Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 76
48 17. október 2009 LAUGARDAGUR
OKKUR
LANGAR Í
…
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Það er aftur farið að skína í hold
í tískuheiminum. Fyrir haust og
vetur 2009 sýndu margir hönn-
uðir svart siffon sem leyfir holdi
að gægjast í gegn á kynþokkafull-
an en ekki of áberandi hátt. Ric-
ardo Tisci hjá Givenchy og Stef-
ano Pilati hjá Yves Saint Laurent
notuðu mikið gegnsæjar blússur
með síðum pilsum eða buxum og
Roberto Cavalli tók þetta alla leið
með alveg gegnsæjum síðkjól sem
skildi lítið eftir fyrir ímyndunar-
aflið. - amb
GEGNSÆTT OG KYNÞOKKAFULLT
SVART, SEXÍ SIFFON
SEXÍ Gegnsæ blússa með fjöðrum við
klassískar svartar buxur frá Givenchy.
SÍTT Alveg gegnsær svartur síðkjóll frá
Roberto Cavalli.
BLÚNDA Hvítur gegnsær kjóll með axla-
púðum frá Givenchy.
GAMALDAGS Mörg lög af svörtu
gegnsæju efni við leggings frá Roberto
Cavalli.
BERT Fleginn svartur jakki með
brjóstahaldara undir frá Givenchy.
SEIÐANDI Gegnsæ blússa með svörtum
brjóstahaldara undir og leðurhönskum
við frá Givenchy.
GEGNSÆTT Fallegur
kjóll með gegnsærri
blússu frá Yves
Saint Laurent.
> REKIN FYRIR AÐ VERA OF FEIT
Tölvuunnar myndir af fyrirsætunni Filippu Ham-
ilton í auglýsingu fyrir Ralph Lauren hafa vakið
töluverða athygli vestanhafs. Ljósmyndin lætur
fyrirsætuna líta út fyrir að vera með mjaðmir
sem eru grennri en þvermál höfuðsins. Filippa
hefur sagt í fjölmiðlum að hún hafi verið rekin
frá Ralph Lauren fyrir að vera feit en þó myndi
hún teljast hraustleg og grönn kona í hinum
raunverulega heimi. Þessi
dá sam-
lega
ullarkápa
lífgar upp
á veturinn
og fæst
í Fabelhaft,
Laugavegi. Falleg og drottningarleg handtaska
frá Vivienne Westwood. Fæst í
KronKron.
Flottara augnskuggabox höfum
við sjaldan séð. Fullkomið fyrir
partíhelgina. Frá Bobbi Brown.
Á hverju hausti er einn sjónvarpsþáttur sem allir verða að horfa á og
í þetta sinn virðist það vera vampíruþátturinn True Blood sem hefur
slegið rækilega í gegn. Þátturinn sá fjallar um vampírur í suðurríkjum
Bandaríkja og er stútfullur af ofbeldi, kynlífi og sukki. Þar sem ég hef
ætíð heillast af vampírusögum allt frá gömlu þöglu vampírumyndunum
með Bela Lugosi upp til vampíruskáldsagna Anne Rice hef ég reynt að
sökkva mér niður í þessa bandarísku þætti
án árangurs. Mér finnst þeir bara frekar
niðrandi fyrir vampírur. Það er eitthvað við
þá sem minnir mig á hina hræðilegu Twi-
light-mynd þegar allt sem tengist vampírum
virðist vera stillt inn á bandaríska „emo“-
unglinga. Það vantar allt „goth“ í True Blood,
allan Bela Lugosi gotneskan hrylling og alla
rómantíkina um hina eilífu ást. Vampírur
nefnilega stunda ekki kynlíf og eru aldrei
aumingjar á því. Þær eru töff og kynþokka-
fullar og fullar af klassa. Ef þið viljið sjá
alvöru, svalar vampírur, horfið þá á The
Hunger með Catherine Deneuve og David
Bowie eða Drakúlumynd Coppola. En það má áætla að mikið vampíru-
æði sé hafið á ný enda fullt af kvikmyndum um vampírur á leiðinni. Það
má eflaust draga margar samfélagslegar ályktanir af þessu, til dæmis að
unglingar séu þunglyndir og sæki í að óhlýðnast foreldrum sínum, vera
fúll á móti, drekka áfengi, taka eiturlyf og stunda kynlíf. Eflaust kemur
vampíruútlitið eitthvað fram í tískuheiminum á næstu misserum og þá
myndi ég forðast að taka True Blood og ömurlega „emo-gothara“ sem
fyrirmynd. Best er þá að ímynda sér að maður búi í London sirka 1890
með ívafi af rokki sjöunda áratugarins. Þessi stíll myndi blanda saman
þröngum svörtum fatnaði, svörtum ælæner og smá blúndum úr Fríðu
frænku eða svipaðri verslun. Ímyndið ykkur Aubrey Beardsley eða
Edgar Allan Poe ef þeir hefðu hlustað á Bauhaus. Svartur varalitur og
litað hár held ég að sé dálítið of mikið af því góða því að alvöru „goth“-
útlitið svokallaða dó eiginlega síðastliðið haust. Ég vona að minnsta kosti
að alvöruvampírur eigi sér viðreisnar von eftir True Blood.
Vertu alvöruvampíra í vetur