Fréttablaðið - 17.10.2009, Side 88

Fréttablaðið - 17.10.2009, Side 88
60 17. október 2009 LAUGARDAGUR Iceland Express-deild karla: Keflavík-Breiðablik 96-74 Stjarnan-Fjölnir 90-67 Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 30, Fannar Helgason 24, Justin Shouse 18, Kjartan Kjartans- son 8, Birgir Pétursson 5, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Ingvason 2, Magnús Helgason 1. Stig Fjölnis: Magni Hafsteinsson 13, Ægir Steinarsson 12, Tómas Tómasson 12, Chris Smith 10, Árni Jónsson 6, Arnþór Guðmundsson 5, Garðar SVeinbjörnsson 5, Sverrir Karlsson 2, Níels Dungal 2. Tindastóll-Grindavík 64-95 Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 20, Friðrik Hreinsson 11, Michael Giovacchini 10, Helgi Margeirsson 8, Helgi Viggósson 5, Sveinbjörn Skúlason 4, Axel Kárason 3, Hreinn Birgisson 2, Einar Einarsson 1. Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 18, Ama- ani Bin Danish 18, Páll Axel Vilbergsson 17, Arnar Freyr Jónsson 10, Ómar Sævarsson 10, Ármann Vilbergsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ólafur Ólafsson 4, Þorleifur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 2. ÚRSLIT FÓTBOLTI KR er án markmanns í kjölfar þess að Stefán Logi Magn- ússon var seldur til norska úrvals- deildarliðsins Lilleström sem hann samdi við til ársins 2013. Stefán hefur verið í láni hjá Lilleström síðustu mánuði og slegið í gegn. Svo vel hefur Stefán staðið sig að norska liðið var til í að greiða meira fyrir hann en gengur og ger- ist með markverði á Norðurlönd- unum. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Fréttablaðsins er salan á Stefáni Loga sú stærsta í sögu KR og upphæðin yfir 30 milljón- ir íslenskra króna. Gengið hjálpar þarna vissulega til en þrátt fyrir það er Stefán Logi að fara fyrir talsvert hærri upphæð en gengur og gerist í sölu markvarða á Norð- urlöndunum. „Ég vil ekkert tjá mig um verðið á Stefáni. Það er bara ánægjulegt að málinu sé lokið,“ sagði Krist- inn Kjærnested, formaður knatt- spyrnudeildar KR, en það er ljóst að KR-ingar þurfa að finna arftaka Stefáns Loga. KR var með Norðmanninn Andre Hansen að láni frá Lillestr- öm en lánssamningur hans er á enda runninn. KR hefur lýst yfir áhuga á að fá Andre aftur en allt er óráðið í þeim efnum. „Við höfum verið að einbeita okkur að því að klára söluna á Stefáni áður en við tækjum næstu skref í málinu. Auðvitað vantar okkur markvörð og Andre stóð sig vel og kemur því til greina. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist með það mál en ef það geng- ur ekki leitum við bara eitthvert annað eftir nýjum markverði,“ sagði Kristinn. Andre á ár eftir af samningi sínum við Lilleström og í kjölfar kaupanna á Stefáni Loga stefnir ekki í að hann sé að fara að spila mikið hjá félaginu. Stefán Logi var hæstánægð- ur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær enda hefur það tekið langan tíma að landa þessari sölu, sem hefur verið í kortunum svo mánuðum skiptir. „Ég er mjög stoltur og glaður enda er þetta mikill áfangi fyrir mig. Ég hef stefnt að þessu í nokk- urn tíma en það hefur ekki alveg gengið. KR setti upp svolítið hátt verð á mig en ég var ekkert endi- lega ósáttur við það. Núna eru allir kátir og hafa fengið sitt,“ sagði Stefán Logi við Fréttablaðið í gær en hann veit af því að KR er að fá verulega góðan pening fyrir sig. „Ég veit vel að ég var dýr og að Lilleström greiddi meira fyrir mig en venjulega er greitt fyrir mark- menn á Norðurlöndunum. Það sýnir bara hversu mikið félagið vildi fá mig og hversu mikla trú það hefur á mér. Ég þakkaði þetta traust með því að semja til lengri tíma við félagið í stað þess að pína það í 2-3 ára samning,“ sagði Stef- án. Stefán segist kveðja KR með söknuði enda hafi honum liðið vel þar. „Mér þykir mjög vænt um KR og alla í kringum félagið. Það var ekkert auðvelt að yfirgefa félagið um mitt sumar þegar liðið var að berjast á toppnum og standa sig vel í Evrópukeppninni,“ sagði Stef- án Logi og bætti við að hann skuld- aði markmannsþjálfaranum Guð- mundi Hreiðarssyni mikið fyrir alla þá aðstoð sem hann hefði veitt sér. henry@frettabladid.is Stærsta salan í langri sögu KR Markvörðurinn Stefán Logi Magnússon var í gær seldur frá KR til norska liðsins Lilleström. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur KR ekki áður fengið eins háa upphæð fyrir leikmann. GULLKÁLFUR Salan á Stefáni Loga Magnússyni hjálpar verulega til við reksturinn á knattspyrnudeild KR enda fékk KR óvenju hátt verð fyrir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BOX Sögulegur atburður átti sér stað í vikunni þegar hnefaleika- kapparnir Mike Tyson og Evand- er Holyfield hittust í spjallþætti Oprah Winfrey. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittast síðan Tyson beit hluta af eyra Holyfields í frægum bar- daga árið 1997. Það var enginn hasar hjá Opruh heldur var Tyson auð- mjúkur, bað Holyfield ítrekað afsökunar, tók í hönd hans og kallaði hann frábæran boxara og fallegan mann. - hbg Mike Tyson og Holyfield: Endurfundir hjá Opruh MIKE TYSON Er að mýkjast með aldrin- um. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES AKSTURSÍÞRÓTTIR Ísland mun nú í annað sinn í sögunni eiga kepp- anda í móti í heimsbikarmótaröð- inni í rallakstri. Daníel Sigurðar- son mun taka þátt í breska rallinu sem haldið verður í nágrenni Car- diff í Wales um næstu helgi. Hann tekur einnig þátt í keppni í Bret- landi þessa helgina til þess að búa sig undir stóra mótið um næstu helgi. Daníel er margfaldur Íslands- meistari í rallakstri en hefur síð- ustu ár mikið keppt í Bretlandi við mjög góðan orðstír. Hann hefur náð frábærum árangri, ekki síst í ár í keppnisbifreið sinni – Mitsubis- hi Evo X, árgerð 2009, sem Daníel tók þátt í að smíða í samstarfi við keppnislið Mitsubishi í Bretlandi. Árangurinn hefur vakið mikla eft- irtekt í breskum rallíheimi. „Ætli ég sé ekki 100 sinnum þekktari í Bretlandi en á Íslandi, eins einkennilega og það kann að hljóma,“ sagði Daníel við Frétta- blaðið. „Það hefur komið mér vel. Ég hef fengið meiri stuðning frá Bretum en Íslendingum sem er afar mikilvægt enda þátttaka mín háð því hversu gott baklandið mitt er.“ Allir bestu rallíkappar heimsins munu keppa í Cardiff um næstu helgi, til að mynda Frakkinn Sebastian Loeb. Hann keppir þó í flokki sérútbúinna bíla en Daníel í flokki lítið breyttra bíla. „Ég hef gefið það út að ég stefni á topp tíu í mínum flokki en ég hef hvíslað því að sjálfum mér að stefna á efstu fimm sætin,“ sagði Daníel. Hann veit ekki hversu margir eru skráðir til leiks um aðra helgi en í keppninni sem hann tekur þátt í nú um helgina munu 175 bílar taka þátt. „Ég veit í raun ekki við hverju ég á að búast. Mér hefur gengið vel í Bretlandi hingað til en þar með er ekki sagt að mér muni ganga vel í sjálfri heimsmeistara- keppninni. Þarna verða allir þeir bestu saman komnir á einum stað og samkeppin getur ekki orðið meiri. Þarna skilja oft aðeins sek- úndubrotin að.“ Keppnin hefst á fimmtudag- inn og lýkur svo á sunnudegin- um. Framhaldið ræðst eftir það en Daníel útilokar ekki að reyna sig aftur meðal þeirra allra bestu ef vel gengur. „Hingað til hefur mér gengið vel en ég ætla að sjá til hvernig mér gengur gegn þess- um stóru köllum. Þetta snýst allt um árangur og það yrði vissulega erfitt að líta fram hjá því ef ég myndi ná toppárangri nú.“ - esá DANÍEL SIGURÐARSON Stefnir langt í rallakstrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Daníel Sigurðarson keppir ásamt bestu ökuþórum heims í breska rallinu um næstu helgi: Stefnir hátt í keppni þeirra allra bestu KÖRFUBOLTI Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi og er óhætt að segja að úrslitin hafi verið eftir bókinni. Meistarakandidatarnir í Grindavík unnu öruggan sigur á Fjölni, Stjarnan skellti nýliðum Fjölnis og Keflavík lagði Breiða- blik sem er spáð falli í deildinni. Nýliðar Fjölnis hengu lengi vel í Stjörnunni en höfðu ekki það sem til þarf til að leggja lærisveina Teits Örlygssonar sem eiga lík- lega eftir að gera það gott í vetur. - hbg Iceland Express-deild karla: Engin óvænt úrslit

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.