Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 81

Fréttablaðið - 17.10.2009, Síða 81
LAUGARDAGUR 17. október 2009 53 Rokksveitin Vonbrigði heldur sína fyrstu tónleika í um eitt ár á skemmtistaðnum Amsterdam í kvöld. Um nokkurs konar útgáfu- tónleika er að ræða vegna plöt- unnar Tapír sem hljómsveitin gaf út í vor. Hún var fyrsta plata Vonbrigða síðan Eðli annarra kom út en á henni voru lög með gömlu efni frá árunum 1981 til 1985. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Ó Reykjavík, sem hljóm- aði í myndinni Rokk í Reykjavík, og hefur allar götur síðan haldið sama fjögurra manna kjarnan- um. Frítt verður inn á tónleik- ana í kvöld og mun hljómsveitin Dýrðin hita upp. Vonbrigði með tónleika VONBRIGÐI Rokksveitin Vonbrigði heldur sína fyrstu tónleika í langan tíma í kvöld. Íslensku dauðarokkararn- ir í Beneath hafa gert samning við plötufyrirtækið Mordbrann Musikk í Kaliforníu. Samningur- inn kveður á um útgáfu á fyrstu þröngskífu sveitarinnar, sem nefnist Hollow Empty Void. Hún inniheldur sex lög, þar á meðal tvö aukalög sem voru tekin upp á tíu ára afmælistónleikum Dord- inguls í vor. Beneath hefur getið sér gott orð að undanförnu. Hún hitaði upp fyrir The Black Dahlia Murder á sínum fyrstu tónleikum í janúar og spilaði fyrst íslenskra hljómsveita á hinni þekktu þunga- rokks hátíð Wacken Open Air í Þýskalandi í ágúst. Bandarískur samningur BENEATH Hljómsveitin Beneath hefur gert samning við plötufyrirtækið Mord- brann Musikk. Vinurinn Courteney Cox segist þurfa að hafa hraðann á vilji hún annað barn, en hún er nú 45 ára. „Við erum ekki byrjuð að reyna, en við vitum að við þurfum að hafa hraðann á. Ég er tilbúin til að verða móðir á ný, en aðeins af því að ég veit að klukkan tifar. Ef ég væri tíu árum yngri mundi ég bíða í eitt ár til viðbótar. Mér fynd- ist fínt að það væri smá ald- ursmun- ur á milli barn- anna því þá gæti Coco hjálpað mér með næsta barn. Að eiga eitt er erfitt. Að eiga tvö börn er örugglega enn erfiðara,“ sagði leikkonan, en hún og eiginmað- ur hennar, David Arquette, eiga saman dótturna Coco Riley sem er fædd árið 2004. Vill annað barn bráðum Útgáfuhóf var haldið í Eymunds- son Skólavörðustíg til að fagna útkomu bókarinnar Samtöl Matthíasar Johannessen. Matthías Johannessen skrifaði samtöl við merka Íslendinga og valinkunna erlenda aðila er hann starfaði sem blaðamaður og rit- stjóri Morgunblaðsins. Almenna bókafélagið gaf viðtölin út í fimm viðtalsbókum en þær eru löngu uppseldar. Nú hefur Þröstur Helgason valið áhugaverðustu samtölin úr öllum bókunum og bætt fleiri samtölum við til að hafa í þessari bók, auk þess að skrifa inngang að samtölunum. Í hófinu, þar sem margir góðir gestir litu við, ræddi Þröstur stuttlega um Matthías og sam- tölin. Samtöl Matthíasar gefin út Í LOPAPEYSU Matthías Johannessen var þjóðlegur í lopapeysunni í útgáfuhófinu. Hér ræðir hann við Agnesi Bragadóttur, blaðamann Morgunblaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GÓÐIR GESTIR Pálína Magnúsdóttir, Ingólfur Kristjánsson og Ragnar Steinars- son voru á meðal gesta í hófinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.