Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 78

Fréttablaðið - 17.10.2009, Page 78
50 17. október 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Tónlistarkonurnar Lára Rúnarsdóttir og Hafdís Huld gáfu báðar út nýjar plötur fyrir skömmu. Þessir ólíku persónuleikar hittust í fyrsta sinn í viðtalsherbergi Fréttablaðsins og fór vel á með þeim. Plata Láru Rúnarsdóttur heitir Surprise og er sú þriðja í röðinni úr hennar herbúðum. Plata Haf- dísar er aftur á móti hennar önnur afurð. Nefnist hún Synchronised Swimmers, þar sem bæði strákar og ofurhetjur koma við sögu. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta plata Láru, Þögn, kom út. Síðan þá hefur margt á daga hennar drif- ið. Fyrst fluttist hún til Madríd á Spáni sem skiptinemi þegar hún var í kennaranámi. Tón- listin var að sjálfsögðu ekki langt undan á hinum suðrænu slóðum. „Ég tók nokkur gigg og það var mjög gaman,“ segir Lára, róleg og yfirveguð. „Þar fær maður borgað fyrir að spila og það hjálpaði mjög mikið við að borga af námsláninu. Ætli það hafi ekki verið fyrsta borgaða giggið mitt,“ bætir hún við og hlær. Minni dramatík en áður Eftir að hún kom heim eignað- ist hún dótturina Emblu Guðríði með kærasta sínum, trommar- anum Arnari Þór Gíslasyni, sem spilar einmitt á nýju plötunni. Eins og gefur að skilja hafði dótt- irin áhrif á tónlistarsköpun Láru, enda er platan tileinkuð frumburð- inum. „Hún er svolítið glaðlegri og poppaðri. Þetta fylgir því hvernig manni líður,“ segir hún um Sur- prise. Hún bætir við að dramatíkin sé minni á nýju plötunni en þeim fyrri. „Ég er ekki í neinu stráka- rugli lengur. Ég er búin að velja minn mann og hann er kominn til að vera.“ Eitt lag á plötunni, Crystals, samdi hún fyrir afa sinn þegar hann varð sjötugur en textanum var breytt fyrir útgáfuna sem er á plötunni. Nokkru síðar samdi hún lag um ömmu sína en það syng- ur hún eingöngu með hljómsveit- inni Lifun. „Þau eiga þetta skilið,“ segir hún og greinilegt að henni þykir mjög vænt um afa sinn og ömmu. Ekki eins krúttleg Lára mun hita upp fyrir Hafdísi Huld á útgáfutónleikum hennar á Rósenberg annað kvöld. „Mér finnst hún flott. Hún er með skemmtilegan húmor og ég hlust- aði mikið á fyrstu plötuna hennar,“ segir hún um Hafdísi, sem gengur skömmu síðar inn í herbergið. Haf- dís er mun opnari persónuleiki en Lára og er afar prakkaraleg týpa. Hún segir að fyrsta platan, Dirty Paper Cup, hafi verið mjög óraf- mögnuð og töluvert öðruvísi en sú nýja. „Á þessari plötu fór ég með band í gamla hlöðu í Scarborough og við vorum þar í viku. Þar voru hænur á vappi og mjög kósý en ógeðslega kalt,“ segir Hafdís, sem lagði áherslu á að búa til íslenska stemningu við upptökurnar. Haf- dís hefur stundum verið nefnd í sömu andrá og krúttkynslóðin. Hún viðurkennir að fyrsta plat- an hennar hafi verið í þeim anda. „Það var allt krúttlegt á fyrstu plötunni en þetta er aðeins full- orðinslegra núna.“ Breskur kær- asti hennar, Alisdair Wright spilar á plötunni, rétt eins og Arnar Þór gerir á plötu Láru. Alistair semur einnig með henni nokkur lög. „Við kynntumst í tónlistarnámi í Lond- on og hann var í framhaldsnámi í píanóleik,“ segir hún og er augljós- lega yfir sig ástfangin. Köngulóarmaður handtekinn Vinsælasta lag Syncronized Swimmers til þessa, Könguló, hefur vakið mikla athygli enda var það samið um franska „köngulóar- manninn“ Alain Robert sem klíf- ur háhýsi eins og að drekka vatn. „Það er búið að handtaka hann í Malasíu,“ segir Hafdís afar ósátt, enda er Alain orðinn góður vinur hennar. Er hún meira að segja með leyninúmerið hans í síman- um sínum. Hún játar að vinsældir Köngulóar hafi hjálpað sér mikið í útlöndum. „Ég er búin að fara í fimmtán mismunandi útvarpsvið- töl og fæ alltaf að tala um könguló- armanninn á milli þess sem krepp- an kemst að.“ Útgáfutónleikar Hafdísar verða tvennir. Fyrst á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og síðan á Rósen- berg á morgun. Útgáfutónleikar Láru verða í byrjun nóvember og næsta sumar ætlar hún síðan í tón- leikaferð um landið. freyr@frettabladid.is MEIRI ÁST OG MINNA DRAMA Mad Men-leikkonan January Jones var kærasta leikarans Ash- tons Kutcher á árunum 1998 til 2001. Hún var þá fyrrverandi fyr- irsæta sem hafði ákveðið að reyna fyrir sér sem leikkona. Í nýjasta hefti tímaritsins GQ segir Jones að hún eigi leiklistarferil sinn Kutcher að þakka. „Hann studdi ekki við bakið á mér. Hann sagði við mig: „Ég held að þú eigir ekki eftir að verða góð leikkona.“ Núna getur hann aðeins sagt góða hluti um leik minn, ef hann hefur á annað borð eitthvað að segja. Ég ætti að þakka honum af því að um leið og einhver segir við mig að ég geti ekki gert eitthvað, þá fyrst verð ég ákveð- in í að láta það ræt- ast.“ Jones hefur verið tilnefnd til Golden Globe- verðlaunanna fyrir leik sinn í Mad Men. Þakkar Ash- ton fyrir Leikarinn Robert Pattinson segist eiga erfitt með að finna stúlku sem vilji fara með honum á stefnumót þrátt fyrir vinsæld- ir sínar meðal ungra kvenna. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá skil ég eiginlega ekki hvað er í gangi. Í gær fékk ég mér hádegis- mat og allt í einu voru um fjögur hundruð manns fyrir utan veit- ingastaðinn. Þetta er svo klikkað og svona er þetta alla daga … ég bara get ekki tekið þetta alvar- lega. Stúlkurnar kalla á Edward, vampíruna úr Twilight, en nafnið mitt heyrist ekki. Ég hef enn ekki fundið stúlku sem vill fara með mér á stefnumót,“ segir leikar- inn ungi. Kemst ekki á stefnumót TVÆR TÓNLISTARKONUR Hafdís Huld og Lára Rúnarsdóttir hafa gefið út nýjar plötur sem heita Surprise og Synchronised Swimmers. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI >SELUR KASTALANA Leikarinn Nicolas Cage hefur sett kastalann sinn á Bretlandseyjum í sölu. Kappinn þarf að losa sig við skuldir upp á 6,6 milljón- ir dollara, eða rúmlega 800 milljónir íslenskar krónur. Cage er þegar búinn að selja einn kastala á árinu og hann er að reyna að selja villurnar sínar í Hollywood og New Orleans. Galgopabandið Hvanndalsbræður var stofnað árið 2002. Rögnvaldur „gáfaði“ Rögnvaldsson var ávallt í fararbroddi og þegar hann yfirgaf bandið í vor áttu margir von á að sveit- in væri í andaslitrunum. Það var nú aldeilis ekki. Bandið hélt áfram án Rögnvaldar og hefur aldrei verið eins vinsælt og í dag. Lögin „La-la-lagið“ og „Vinkona“ hafa flogið upp flesta vinsældalista landsins. „Þetta er eiginlega bara alveg ótrú- legt. Það er bara alveg brjálað að gera hjá okkur. Eins og Röggi segir sjálfur þá var hann ekki fyrr búinn að pakka niður gítarnum að það fór eitthvað að gerast hjá bandinu,“ segir Valur Hvanndal og bætir við: „Við lítum nú reyndar þannig á að Röggi sé bara í pásu. Að ná áttum og komi svo tvíefldur til baka. Hann kom reyndar með okkur um síð- ustu helgi þegar við vorum að spila á Selfossi og í Keflavík. Hann var í miðasölunni og fannst það æðislegt.“ Valur segir „eitt smellið jólalag“ á leiðinni og svo ný plata næsta vor. Hljómsveitin er spiluð í spað um þessar mund- ir á bæði FM, Kananum og Bylgjunni og strákarnir skilja það ekki. „Einhvern tímann hefði það ekki verið fræðilegur möguleiki að við værum spilaðir á þessum stöðvum, en tím- arnir eru greinilega breyttir og mennirnir með,“ segir Valur. „Við höfum hingað til plumað okkur ágætlega bara á Rás 2. Okkur finnst það aðallega bara fyndið að við séum spilaðir á FM957!“ Hvanndalsbræður halda uppi stuðinu frá kl. 22 í kvöld á Kaffi Rósenberg. - drg Fyndið að vera spilaðir á FM VINSÆLIR! Hvanndalsbræður: Vilmar, Valur, Sumarliði, Pétur og Rögnvald- ur. Miðasala á salurinn.is og midi.is. Einnig er hægt að kaupa eða panta miða í SALNUM virka daga milli kl. 14 og 18 og fram að tónleikum á tónleikadögum. Jón Ólafsson ásamt góðum gestum í Salnum, Kópavogi. Spjallað og spilað á sviðinu. Af fingrum fram MIÐASALA • 5700 400 29.10 Diddú 12.11 Magnús Kjartansson 26.11 Stefán Hilmarsson (örfá sæti laus) • S ÍA • 9 17 29

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.