Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 17.10.2009, Qupperneq 80
52 17. október 2009 LAUGARDAGUR Skjár einn hyggst loka dag- skrá sinni hinn 15. nóvem- ber. Áskriftargjald verður innheimt hálfum mánuði síðar, eða 1. desember. Sjónvarpsstjóri stöðvarinn- ar segir þetta vera algjört neyðarúrræði til að halda stöðinni gangandi. „Í mínum huga er það tvennt sem maður getur gert, svekkt sig yfir því hvernig aðstæðurnar eru eða tekið til endurskoðunar allt sem maður hefur sagt að maður myndi aldrei gera. Við gerðum það síðar- nefnda,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásmiðla. Í gær var tilkynnt að Skjár einn hygðist hætta að vera ókeypis eftir tíu slík ár í loftinu. Áskriftargjald verður rukkað frá 1. desember og verður það 2.200 krónur. Sjónvarpsdagskránni verð- ur hins vegar læst hinn 15. nóv- ember en þeir sem verða búnir að skrá sig fyrir áskrift fyrir þann tíma geta horft á sjónvarpsstöð- ina endurgjaldslaust. Opinn gluggi verður hins vegar milli hálf sjö og átta á kvöldin. Sigríður kveðst ekki vilja rýna í baksýnisgluggana og reyna að kryfja til mergjar hvað hefði getað forðað sjónvarpsstöðinni frá þessu neyðarúrræði. En bendir engu síður á að nú sé ár liðið frá hruni og enn hafi ekki neinar takmark- anir verið settar á auglýsingatekj- ur Ríkissjónvarpsins. Eitthvað sem hefði gjörbreytt umhverfinu. „Hefði það getað forðað okkur frá þessu? Ég veit það ekki. Við vitum að allir stjórnmálaflokkar vilja leggja þessu máli lið en þeir eru bara ekki í aðstöðu til þess núna. Þetta er spurning sem við höfum reynt að svara í heilt ár en núna urðum við bara að grípa sjálf til aðgerða í stað þess að bíða eftir ákvörðunum stjórnmálamann- anna. Ég held að það sé einfaldlega óraunhæft að ætlast til þess að þessu verði breytt á næstunni.“ Sigríður er ekki reiðubúin til að gefa upp hversu marga áskrif- endur Skjár einn þarf til að halda stöðinni gangandi. „En það segir sig sjálft, að við erum með lágt verð og viljum fá sem flesta. Við reiknum síðan fastlega með því að auglýsingamagnið muni minnka í samræmi við áskriftirnar.“ Sigríður fullyrðir að Skjár einn hefði lifað af í sinni gömlu mynd ef ekki hefði orðið bankahrunið, ókeypis sjónvarpsstöð sé vel raun- hæfur möguleiki. „Við værum að skila hagnaði núna. Staðan er bara þannig að efnisgjöldin hækkuðu um hundrað prósent, auglýsing- arnar drógust saman um helming og RÚV er enn á auglýsingamark- aði. Þetta hefði bara verið dauða- stríð ef við hefðum haldið áfram á sömu braut.“ freyrgigja@frettabladid.is Neyðarráðstöfun hjá Skjá einum DAUÐASTRÍÐ Sigríður Margrét Oddsdótt- ir segir að það hefði verið dauðastríð ef Skjár einn hefði haldið áfram að vera ókeypis í loftinu. Mikill áhugi var fyrir tónleik- um norska dúósins Kings of Con- venience sem voru haldnir í Frí- kirkjunni í gærkvöldi á vegum Iceland Airwaves. Löng biðröð var eftir miðum á tónleikana fyrir utan Skífuna á Laugavegin- um og þurftu um hundrað manns frá að hverfa. „Erlend Øye kom á sínum tíma hingað með Whitest Boy Alive. Hann þekkir því hátíð- ina og varð ástfanginn af henni,“ segir Róbert Aron Magnússon hjá Airwaves. „Hann óskaði eftir því að spila hvergi annars staðar en í Fríkirkjunni eftir að hann sá gigg þar með Jóhanni Jóhannssyni árið 2006.“ Enginn annar og fjöl- mennari tónleikastaður kom því til greina í þetta sinn en Fríkirkjan sem tekur um 450 manns í sæti. - fb Löng biðröð á Kings LÖNG BIÐRÖÐ Mikill áhugi var fyrir tón- leikum norsku hljómsveitarinnar Kings of Convenience. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.