er heimskur, ljótur, vit-
laus og ég lykta illa. Var ég
búinn að minnast á hversu
heimskur ég er?“
Eminem er einn vinsælasti
rappari sögunnar og hefur
selt plötur í bílförmum um
allan heim. Hann lék einnig
aðalhlutverkið í kvikmyndinni
8 Mile árið 2002 og hlaut Ósk-
arsverðlaunin fyrir lagið Lose
Yourself úr myndinni.
ZIGGY MAR-
LEY tónlistar-
maður er 41
árs í dag.
ZAC EFRON
leikari er 22
ára í dag.
WYCLEF
JEAN tónlist-
armaður er
37 ára í dag.
KIMI
RÄIKKÖNEN
ökuþór er
þrítugur.
Jóhann Pétur Sveinsson, lögfræðing-
ur og formaður Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra, hefði orðið fimm-
tugur á þessu ári. Af því tilefni býður
stjórn Minningarsjóðs Jóhanns Péturs
landsmönnum að fagna þessum tíma-
mótum á afmælis- og styrktarkvöldi á
Kringlukránni í kvöld.
„Við stofnuðum minningarsjóðinn
ári eftir lát Jóhanns Péturs með það
að markmiði að halda minningu hans
á lofti og til að halda áfram þeirri bar-
áttu sem hann hóf undir orðunum Sam-
félag fyrir alla,“ segir Harpa Cilia Ing-
ólfsdóttir, ekkja Jóhanns Péturs, sem
lést aðeins 35 ára gamall. Tilgangur
sjóðsins er að styrkja hreyfihamlaða
einstaklinga til náms með ýmsu móti
og einnig að styrkja einstök málefni
varðandi aðgengi fatlaðra.
Jóhann Pétur Sveinsson var einn af
merkari mönnum samtímans og braut-
ryðjandi á sinn hátt. Hann fæddist 18.
september 1959 og fyrsta hluta ævinn-
ar dvaldi hann meira og minna á spítöl-
um sökum barnaliðagigtar en stundaði
nám og félagslíf engu að síður. Hann
braust í gegnum menntakerfið og ruddi
þannig úr vegi margvíslegum hindrun-
um sem á þeim tíma komu í veg fyrir
að hreyfihamlaðir einstaklingar hefðu
aðgengi að ýmsum menntastofnunum.
Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Ís-
lands og framhaldsprófi í félagsrétti
frá Óslóarháskóla.
Jóhann Pétur rak lögmannastofu
á Seltjarnarnesi ásamt félaga sínum.
Hann var formaður Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra, og beitti sér
kröftuglega í þágu mannréttinda. Þá
barðist hann ötullega fyrir „þjóðfélagi
án þröskulda“ og fékk meðal annars þá-
verandi borgarstjóra, Davíð Oddsson,
til þess að ferðast um í hjólastól dag-
langt til þess að hann mætti kynnast
því hvernig ferlimálum fatlaðra væri
háttað í borginni. Hann var einnig
harður í stjórnmálum og gegndi til að
mynda formennsku í Framsóknarfélagi
Seltjarnarness um árabil. Sem sönnum
Skagfirðingi var honum söngur í blóð
borinn og söng hann með Skagfirsku
söngsveitinni um árabil og einnig með
sönghópnum Veirunum.
Til að halda minningu Jóhanns Pét-
urs á lofti verður eins og áður sagði
haldið styrktarkvöld í kvöld. „Við verð-
um með hliðarsalinn á Kringlukránni
og hefst skemmtunin klukkan níu. Þar
munu einhverjir segja skemmtilegar
sögur en annars snýst þetta bara um
að koma saman og gleðjast í minningu
Jóhanns Péturs,“ segir Harpa og tekur
fram að allir séu velkomnir, enginn að-
gangseyrir sé rukkaður en fólki sé gef-
inn kostur á að styrkja minningarsjóð-
inn.
Næsta úthlutun úr sjóðnum verður á
Alþjóðadegi fatlaðra 3. desember 2009.
Er það ósk Hörpu og annarra stofnenda
sjóðsins að mögulegt verði að veita
styrki á hverju ári. Þeim sem vilja
styrkja sjóðinn er einnig bent á banka-
reikning nr. 342-18-640098. Kennitala
er 570269-2169. solveig@frettabladid.is
MINNINGARSJÓÐUR JÓHANNS PÉTURS SVEINSSONAR: HELDUR STYRKTARKVÖLD
Halda áfram baráttu Jóhanns
MINNAST JÓHANNS Harpa Cilia, ekkja Jóhanns, og Jóhann Pétur yngri vilja halda minningu Jóhanns Péturs eldri á lofti og halda áfram baráttu
hans fyrir bættri stöðu fatlaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
AFMÆLI
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Elskulegur faðir minn, bróðir okkar og
mágur,
Guðjón Sigurðsson
Eskihlíð 26, Reykjavík,
er lést þriðjudaginn 6. október sl. verður jarðsunginn
mánudaginn 19. október frá Garðakirkju, Álftanesi.
Anna Björg Guðjónsdóttir
Rafn Sigurðsson Guðrún Nielsen
Jónfríður Sigurðardóttir Ólafur Nielsen
Guðmunda Lilja Sigvaldadóttir Helga Nielsen
og aðrir aðstandendur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Ævar Sigfússon
fv. verkstjóri og fiskmatsmaður
frá Bergholti Raufarhöfn,
lést á líknardeild Landspítalans 10. október. Útförin
fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 19. október kl.
11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á LAUF,
Landssamtök áhugafólks um flogaveiki.
Linda Björk Ævarsdóttir Kristján Steinar Kristjánsson
Þórunn Elfa Ævarsdóttir Björn Sigurðsson
og barnabörn.
Hjördís Geirs söngkona
heldur tvenna tónleika í
Salnum í Kópavogi á morg-
un í tilefni af fimmtíu ára
söngafmæli sínu.
Þar verður farið yfir söng-
feril Hjördísar undanfarin
fimmtíu ár. Henni til halds
og trausts verða meðal ann-
ars Hera Björk dóttir Hjör-
dísar, Friðrik Ómar, Labbi í
Mánum, systur Hjördísar,
Brynhildur og Úlfhildur, og
fleiri. Hljómsveitarstjóri
verður Pálmi Sigurhjartar-
son, sem mætir með vaska
sveit sér við hlið.
Hjördís hefur gert víðreist
á árinu og meðal annars
haldið tónleika á Selfossi og
nágrenni, Drangsnesi, Laug-
um í Reykjadal og í Ráðhús-
inu í Reykjavík. Hápunktur-
inn eru tónleikar sem Hjör-
dís heldur í Salnum.
Uppselt er á tónleikana
á morgun klukkan 20. Sér-
stakir aukatónleikar verða á
morgun klukkan 16.
Fagnar 50 ára
söngafmæli
Í HÁLFA HÖLD Hjördís Geirs fagn-
ar fimmtíu ára söngafmæli með
tvennum tónleikum í Salnum á
morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA